Melbourne

Thursday, June 19, 2008

Heim í heiðardalinn

Allt í fína frá Kína segir einhvers staðar - og á líka vel við hér því við höfum haft það alveg frábært í Shanghai. Hittum mömmu og pabba með tilheyrandi fagnaðarlátum og áttum svo góða viku saman áður en haldið var heim á leið. Við vinkonurnar áttum okkur það mottó á okkar sokkabandsárum að skoða kirkjur að utan og bari að innan - nú var þessu snúið yfir í að skoða hof að utan og búðir að inna ;o) Nei, nei, kannski ekki alveg. Kíktum nú reyndar á gamlar borgir, þjóðlistasafnið og silkiverksmiðju. Sáum borgina úr hæðsa turni hennar og sigldum á Gulu ánni sem rennur þar í gegn. Færðum okkur eftir nokkra daga á nýtt og flott le Meridien hótel fyrir utan miðbæinn og tókum því rólega svona allra síðustu dagana - enda veitir ekki af áður en haldið er í íslenska brjálæðið!

En við erum sem sagt komin Heim með stóru Há-i og hlökkum til að hitta ykkur öll oft og reglulega. Ég hóf að skrifa þetta blogg þegar við fluttum til Ástralíu og tel því vel við hæfi að þetta verði síðasta færslan nú þegar dvölinni er lokið - enda planið að segja ykkur bara allt um mitt æsispennandi líf í eigin persónu.

Það er því lítið annað að gera í stöðunni en að þakka þeim sem hlýddu - ótrúlegt að það sé enn til fólk sem kíkir hér inn og les eftir næstum 4 ár - gott að eiga góða að! Við erum ótrúlega sátt við þann tíma sem við áttum í Melbourne, hann var bæði skemmtilegur og lærdómsríkur. Nú hlökkum við bara til að takast á við ný verkefni á Klakanum og komum til með að njóta samvista við fjölskyldu og vini enn betur en áður - því enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, ekki satt?

Yfir og út
Knús
Unnur


 

Website Counter