Dýragarðurinn.. og fleira
Hæ hæ öll
Smá fréttir frá andfætlingunum...
Fórum í dýragarðinn á laugardaginn eins og ráðgert var. Það var alveg þrælgaman jafnt fyrir börn sem fullorðna. Þetta er rosalega flottur garður hjá þeim hér og greinilegt að starfsemin snýst um miklu meira en bara að sýna okkur forvitnu leikmönnunum hvernig dýrin líta út. Garðurinn er involveraður í alls kyns forvarnarstarfsemi tengdri útrýmingu dýra og plantna bæði hér í Ástralíu og út um allan heim. Thelmu Kristínu fannst alveg svakalega gaman. Þetta er í fyrsta sinn sem hún fer í svona "alvöru" dýragarð og hún horfði agndofa á snæ-hlébarða og jagúar gúffa í sig stórum pörtum af lambi með húð og hári! Annars held ég að hún hafi haft mest gaman af öpunum. Aðstaða fyrir áhorfendur þar var alveg frábær og maður horfði bara beint í augun á skepnunum á meðan þeir sveifluðu sér fram hjá. Þeir eru líka með flottan ástralskan hluta þar sem maður getur skoðað kengúrur og kóalabirni. Okkur foreldrunum fannst líka mikið til fiðrildanna koma - hljómar kannski ekki eins og mest spennandi dýr í heimi en uppsetning sýningarinnar var alveg frábær, maður labbaði í gegnum "regnskóginn" með fiðrildin flögrandi allt um kring. All in all... alveg frábær dagur.
Á sunnudeginum fengum við okkur göngutúr niður í St. Kilda, næsta hverfi hérna við okkur. Þetta er einn af líflegri stöðunum í Melbourne - fullt af búðum og kaffihúsum. Við fengum okkur hádegismat í góða veðrinu og röltum svo strandleiðina heim með viðkomu á uppáhalds rólóvellinum. Höfðum það annars bara rólegt og sötruðum bjór á svölunum í góða veðrinu. Það er víst óvenju heitt hér miðað við árstíma - ca. 24 gráður og sól dag eftir dag. Það er rosalega þægilegt loftslag en mér skilst að það munu kólna mjög á næstu vikum. Köngulærnar eru þegar farnar að búa sig undir veturinn og leita nú inn til okkar sem aldrei fyrr. Mér er nokk sama þegar ég finn þær í stofunni - þá veit ég að þær hafa bara komið inn um dyrnar. Verra finnst mér að finna þær á efri hæðinni - veit ekki alveg hvernig þær komast upp óséðar. Kannski koma þær bara niður - við eitruðum allaveganna vifturnar á baðinu hjá okkur í morgun eftir að Thelma vakti okkur með þær fréttir að það væri könguló í herberginu hennar (reyndist reyndar fiðrildi)! Mér er í raun ekki jafn illa við köngulærnar og ég átti von á - en ég hata svokallaðar "muff". Þær líta út eins og brún og ljót fiðrildi, frekar stór nota bene en þær eru ekki fiðrildi því vængirnir falla aftur. Fyrst þegar við fengum svona inn tók Maron flugnaspaðann og þrykkti af öllu afli - þá heyrðist hátt splash hljóð og blaut innyflin lágu á gólfinu í stórri hrúgu - úff, þá fékk ég nú hroll og kúgaðist næstum! Næst þegar ég fann svona kvikindi sló ég bara laust en það fór samt allt út um allt... oj!
Sú stutta fór svo í danstíma á mánudagsmorgun. Það var sérstakur páskatími og eftir dansinn fengu krakkarnir að leita að páskaeggjum á leikvellinum sem er á bak við húsið. Þvílík gleði sem tveir súkkulaðimolar geta haft í för með sér! Og til að kóróna allt þá málaði kennarinn krakkana í framan. Stelpurnar vildu auðvitað allar vera prinsessur og fengu kórónu, rauðar kinnar og glimmer í andlitið - þvílík hamingja!
Eftir hádegið fórum við svo aftur á leikskólann og allt gekk vel. Á morgun ætlar Thelma Kristín að vera ein á leikskólanum frá níu til hálf tólf. Hún er að farast úr spenningi yfir því að fá að tannbursta á leikskólanum! Jú jú, skítt með róluvelli, nýja vini og nýtt og spennandi dót - málið snýst um að fá að tannbursta SJÁLF eftir hádegismatinn - verður ekki betra!
Ég verð að láta fljóta með eina sögu sem sýnir agann sem áströlsk skólabörn búa við - berið svo saman við Ísland ef þið viljið. Við mæðgur röltum út á McDonalds í hádeginu í dag (já já, mamman var löt og nennti ekki að útbúa hádegisverð!). Eftir matinn fór Thelma Kristín út í rennibrautakastala sem er þarna fyrir utan á lokaðri lóð. Ég sat fyrir innan og fylgdist með í gegnum gluggann. Þá kom heil rúta af unglingum inn á staðinn. Af skólabúningunum að dæma var líklega um einkaskóla að ræða, krakkar ca 15 ára. Það varð auðvitað strax löng röð að afgreiðslukössunum og á meðan þeir biðu stukku 4-5 strákar út á leikvöllinn (sem er vel merktur þannig að 10 ára og eldri mega ekki leika). Ég rölti nú út til Thelmu sem var einhvers staðar vel falin uppi í toppi. Strákarnir litu bara á mig og sögðu hlæjandi, ég er 9 ára.. og annar sagði, "ég er 5". Ég lét málið nú eiga sig enda um það stóra stráka að ræða að ég hafði ekki áhyggjur af því að þeir færu að hrekkja þá stuttu. Eftir 2 mínútur kom hins vegar kennarinn út - alveg brjálaður og öskraði "Gentlemen, get down here NOW" og strákarnir ruku niður með skottið milli lappanna og þeir fóru inn. Eftir 1 mín. komu þeir hins vegar aftur og settust á bekk sem er þarna fyrir foreldrana, ég skildi nú ekki hvað þeir voru að gera þarna út aftur þangað til kennarinn birtist og öskraði á þá að þeir skildu "apologise to the lady!" (ég - lady??!?!) - þeir sögðu allir niðurlútir "sorry" og svo bað kennarinn mig afsökunar líka og sendi strákana aftur út í rútu þar sem þeir þurftu að bíða á meðan skólafélagarnir borðuðu! Ég sé nú fyrir mér brjálaða íslenska foreldra ef þetta yrði gert á Íslandi - en þessir guttar hugsa sig líklega tvisvar um áður en þeir brjóta reglurnar aftur í skólaferðalagi!
Við Thelma Kristín prófuðum líka nýjan leikvöll í eftirmiðdaginn - það var rosalega flottur kastali fyrir stóra krakka - og ég veit að Thelma hlakkar til að fara með Kristófer þangað þegar hann kemur í heimsókn.
Varðandi myndirnar þá komu tölvuvandamál í veg fyrir að ég kæmi þeim inn um daginn - svo ég varpa allri ábyrgð yfir á eiginmann minn! Hann hefur hins vegar komið málunum í lag - held ég - svo ég lofa að halda áfram að setja inn myndir á morgun eða hinn. Á meðan getið þið yljað ykkur við fjölskyldu- og vinamyndir sem voru teknar á Íslandi þegar við vorum þar núna í vetur.
Jæja, nú er klukkan orðin miðnætti og ég ætla að halla mér. Maron er að setja saman sjónvarpstölvu sem mun gera okkur kleift að horfa á sjónvarpið án þess að þurfa að þola endalaust auglýsingahlé!! Vei vei - það er stundum gott að vera gift tölvnörd!
Rosalega er gaman að fá komment á síðuna og sjá að það er einhver að lesa röflið í mér! Keep up the good work!
.. já það er kominn 23. mars - Til hamingju með afmælið mamma mín - og Andrés frændi líka!!
Við heyrumst síðar, góða nótt... eða "the Aussie way" - Ta ta!
Unnur
Smá fréttir frá andfætlingunum...
Fórum í dýragarðinn á laugardaginn eins og ráðgert var. Það var alveg þrælgaman jafnt fyrir börn sem fullorðna. Þetta er rosalega flottur garður hjá þeim hér og greinilegt að starfsemin snýst um miklu meira en bara að sýna okkur forvitnu leikmönnunum hvernig dýrin líta út. Garðurinn er involveraður í alls kyns forvarnarstarfsemi tengdri útrýmingu dýra og plantna bæði hér í Ástralíu og út um allan heim. Thelmu Kristínu fannst alveg svakalega gaman. Þetta er í fyrsta sinn sem hún fer í svona "alvöru" dýragarð og hún horfði agndofa á snæ-hlébarða og jagúar gúffa í sig stórum pörtum af lambi með húð og hári! Annars held ég að hún hafi haft mest gaman af öpunum. Aðstaða fyrir áhorfendur þar var alveg frábær og maður horfði bara beint í augun á skepnunum á meðan þeir sveifluðu sér fram hjá. Þeir eru líka með flottan ástralskan hluta þar sem maður getur skoðað kengúrur og kóalabirni. Okkur foreldrunum fannst líka mikið til fiðrildanna koma - hljómar kannski ekki eins og mest spennandi dýr í heimi en uppsetning sýningarinnar var alveg frábær, maður labbaði í gegnum "regnskóginn" með fiðrildin flögrandi allt um kring. All in all... alveg frábær dagur.
Á sunnudeginum fengum við okkur göngutúr niður í St. Kilda, næsta hverfi hérna við okkur. Þetta er einn af líflegri stöðunum í Melbourne - fullt af búðum og kaffihúsum. Við fengum okkur hádegismat í góða veðrinu og röltum svo strandleiðina heim með viðkomu á uppáhalds rólóvellinum. Höfðum það annars bara rólegt og sötruðum bjór á svölunum í góða veðrinu. Það er víst óvenju heitt hér miðað við árstíma - ca. 24 gráður og sól dag eftir dag. Það er rosalega þægilegt loftslag en mér skilst að það munu kólna mjög á næstu vikum. Köngulærnar eru þegar farnar að búa sig undir veturinn og leita nú inn til okkar sem aldrei fyrr. Mér er nokk sama þegar ég finn þær í stofunni - þá veit ég að þær hafa bara komið inn um dyrnar. Verra finnst mér að finna þær á efri hæðinni - veit ekki alveg hvernig þær komast upp óséðar. Kannski koma þær bara niður - við eitruðum allaveganna vifturnar á baðinu hjá okkur í morgun eftir að Thelma vakti okkur með þær fréttir að það væri könguló í herberginu hennar (reyndist reyndar fiðrildi)! Mér er í raun ekki jafn illa við köngulærnar og ég átti von á - en ég hata svokallaðar "muff". Þær líta út eins og brún og ljót fiðrildi, frekar stór nota bene en þær eru ekki fiðrildi því vængirnir falla aftur. Fyrst þegar við fengum svona inn tók Maron flugnaspaðann og þrykkti af öllu afli - þá heyrðist hátt splash hljóð og blaut innyflin lágu á gólfinu í stórri hrúgu - úff, þá fékk ég nú hroll og kúgaðist næstum! Næst þegar ég fann svona kvikindi sló ég bara laust en það fór samt allt út um allt... oj!
Sú stutta fór svo í danstíma á mánudagsmorgun. Það var sérstakur páskatími og eftir dansinn fengu krakkarnir að leita að páskaeggjum á leikvellinum sem er á bak við húsið. Þvílík gleði sem tveir súkkulaðimolar geta haft í för með sér! Og til að kóróna allt þá málaði kennarinn krakkana í framan. Stelpurnar vildu auðvitað allar vera prinsessur og fengu kórónu, rauðar kinnar og glimmer í andlitið - þvílík hamingja!
Eftir hádegið fórum við svo aftur á leikskólann og allt gekk vel. Á morgun ætlar Thelma Kristín að vera ein á leikskólanum frá níu til hálf tólf. Hún er að farast úr spenningi yfir því að fá að tannbursta á leikskólanum! Jú jú, skítt með róluvelli, nýja vini og nýtt og spennandi dót - málið snýst um að fá að tannbursta SJÁLF eftir hádegismatinn - verður ekki betra!
Ég verð að láta fljóta með eina sögu sem sýnir agann sem áströlsk skólabörn búa við - berið svo saman við Ísland ef þið viljið. Við mæðgur röltum út á McDonalds í hádeginu í dag (já já, mamman var löt og nennti ekki að útbúa hádegisverð!). Eftir matinn fór Thelma Kristín út í rennibrautakastala sem er þarna fyrir utan á lokaðri lóð. Ég sat fyrir innan og fylgdist með í gegnum gluggann. Þá kom heil rúta af unglingum inn á staðinn. Af skólabúningunum að dæma var líklega um einkaskóla að ræða, krakkar ca 15 ára. Það varð auðvitað strax löng röð að afgreiðslukössunum og á meðan þeir biðu stukku 4-5 strákar út á leikvöllinn (sem er vel merktur þannig að 10 ára og eldri mega ekki leika). Ég rölti nú út til Thelmu sem var einhvers staðar vel falin uppi í toppi. Strákarnir litu bara á mig og sögðu hlæjandi, ég er 9 ára.. og annar sagði, "ég er 5". Ég lét málið nú eiga sig enda um það stóra stráka að ræða að ég hafði ekki áhyggjur af því að þeir færu að hrekkja þá stuttu. Eftir 2 mínútur kom hins vegar kennarinn út - alveg brjálaður og öskraði "Gentlemen, get down here NOW" og strákarnir ruku niður með skottið milli lappanna og þeir fóru inn. Eftir 1 mín. komu þeir hins vegar aftur og settust á bekk sem er þarna fyrir foreldrana, ég skildi nú ekki hvað þeir voru að gera þarna út aftur þangað til kennarinn birtist og öskraði á þá að þeir skildu "apologise to the lady!" (ég - lady??!?!) - þeir sögðu allir niðurlútir "sorry" og svo bað kennarinn mig afsökunar líka og sendi strákana aftur út í rútu þar sem þeir þurftu að bíða á meðan skólafélagarnir borðuðu! Ég sé nú fyrir mér brjálaða íslenska foreldra ef þetta yrði gert á Íslandi - en þessir guttar hugsa sig líklega tvisvar um áður en þeir brjóta reglurnar aftur í skólaferðalagi!
Við Thelma Kristín prófuðum líka nýjan leikvöll í eftirmiðdaginn - það var rosalega flottur kastali fyrir stóra krakka - og ég veit að Thelma hlakkar til að fara með Kristófer þangað þegar hann kemur í heimsókn.
Varðandi myndirnar þá komu tölvuvandamál í veg fyrir að ég kæmi þeim inn um daginn - svo ég varpa allri ábyrgð yfir á eiginmann minn! Hann hefur hins vegar komið málunum í lag - held ég - svo ég lofa að halda áfram að setja inn myndir á morgun eða hinn. Á meðan getið þið yljað ykkur við fjölskyldu- og vinamyndir sem voru teknar á Íslandi þegar við vorum þar núna í vetur.
Jæja, nú er klukkan orðin miðnætti og ég ætla að halla mér. Maron er að setja saman sjónvarpstölvu sem mun gera okkur kleift að horfa á sjónvarpið án þess að þurfa að þola endalaust auglýsingahlé!! Vei vei - það er stundum gott að vera gift tölvnörd!
Rosalega er gaman að fá komment á síðuna og sjá að það er einhver að lesa röflið í mér! Keep up the good work!
.. já það er kominn 23. mars - Til hamingju með afmælið mamma mín - og Andrés frændi líka!!
Við heyrumst síðar, góða nótt... eða "the Aussie way" - Ta ta!
Unnur
0 Comments:
Post a Comment
<< Home