Melbourne

Tuesday, March 29, 2005

Páskar

GLEÐILEGA PÁSKA!!

Höfum haft það rosalega gott hér yfir páskana þó að það sé alltaf öðruvísi að vera fjarri fjölskyldu og vinum á hátíðisdögum. Ástralarnir taka nú páskana ekkert allt of alvarlega. Þetta er eins stærsta ferðahelgi ársins hjá þeim og umræðan snýst meira um banaslys í umferðinni en kirkjuna og páskakanínuna. Í Victoriufylki dóu 9 í umferðinni um helgina og þykir mjög slæmt. Enda eru menn hér farnir að óska mönnum öruggra páska - þeir segja "We wish you a safe and happy Easter"!

Annars eru Melbæingar að tapa sér yfir sjálfsmorði Paul Hester, fyrrum trommuleikara Crowded House. Hann rólaði víst uppi í tré í garði hér HINUM MEGIN VIÐ GÖTUNA í morgun. Þetta er bara í næsta hverfi við okkur, 10 mín. labb. Gott maður fór ekki þangað í morgungönguna í dag. Sorglegt samt auðvitað - maður með konu og börn. Fjölmiðlar hér eru rosalega óvægnir finnst mér. Þegar svona atburðir verða eru þeir alltaf að reyna að fá nánustu aðstandendur í viðtöl - og tekst það ótrúlega oft. Reyndar hefur nánasta fjölskylda Hester eðlilega ekki opnað á sér munninn við fjölmiðla í dag en í síðustu viku til dæmis, þá dóu þrjú systkini þegar kviknaði í bíl (2,3 og 4 ára) og tveimur dögum seinna voru foreldrarnir komnir í sjónvarpsviðtal - HALLÓ!

En aftur að páskahelginni okkar. Skírdagur var nú bara venjulegur vinnudagur hér. Við mæðgur skelltum okkur í verslunarferð í risastóra verslunarmiðstöð sem er hér nálægt. Húsið er svo stórt að við dunduðum okkur þarna inni næstum allan daginn, vorum bara að rölta um og skoða. Verð að deila með ykkur alveg frábærum hlut sem Ástralar hafa komist upp á lag með - "Parent room". Þessi herbergi finnur maður á öllum stærri samkomustöðum, verslunarmiðstöðvum, flugvöllum o.s.frv. Þar sem almenningsklósett eru á þessum stöðum er líka eitt stk. svona foreldraherbergi. Þetta er hugsað fyrir fólk með börn - allt frá fæðingu og þangað til þau eru farin að fara sjálf á klóið. Frábær skiptiaðstaða, bleiusjálfsali, örbylgjuofn og pelahitari. Konur með börn á brjósti geta farið inn í sérstök lokuð herbergi til að gefa brjóst (hér gerir maður ekki slíkt á almannafæri!) og svo eru klósett þar sem foreldrar geta farið inn með börnunum sínum - það eru bara stór herbergi með einu stóru klói og einu litlu. Svo eru vaskurinn og handþurrkan sett svolítið lægra svo þau stuttu geti þvegið sér. Mér finnst þetta alveg meiriháttar þjónusta - maður verður svolítið þreyttur á að flækjast með dömuna inni á básunum á venjulegu klósettunum.

Á föstudaginn langa vorum við bara heima í rólegheitum. Komum loksins skrifstofunni í sæmlegt horf. Þetta verður bara ágætis gestaherbergi þegar við verðum alveg búin - hver ætlar að koma fyrstur?

Á laugardeginum fórum við í heljarinnar bíltúr. Byrjuðum á að keyra suður á Mornington Peninsula, skaga hér suður af borginni þar sem vínrækt fer hvað mest vaxandi í heiminum. Við keyrðum um skagann og enduðum á að fara inn á jarðaberjabóndabæ þar sem við fengum að tína jarðaber sjálf - ummmm. Þarna eru reyndar líka ræktuð hindber, avokado og fl. og svo vinna þeir líka úr þessu alls kyns vörur, jarðaberjavín, sultur, ís o.s.frv. Enduðum svo á að fá okkur heljarinnar skammt af jarðaberjum með ís og rjóma - Geggjað!

Keyrðum síðan yfir í Phillip Island, eyju hér í flóanum sem Melbourne liggur í kringum. Eyjan er sérstaklega fræg fyrir "The Penguin Parade" en í ljósaskiptunum koma minnstu mörgæsir í heimi úr sjónum og upp á land þar sem þær sofa í holum í móanum upp af ströndinni. Við byrjuðum reyndar á að fara og skoða kóalabirni á verndarsvæði á eyjunni, sáum góðan slatta af björnum. Þeir eru alger krútt en ekki fjörugustu dýr í heimi. Rákumst reyndar líka á eina litla kengúru í garðinu, held samt að hún hafi bara verið i heimsókn! Um kvöldið fórum við svo og sáum mörgæsirnar, þetta er rosa business hér og mikið gert úr þessu enda um að ræða eina helstu túristasugu Ástralíu. Það er misjafnt hversu margar mörgæsir koma á land á hverju kvöldi og ég held að við höfum hitt á frekar slakt kvöld - en þarna töltu nú samt hátt í hundrað mörgæsir yfir sandinn á þeim klukkutíma sem þetta stóð yfir. Við klikkuðum nú aðeins á skónum hennar Thelmu - þarna var myrkur og bannað að vera með myndavélar og annað til að trufla ekki dýrin með flassinu - svo mættum við með barnið í skóm sem blikka þvílíku ljósashowi að það hálfa væri yfirdrifið! Nýju fínu blikkandi Barbieskórnir vöktu aðeins of mikla athygli - þegar verst lét vorum við vinsamlegast beðin um að halda á barninu!

Þetta var sem sagt laugardagsferðin okkar, löng og ströng en ofsalega skemmtileg. Vorum svo í góðri páskaleti hér í gær. Reyndum að komast í páskafíling með Kinderegg páskaeggjum með engum málsháttum en lítið gekk. Röltum upp í garðinn hér fyrir ofan og settumst á teppi á meðan Thelma lék sér á róluvellinum. Þarna var fullt af fólki, greinilegt að það voru ekki allir Ástralir í fjölskylduboðum á páskadag - eða réttara sagt - fjölskylduboðin fóru mörg hver fram í grasagarðinum.

Í dag, annan í páskum, fórum við svo aftur í stóru verslunarmiðstöðina sem við Thelma Kristín vorum í á fimmtudaginn. Tilgangurinn í dag var að kaupa hjól fyrir prinsessuna. Daman var alveg að tapa sér úr spenningi enda var draumahjólið þegar fundið, bleikt með dúkkusæti og tösku á stýrinu! Vonbrigðin urðu því mikil þegar búið var að selja öll 3 hjólin sem voru til þarna á skírdag og ekki hægt að redda nýju fyrr en í lok vikunnar. Við vorum komin á fremsta hlunn með að panta eitt slíkt en ákváðum að rölta einn hring í Kringlunni fyrst. Þar villtumst við inn í eina stórverslun, svona eins og K-Mart sem selur allt milli himins og jarðar. Haldið ekki að við höfum séð þetta fína hjól - alvöru fjólublátt BMX - og ekki minnkaði hamingjan þegar við litum á verðmiðann 59 dollarar í stað 139 fyrir hitt. (3000 kr. í stað 7000 kr.) Við ákváðum að skella okkur á gripinn og teygðum okkur upp í hillu til að sækja kassa og viti menn rottur og mýs - hjólið var á páskatilboði á litla 30 dollara 1500 KALL! þvílík kjarakaup hef ég sjaldan gert - hjálmurinn og hjálpardekkin voru miklu dýrari en hjólið! Og sú stutta er að rifna úr hamingju yfir gripnum. Við settum hann saman núna í kvöld og því liggur nokkuð ljóst fyrir hvað við mæðgur munum hafa fyrir stafni á morgun.

Þetta voru sem sagt páskarnir okkar í hnotskurn. Það er von á myndum af þessu öllu saman inn á www.transistor.tv/gallery á næstu dögum ef þið viljið kíkja.

Biðjum annars að heilsa heim í vorið á Íslandi. Heyrumst fljótlega
Kveðja
Unnur Gyða

Tuesday, March 22, 2005

Dýragarðurinn.. og fleira

Hæ hæ öll

Smá fréttir frá andfætlingunum...

Fórum í dýragarðinn á laugardaginn eins og ráðgert var. Það var alveg þrælgaman jafnt fyrir börn sem fullorðna. Þetta er rosalega flottur garður hjá þeim hér og greinilegt að starfsemin snýst um miklu meira en bara að sýna okkur forvitnu leikmönnunum hvernig dýrin líta út. Garðurinn er involveraður í alls kyns forvarnarstarfsemi tengdri útrýmingu dýra og plantna bæði hér í Ástralíu og út um allan heim. Thelmu Kristínu fannst alveg svakalega gaman. Þetta er í fyrsta sinn sem hún fer í svona "alvöru" dýragarð og hún horfði agndofa á snæ-hlébarða og jagúar gúffa í sig stórum pörtum af lambi með húð og hári! Annars held ég að hún hafi haft mest gaman af öpunum. Aðstaða fyrir áhorfendur þar var alveg frábær og maður horfði bara beint í augun á skepnunum á meðan þeir sveifluðu sér fram hjá. Þeir eru líka með flottan ástralskan hluta þar sem maður getur skoðað kengúrur og kóalabirni. Okkur foreldrunum fannst líka mikið til fiðrildanna koma - hljómar kannski ekki eins og mest spennandi dýr í heimi en uppsetning sýningarinnar var alveg frábær, maður labbaði í gegnum "regnskóginn" með fiðrildin flögrandi allt um kring. All in all... alveg frábær dagur.

Á sunnudeginum fengum við okkur göngutúr niður í St. Kilda, næsta hverfi hérna við okkur. Þetta er einn af líflegri stöðunum í Melbourne - fullt af búðum og kaffihúsum. Við fengum okkur hádegismat í góða veðrinu og röltum svo strandleiðina heim með viðkomu á uppáhalds rólóvellinum. Höfðum það annars bara rólegt og sötruðum bjór á svölunum í góða veðrinu. Það er víst óvenju heitt hér miðað við árstíma - ca. 24 gráður og sól dag eftir dag. Það er rosalega þægilegt loftslag en mér skilst að það munu kólna mjög á næstu vikum. Köngulærnar eru þegar farnar að búa sig undir veturinn og leita nú inn til okkar sem aldrei fyrr. Mér er nokk sama þegar ég finn þær í stofunni - þá veit ég að þær hafa bara komið inn um dyrnar. Verra finnst mér að finna þær á efri hæðinni - veit ekki alveg hvernig þær komast upp óséðar. Kannski koma þær bara niður - við eitruðum allaveganna vifturnar á baðinu hjá okkur í morgun eftir að Thelma vakti okkur með þær fréttir að það væri könguló í herberginu hennar (reyndist reyndar fiðrildi)! Mér er í raun ekki jafn illa við köngulærnar og ég átti von á - en ég hata svokallaðar "muff". Þær líta út eins og brún og ljót fiðrildi, frekar stór nota bene en þær eru ekki fiðrildi því vængirnir falla aftur. Fyrst þegar við fengum svona inn tók Maron flugnaspaðann og þrykkti af öllu afli - þá heyrðist hátt splash hljóð og blaut innyflin lágu á gólfinu í stórri hrúgu - úff, þá fékk ég nú hroll og kúgaðist næstum! Næst þegar ég fann svona kvikindi sló ég bara laust en það fór samt allt út um allt... oj!

Sú stutta fór svo í danstíma á mánudagsmorgun. Það var sérstakur páskatími og eftir dansinn fengu krakkarnir að leita að páskaeggjum á leikvellinum sem er á bak við húsið. Þvílík gleði sem tveir súkkulaðimolar geta haft í för með sér! Og til að kóróna allt þá málaði kennarinn krakkana í framan. Stelpurnar vildu auðvitað allar vera prinsessur og fengu kórónu, rauðar kinnar og glimmer í andlitið - þvílík hamingja!

Eftir hádegið fórum við svo aftur á leikskólann og allt gekk vel. Á morgun ætlar Thelma Kristín að vera ein á leikskólanum frá níu til hálf tólf. Hún er að farast úr spenningi yfir því að fá að tannbursta á leikskólanum! Jú jú, skítt með róluvelli, nýja vini og nýtt og spennandi dót - málið snýst um að fá að tannbursta SJÁLF eftir hádegismatinn - verður ekki betra!

Ég verð að láta fljóta með eina sögu sem sýnir agann sem áströlsk skólabörn búa við - berið svo saman við Ísland ef þið viljið. Við mæðgur röltum út á McDonalds í hádeginu í dag (já já, mamman var löt og nennti ekki að útbúa hádegisverð!). Eftir matinn fór Thelma Kristín út í rennibrautakastala sem er þarna fyrir utan á lokaðri lóð. Ég sat fyrir innan og fylgdist með í gegnum gluggann. Þá kom heil rúta af unglingum inn á staðinn. Af skólabúningunum að dæma var líklega um einkaskóla að ræða, krakkar ca 15 ára. Það varð auðvitað strax löng röð að afgreiðslukössunum og á meðan þeir biðu stukku 4-5 strákar út á leikvöllinn (sem er vel merktur þannig að 10 ára og eldri mega ekki leika). Ég rölti nú út til Thelmu sem var einhvers staðar vel falin uppi í toppi. Strákarnir litu bara á mig og sögðu hlæjandi, ég er 9 ára.. og annar sagði, "ég er 5". Ég lét málið nú eiga sig enda um það stóra stráka að ræða að ég hafði ekki áhyggjur af því að þeir færu að hrekkja þá stuttu. Eftir 2 mínútur kom hins vegar kennarinn út - alveg brjálaður og öskraði "Gentlemen, get down here NOW" og strákarnir ruku niður með skottið milli lappanna og þeir fóru inn. Eftir 1 mín. komu þeir hins vegar aftur og settust á bekk sem er þarna fyrir foreldrana, ég skildi nú ekki hvað þeir voru að gera þarna út aftur þangað til kennarinn birtist og öskraði á þá að þeir skildu "apologise to the lady!" (ég - lady??!?!) - þeir sögðu allir niðurlútir "sorry" og svo bað kennarinn mig afsökunar líka og sendi strákana aftur út í rútu þar sem þeir þurftu að bíða á meðan skólafélagarnir borðuðu! Ég sé nú fyrir mér brjálaða íslenska foreldra ef þetta yrði gert á Íslandi - en þessir guttar hugsa sig líklega tvisvar um áður en þeir brjóta reglurnar aftur í skólaferðalagi!

Við Thelma Kristín prófuðum líka nýjan leikvöll í eftirmiðdaginn - það var rosalega flottur kastali fyrir stóra krakka - og ég veit að Thelma hlakkar til að fara með Kristófer þangað þegar hann kemur í heimsókn.

Varðandi myndirnar þá komu tölvuvandamál í veg fyrir að ég kæmi þeim inn um daginn - svo ég varpa allri ábyrgð yfir á eiginmann minn! Hann hefur hins vegar komið málunum í lag - held ég - svo ég lofa að halda áfram að setja inn myndir á morgun eða hinn. Á meðan getið þið yljað ykkur við fjölskyldu- og vinamyndir sem voru teknar á Íslandi þegar við vorum þar núna í vetur.

Jæja, nú er klukkan orðin miðnætti og ég ætla að halla mér. Maron er að setja saman sjónvarpstölvu sem mun gera okkur kleift að horfa á sjónvarpið án þess að þurfa að þola endalaust auglýsingahlé!! Vei vei - það er stundum gott að vera gift tölvnörd!

Rosalega er gaman að fá komment á síðuna og sjá að það er einhver að lesa röflið í mér! Keep up the good work!

.. já það er kominn 23. mars - Til hamingju með afmælið mamma mín - og Andrés frændi líka!!

Við heyrumst síðar, góða nótt... eða "the Aussie way" - Ta ta!

Unnur

Friday, March 18, 2005

Leikskolavandraedi

Hallo hallo


Bestu kvedjur hedan ur solinni. Hofum haft that gott undanfarna viku. Vid Thelma forum i leikskolann a thridjudaginn. Vid voldum einkarekna leiskolann og attum ad maeta i adlogun a thridjudagseftirmiddag. Mottokurnar voru hins vegar thannig ad eg sat eftir med gratstafina i kverkunum og gat ekki hugsad mer ad fara thangad aftur med barnid!!

Thegar vid komum inn var stulka i afgreidslunni sem visadi okkur inn a deildina hennar Thelmu. Hun kalladi a deildarstjorann sem sat inni i eldhusi (eldhusid var opid inn a deildina) og sagdi ad Thelma og mamma hennar vaeru komnar, leikskolakennarinn leit a hana og sagdi ekkert og stelpan endurtok ad vid vaerum komnar, enn ekkert svar. Svo for afgreidslustulkan fram og vid vorum einar eftir. Deildarstjorinn var nu ekkert ad eyda orkunni i ad koma fram og heilsa okkur. Krakkarnir a deildinni hopudust i kringum okkur eins og naut a nyvirki og spurdu hvad vid vaerum ad gera tharna en enginn starfsmadur utskyrdi fyrir bornunum ad her vaeri kominn nyr nemandi. Eftir svolitla stund kom fram bresk stulka sem kynnti sig og spjalladi adeins vid okkur. Hun baud Thelmu ad fara ad leika og var mjog fin. Hun var samt fljot ad tilkynna ad hun vaeri bara adstodarmanneskja og hefdi bara starfad tharna i manud, eg tyrfti ad tala vid leiskolakennarann/deildarstjorann. Hun let nu sja sig tharna eftir stutta stund, kom og kynnti sig og svo var that buid. Vid settumst nidur a medan breska stulkan las sogu fyrir bornin og svo var kominn kaffitimi. Bornin settust i tvo hringi a golfid og einn starfsmadur i hvorn hring. Starfsmennirnir settu svo upp gummihanska og rettu bornunum einn og einn ponnukokubita - svona eins og verid vaeri ad gefa dyrum. Ad thvi loknu var komid ad utiveru og deildarstjorinn hafdi adallega ahyggjur af thvi ad oll born faeru i jakka (i 22 stiga hita). Thelma skemmti ser svo sem agaetlega uti en oll leiktaeki voru ur plasti og frekar litil eda eins og su stutta sagdi einfaldlega "mamma, thetta dot er allt of litid fyrir mig" Hun komst ekki inn i neina kofa eda thess hattar! Deildarstjorinn tok ser stodu i horni gardsins thar sem kaninuburi hafdi verid komid fyrir. Bornin a leikskolanum hugsa um eina kaninu sem er gott og blessad en a medan utiverunni stod sat deildarstjorinn tharna og klappadi kaninunni og syndi tveimur stelpum hana. Hinar starfsstulkurnar tvaer (ein sem hafdi verid tharna i manud og hin liklega ekki nema einn dag) litu eftir ollum hinum bornunum. Eg gaf mig adeins a tal vid deildarstjorann thar og hun var voda naes og allt thad, spurdi aftur hvadan vid kaemum og hvad Thelma heti. Fyrst tha spurdi hun mig hvort barnid taladi ensku - sem sagt, vid vorum bunar ad vera tharna i klukkutima og hun hafdi ekki yrt a nyja nemandann!!!! Svo thegar hun aetladi ad segja eitthvad vid hana thremur minutum seinna mundi hun ekki hvad hun het! Svo for hun heim halftima adur en vid attum ad fara og ta spurdi hun mig hvenaer vid kaemum naest! Eg sagdist ekki vita that - og hvernaer a hun ad byrja allan daginn - hmmm, eg veit that ekki - thad talar enginn vid mig her!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Vid akvadum ta ad vid kaemum aftur morguninn eftir, og eg aetladi ad gefa theim sjens einn dag enn - en thegar heim var komid var eg svo reid og pirrud ad eg gat ekki hugsad mer ad stiga faeti tharna inn aftur. Thetta er i fimmta sinn sem Thelma Kristin byrjar i nyrri barngaeslu og aldrei hef eg fengid adrar eins mottokur - that var eins og vid vaerum osynilegar og enginn baeri abyrgd a adlogun tharna!

Daginn eftir hringdi eg a hinn leikskolann sem eg hafdi adur afthakkad og spurdi hvort vid gaetum enn fengid plass thar. Thad var audfengid og okkur var bodid ad koma samdaegurs i adlogun. Thar voru allar mottokur eins og best verdur a kosid. Baedi leikskolastjorinn og deildarstjorinn logdu sig allar fram vid ad utskyra starfsemina fyrir mer, spjalla vid Thelmu og utskyra fyrir bornunum ad Thelma vaeri ny og ad hun taladi ekki ensku - Mer leid ekkert sma vel yfir ad hafa skipt um skodun. Thetta aetti ad kenna manni ad daema ekki eftir utliti!!

Annars er thad helst i frettum ad vid erum liklega bara buin ad kaupa/leigja eitt stykki jeppa! Skelltum okkur a CR-V inn og faum hann afhentann i naestu viku ef allt gengur upp. Thad verdur sko gaman ad trylla um "the outback" a kagganum. Vid aetlum ad vera voda duglega ad fara i dagsferdir ut i sveit og svoleidis, eg hlakka rosalega til.

Svo er bara komin helgi aftur. Sidasti manudagur var fridagur her svo vikan var extra stutt. Vid aetlum ad skella okkur i dyragardinn a morgun. Dyrargardurinn i Melbourne er vist med theim betri i heim - thad verdur gaman ad sja hann. Her allt um kring eru svo alls kyns gardar med kengurum, koalabjornum og morgaesum - vid eigum nog starf fyrir hondum ad skoda thetta allt.

Vardandi myndirnar sem eg hef verid ad lofa held eg ad thad se best ad eg setji thaer inn a transistor vefinn, farid bara inn a www.transistor.tv/gallery og thar verda thaer.

Heyrumst svo fljotlega aftur.
Bless a medan
Unnur Gyda

Sunday, March 13, 2005

Sól sól sól

Halló halló

Þá erum við komin í netsamband heima - sem ekki er kostað af nágrannanum. Veðrið er reyndar þannig að maður nennir nú ekki að sitja lengi við tölvuna. Í fyrsta sinn í sumar lítur út fyrir að íbúar Melbourne fái yfir 30 gráðu hita þrjá daga í röð. Þá er nú best að halda sig nálægt ströndinni.

Vikan hefur liðið átakalaust. Við höfum tekið ákvörðun varðandi leikskóla fyrir Thelmu Kristínu. Við ákváðum að setja hana á einkarekna leikskólann hér í götunni. Þó að samstarfið við hverfisskólann virðist ekki jafn mikið og hjá opinbera leikskólanum þá var öll aðstaða svo miklu betri að erfitt var að horfa fram hjá því. Þeir gátu líka boðið okkur val um fleiri daga. Sú stutta byrjar sem sagt í aðlögun á þriðjudag og verður á leikskólanum á þriðjudögum og miðvikudögum - til að byrja með alla veganna, við getum svo bætt við fleiri dögum ef við viljum. Þar sem vegabréfsáritunin sem við erum á veitir okkur ekki niðurgreiðslu fyrir barngæslu verður mamman að finna sér helv.. góða vinnu ef við eigum að hafa dömuna í fullri gæslu!! Hún verður nú samt glöð að fá leikfélaga, ég held hún sé búin að fá nóg af að leika við mömmu í bili.

Annars er sú stutta nú dugleg við að pæla í lífinu og tilverunni. Margir gullmolar fokið á undanförnum vikum, verst maður skrifar þá ekki niður jafnóðum. Hún spurði mig t.d. áðan hvað myndi eiginlega gerast ef enginn væri til í allri veröldinni og það þyrfti að búa til einn!! Ekki seinna vænna en að fara á spá í upphafi heimsins.

Stuttu seinna spurði hún okkur Maron hvort við vildum koma í McDonald's leikinn! Hmm.. við könnuðumst nú ekki við þann leik. Jü, sagði daman, þar sem maður má ekki segja já og nei. Hmmm Frúin í Hamborg!!! Greinilegt að sumir vita hvar hamborgararnir verða til!!!

Svo er það lyklakippan sem heitir auðvitað litla kippa og gamla Útvegsbankalagið (eða var það ekki Útvegsbankinn??) "Í kolli mínum geymi ég bullið"!!!

Við fórum á nokkrar bílasölur í dag. Verðum að fara koma þeim málum á hreint svo við verðum ekki valdir kúnnar ársins hjá bílaleigunni! Maron er alveg kolfallinn fyrir Honda CR-V smájeppa. Verð nú reyndar að segja að það virkar ágætlega á mig að ferðast um Ástralíu í þægilegum jeppa. Við kannski skellum okkur bara á hann!

Planið fyrir morgundaginn er annars einfalt - strönd, strönd, strönd. Höfum enn ekki farið "almennilega" á ströndina. Bara labbað þar um og dýft tánum í. Thelma Kristín er ekkert smá spennt að fá að fara í sundbol og með nesti. Við tökum myndavélina með og setjum inn nokkrar sólarmyndir til að ylja ykkur á Klakanum.

Jæja, best að sækja bjór í ísskápinn og rölta út á svalir. Þar er nú 26 stiga hiti og logn þó að klukkan sé rúmlega tíu.

Heyrumst síðar
Unnur Gyða

Wednesday, March 09, 2005

Fyrstu dagarnir

Vid hofdum sem betur fer akvedid ad panta okkur hotelherbergi fyrir fyrstu nottina i Melbourne thar sem husid okkar var galtomt og skitastatus oviss. Vid vorum thvi lika fegin thegar vid lentum i Melbourne eldsnemma morguns (i Astraliu alla veganna - i hausunum a okkur var komid kvold!). Thad var gott ad geta byrjad a thvi ad fa ser godan morgunmat og lur adur en vid forum til ad lita a husid. I eftirmiddaginn heldum vid svo upp i Elwood til ad kikja a slotid. Thad leit bara vel ut thratt fyrir ad vera galtomt. Thad virdist reyndar vera lenska her ad labba bara ut ur othrifnu husi thegar madur flytur svo eg sa strax i hvad helgin myndi fara!

Fengum okkur svo gongutur nidur a strond (ja eg sagdi gongutur - strondin er 1 km fra husinu okkar mmm..) og eftir ad hafa sleikt solina og godan is i svolitla stund tokum vid leigubil upp a hotel thar sem vid attum ad hitta Mariu, kollega Marons, eftir klukkustund. Hun sotti okkur svo a nyja bilnum sinum, rosaflottur Cooper - appelsinugulur blaejubill, og vid keyrdum nidur i Port Melbourne og fengum okkur ad borda. Vorum reyndar komin snemma heim thar sem vid attum fullt i fangi med ad halda okkur vakandi.

Morguninn eftir (fimmtudag) fengum vid thaer frettir ad gamurinn kaemist ekki i okkar hendur fyrr en eftir helgina. Astralar eru svo paranojadir vardandi mengun ad that er sprenghlaegilegt. Vid hofdum vidurkennt a tollskyrslum ad hluti husgagna okkar vaeri ur vidi (surprise!) og their vildu i kjolfarid rifa allt ut ur gamnum til at ganga ur skugga um ad ekki thyrfti ad eitra allt innihaldid!!! Thetta er alveg otruleg aratta hja Astrolum. I flugvelinni a leid fra Singapore var velin med ollum farthegum og farangri afeitrud - fluglidarnir gengu um velina med eitthvad eitur i spreybrusa og letu vada a okkur - til ad varna thvi ad vid flyttum einhverjar veirur eda sjukdoma til landsins!

Besta daemid um thessa paranoju er hins vegar su stadreynd ad a naestu dogum verdur haldin keppni i isskulptur her i midbae Melbourne. Til thess ad heagt se ad framkvaema thetta i 25 stiga hita hefur is verid fluttur til landsins fra Lapplandi. Astrolsk yfirvold eru hins vega svo hraedd um ad isinn fra Lapplandi mengi fina drullupyttinn Yarra, sem liggur her i gegnum borgina ad thau hafa sett strangar reglur um thad hvernig farid skuli med thann is sem bradnar, hann ma sko alls ekki fara ut i Yarra, hann ma ekki einu sinni bradna a grasid vi hlidina a!!!

En allavegana, thegar vid saum fram a ad fa ekkert dot naestu daga var gripid til orthrifa rada. Vid leigdum okkur litinn van og heldum i Ikea thar sem vid fjarfestum i svefnsofa, dynu, teppum, handklaedi o.s.frv. til ad koma okkur i gegnum fyrstu dagana. Keyptum okkur lika litinn isskap, ryksugu og alls kyns hreinsigraejur - og tha vorum vid til i slaginn.

Maron var svo rokinn i vinnuferd til Adelaide og Port Lincon strax a fostudagsmorgun og vid maedgur ordnar einar i tomu kotinu. Thad kom nu ekki ad sok thvi her er margt ad gera. Husid okkar er a frabaerum stad thar sem haegt er ad fara i skemmtilega gongutura hvort sem madur vill fara a strondina, i gard eda i verslunarhverfi. Uppahaldsleidin okkar Thelmu Kristinar er upp gotuna okkar, i gegnum fallegan grasagard sem leidir okkur ad St. Kilda, einu liflegasta hverfi Melbourne med fullt af budum, veitingastodum og kaffihusum. Thadan lobbum vid svo nidur a strond og gongum medfram henni til baka - 2 tima runtur en vel thess virdi.

Auk thess ad thrifa husid dundudum vid okkur sem sagt vid ad labba um hverfid og kynnast umhverfinu. Hofum liklega fundid flesta roluvelli a svaedinu tho margir seu. Maria sotti okkur lika a sunnudeginum og for med okkur i biltur upp a strond herna ofar i Melbourne. Keyrdum nordurur medfram strondinni og dadumst ad flottu husunum sem standa medfram strandlengjunni.

Vid Thelma Kristin vorum nu doldid skritnar i hausnum eftir ferdalagid fra Islandi. Thad var hord baratta ad halda theirri stuttu vakandi fram yfir klukkan sex a kvoldin og vanalega datt eg utaf med henni upp um atta. Vid vorum svo audvitad vaknadar eldspraekar fyrir klukkan sjo a morgnana - en that var bara hid besta mal. Okkur hjonum fannst nu reyndar fullmikid af thvi goda thegar daman vaknadi eldspraek klukkan fjogur a fostudagsmorguninn adur en Maron for!

Maron kom svo aftur a thridjudag og dotid okkar kom svo a midvikudeginum. Thad hafdi allt verid rifid ur gamnum og kom nu til okkar med flutningabil. Thetta hafdi verid langt ferdalag og buslodin aberandi verr farin nuna en eftir ferinda fra Islandi til Svithjodar - en engir alvarlegir skadar skedir.

Eins og vid var ad buast foru naestu dagar i ad reyna ad greida ur husgagna og kassaflaekjum og stendur su baratta enn yfir. Reyndar fengum vid nett hlaturskast thegar husgognin okkar toku ad berast inn i hus. Ikea mublurnar okkar eru ekki alveg ad passa inn i husid okkar. Frekar ankaralegt ad bua i voda finu arkitekt design husi, allt hvitt, dokkar natturuflisar og stal og thriggja metra lofthaed og smella svo einhverjum vidarkommodum og thess hattar husgognum i plassid! Eg held ad thad seu nokkud stif husgagnakaup framundan ef fjarhagurinn leyfir.

Um helgina forum vid reyndar i heljarinnar verslunarferd. Urdum ad fjarfesta i isskap og thvottavel thar sem okkar voru i Reykjavik. Keyptum auk thess thurrkara og heimabio svo nu erum vid ordin tiltoluega vel sett hvad graejur vardar.

Melbourne var reyndar a hvolfi um helgina ut af Formulu 1 kappakstrinum sem fram for svo til vid husdyrnar hja okkur. Drunurnar ur bilunum glumdu yfir borginni og stemningin i baenum var frabaer. Vid roltum adeins um baeinn a sunnudaginn - svona rett til ad vera med og hofdum gaman af. A adaltorginu i baenum var kappakstrinum varpad af risaskja og Vodafone hafdi komid ser thar upp adstodu til ad kynna sig og sina - verst their styrkja vitlaust lid!

Lifid er svo ad detta i sinn vanagang. Maron fer i vinnuna a morgnana og vid Thelma dundum okkur vid ad koma okkur fyrir i husinu og spa i skolamal. Vid forum i danstima a manudag og thotti theirri stuttu alveg rosalega gaman. I gaer (thridjudag) forum vid svo ad skoda tvo leikskola. Mamman er ordin alveg ruglud og veit ekkert hvert hun a ad snua ser i thessum malum. Spurning hvort madur eiga ad senda einkadotturina i einkaskola eda lata public skolana duga - enda eru their sagdir mjog godir her. Vid skodudum einn leikskola i gaer sem er rett vid utidyrnar hja okkur og er i miklu samstarfi vid hverfisskolann (sem er lika rett vid dyrnar) og leist vel a tha hugmynd ad skella domunni beint i undirbuningsprogram fyrir skolagongu enda getur hun byrjad ad ari. Gallinn var bara sa ad husnaedid er ad hruni komid! Thad a ad byggja nyjan leikskola a skolalodinni sjalfri en that verdur ekki tilbuid fyrr en eftir 18 manudi og tha yrdi Thelma byrjud i skolanum. Hinn kosturinn er einkaleikskoli adeins lengra i burtu sem bydur upp a betri adstodu en ekki jafn mikla samvinnu vid skolann. Svo eigum vid lika eftir ad kanna einkaskolana her i kring en flestir theirra taka vid bornum fram 4 ara aldri. Thetta er alger frumskogur en vid finnum leidina i gegn.

Jaeja, kaeru vinir. Held eg lati thessum hugleidingum lokid i bili. Aetla ad reyna ad koma inn myndum a siduna um leid og vid komumst i netsamband heima sem verdur likelga i lok vikunnar. Reyndar hofum vid nu verid i agaetu sambandi heima hingad til a kostnad einhvers nagrannans! Netid datt nu ut hja honum i gaerkveldi en that var allt i lagi thvi Maron for inn a tenginuna hans og kippti malinu i lidinn!!!!

Bidjum ad heilsa ollum heima. Thar til naest
Kvedja
Unnur

Thursday, March 03, 2005

Ferdalagid

Logdum af stad i ferdina miklu thann 21. februar 2005. Brottfor fra Keflavik a manudagsmorgni, 40 tima ferdalag framundan. Ferdin var meira ad segja svo long ad Thelma Kristin var 3ja ara vid brottfor og 4ra ara vid komuna til Melbourne. Afmaelisdagurinn, 22. februar, gufadi upp i flugthreytu og timamismun.

Vid attum von a erfidri ferd med 4 ara barn medferdis en annad kom a daginn. Versti parturinn var i raun bidin i London en thar lentum vid um hadegisbil og attum bokad flug til Melbourne tha um kvoldid. Akvadum thvi ad nota taekifaerid og fara nidur i bae sem og vid gerdum. Heldur vorum vid nu samt framlag eitthvad og eftir einn kaffibolla a Starbucks i Oxford straeti heldum vid aftur upp a flugvoll enda vorum vid betur geymd i loungeinu thar.

Forum svo ut i vel uppur kl. 9 en satum i kyrrstaedri velinni i ruma klukkustund thar sem tolvugaeinn var ad uppfaera skemmtiprogram ferdarinnar - thetta er nu ekki einleikid hvernig tolvumal tefja alltaf fyrir okkur! Thegar uppfaerslu var loksins lokid thurfti audvitad ad afisa velina sem var ordin gegnfrosin eftir bidina en ad lokum komumst vid nu i loftid. Farkosturinn var 747 vel fra British Airways og tho madur hafi nu engan samanburd enn var thetta hid agaetasta fley. Thegar vid hofdum bordad kvoldmat var klukkan langt gengin midnaetti og su stutta ordin ansi threytt. Hun rotadist lika um leid og faeri gafst og svaf naestu atta timana eda thar til morgunmaturinn var borinn fram. Ad honum loknum var lent i Singapore til ad haegt vaeri ad thrifa og fylla a velina.

Okkur var sagt ad vid hefdum einn og halfan tima til stefnu og vid akvadum ad finna sturtur og hressa okkur thannig vid eftir svefnlitla nott (hja okkur Maroni alla veganna). Fundum fljotlega lounge med sturtum og vorum a leid inn thegar afgreidslustulkan kom hlaupandi a eftir okkur og spurdi hvort okkur vaeri alvara med flugnumerid sem vid hefdum gefid upp. Hmm ju thetta var okkar vel - ja en hun a ad fara i loftid eftir 20 minutur!!! Vid stodum tharna med handklaedin i hondunum og trudum varla okkar eigin eyrum - ja hreinlega trudum theim ekki og sogdumst samt aetla i sturtu! Eftir orstutt steypibad hlupum vid fram og fengum tha thaer frettir ad velin fari ekki fyrr en halftima seinna - eins og okkur hafdi grunad. Vid vorum tvi sallaroleg yfir thessu ollu enda stutt i hlidid okkar. Hid sama var samt ekki ad segja um starfsfolkid sem hafdi miklar ahyggjur af okkur og ytti fast a eftir thvi ad vid kaemum okkur af stad - gengu meira ad segja svo langt ad reyna ad koma okkur fyrir i golfbil fyrir express thjonustu ut ad hlidi - vid heldum nu ekki! Roltum svo i rolegheitum ut ad hlidi og komum timanlega thratt fyrir ad ferdinni hefdi aftur verid flytt um korter!

Seinni leggurinn fra Singapore til Melbourne reyndi adeins meira a thar sem daman var nu utsofin en foreldrarnir ekki. Thetta gekk samt allt mjog vel enda var su stutta med sjonvarp fyrir framan sig med 2 stodvum med barnaefni. Mamman var lika vel birg af afthreyingarefni og su stutta var fljot ad atta sig a thvi ad um leid og hun var buin ad fa leid a einu thurfti bara ad suda adeins i mommu og nytt dot kom upp ur toskunni! En that orladi varla a pirringi hja domunni og hun stod sig i alla stadi vel i ferdinni. Hun var meira ad segja svo spraek thegar vid gengum fra bordi ad folk sem stod fyrir aftan okkur horfdi a og brosti og sagdi svo sin a milli "ein i morgunleikfimi" .. eg var nu fljot ad snua mer vid og svara "she's been like this for seven hours!" En that er gott ad vita ad thad er haegt ad fara med hana a milli i einum rikk. Gerir oll ferdalog heim og tilbaka audveldari.

Vid lentum svo i Melbourne a midvikudagsmorgni - afmaelisdagurinn lidinn og sumir ordnir fjogurra ara. Vid skelltum okkur beint i morgunmat a hotelinu okkar og logdum okkur svo fram eftir degi.

Svona var sem sagt ferdin okkar i hnotskurn. Audveldari en aaetlad var og allir komnir heilu og holdnu a afangastad.

Melbourne

Heil og sael vinir og vandamenn

Thar sem vid fjolskyldan hofum nu flutt buferlum til Melbourne i Astraliu er vel vid haefi ad leyfa ykkur ad taka thatt i aevintyrinu med okkur - rafraent alla veganna.

Hugmyndin er ad setja her inn frettir og myndir svo tid faid nasathefinn af allri lifsreynslunni sem vid sogum nu i okkur.

Eg vona ad tid hafid gaman af - endilega sendid okkur post og komment, alltaf gaman ad fa frettir ad heiman.

Lifid heil
Unnur Gyda og co.


 

Website Counter