Melbourne

Friday, March 18, 2005

Leikskolavandraedi

Hallo hallo


Bestu kvedjur hedan ur solinni. Hofum haft that gott undanfarna viku. Vid Thelma forum i leikskolann a thridjudaginn. Vid voldum einkarekna leiskolann og attum ad maeta i adlogun a thridjudagseftirmiddag. Mottokurnar voru hins vegar thannig ad eg sat eftir med gratstafina i kverkunum og gat ekki hugsad mer ad fara thangad aftur med barnid!!

Thegar vid komum inn var stulka i afgreidslunni sem visadi okkur inn a deildina hennar Thelmu. Hun kalladi a deildarstjorann sem sat inni i eldhusi (eldhusid var opid inn a deildina) og sagdi ad Thelma og mamma hennar vaeru komnar, leikskolakennarinn leit a hana og sagdi ekkert og stelpan endurtok ad vid vaerum komnar, enn ekkert svar. Svo for afgreidslustulkan fram og vid vorum einar eftir. Deildarstjorinn var nu ekkert ad eyda orkunni i ad koma fram og heilsa okkur. Krakkarnir a deildinni hopudust i kringum okkur eins og naut a nyvirki og spurdu hvad vid vaerum ad gera tharna en enginn starfsmadur utskyrdi fyrir bornunum ad her vaeri kominn nyr nemandi. Eftir svolitla stund kom fram bresk stulka sem kynnti sig og spjalladi adeins vid okkur. Hun baud Thelmu ad fara ad leika og var mjog fin. Hun var samt fljot ad tilkynna ad hun vaeri bara adstodarmanneskja og hefdi bara starfad tharna i manud, eg tyrfti ad tala vid leiskolakennarann/deildarstjorann. Hun let nu sja sig tharna eftir stutta stund, kom og kynnti sig og svo var that buid. Vid settumst nidur a medan breska stulkan las sogu fyrir bornin og svo var kominn kaffitimi. Bornin settust i tvo hringi a golfid og einn starfsmadur i hvorn hring. Starfsmennirnir settu svo upp gummihanska og rettu bornunum einn og einn ponnukokubita - svona eins og verid vaeri ad gefa dyrum. Ad thvi loknu var komid ad utiveru og deildarstjorinn hafdi adallega ahyggjur af thvi ad oll born faeru i jakka (i 22 stiga hita). Thelma skemmti ser svo sem agaetlega uti en oll leiktaeki voru ur plasti og frekar litil eda eins og su stutta sagdi einfaldlega "mamma, thetta dot er allt of litid fyrir mig" Hun komst ekki inn i neina kofa eda thess hattar! Deildarstjorinn tok ser stodu i horni gardsins thar sem kaninuburi hafdi verid komid fyrir. Bornin a leikskolanum hugsa um eina kaninu sem er gott og blessad en a medan utiverunni stod sat deildarstjorinn tharna og klappadi kaninunni og syndi tveimur stelpum hana. Hinar starfsstulkurnar tvaer (ein sem hafdi verid tharna i manud og hin liklega ekki nema einn dag) litu eftir ollum hinum bornunum. Eg gaf mig adeins a tal vid deildarstjorann thar og hun var voda naes og allt thad, spurdi aftur hvadan vid kaemum og hvad Thelma heti. Fyrst tha spurdi hun mig hvort barnid taladi ensku - sem sagt, vid vorum bunar ad vera tharna i klukkutima og hun hafdi ekki yrt a nyja nemandann!!!! Svo thegar hun aetladi ad segja eitthvad vid hana thremur minutum seinna mundi hun ekki hvad hun het! Svo for hun heim halftima adur en vid attum ad fara og ta spurdi hun mig hvenaer vid kaemum naest! Eg sagdist ekki vita that - og hvernaer a hun ad byrja allan daginn - hmmm, eg veit that ekki - thad talar enginn vid mig her!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Vid akvadum ta ad vid kaemum aftur morguninn eftir, og eg aetladi ad gefa theim sjens einn dag enn - en thegar heim var komid var eg svo reid og pirrud ad eg gat ekki hugsad mer ad stiga faeti tharna inn aftur. Thetta er i fimmta sinn sem Thelma Kristin byrjar i nyrri barngaeslu og aldrei hef eg fengid adrar eins mottokur - that var eins og vid vaerum osynilegar og enginn baeri abyrgd a adlogun tharna!

Daginn eftir hringdi eg a hinn leikskolann sem eg hafdi adur afthakkad og spurdi hvort vid gaetum enn fengid plass thar. Thad var audfengid og okkur var bodid ad koma samdaegurs i adlogun. Thar voru allar mottokur eins og best verdur a kosid. Baedi leikskolastjorinn og deildarstjorinn logdu sig allar fram vid ad utskyra starfsemina fyrir mer, spjalla vid Thelmu og utskyra fyrir bornunum ad Thelma vaeri ny og ad hun taladi ekki ensku - Mer leid ekkert sma vel yfir ad hafa skipt um skodun. Thetta aetti ad kenna manni ad daema ekki eftir utliti!!

Annars er thad helst i frettum ad vid erum liklega bara buin ad kaupa/leigja eitt stykki jeppa! Skelltum okkur a CR-V inn og faum hann afhentann i naestu viku ef allt gengur upp. Thad verdur sko gaman ad trylla um "the outback" a kagganum. Vid aetlum ad vera voda duglega ad fara i dagsferdir ut i sveit og svoleidis, eg hlakka rosalega til.

Svo er bara komin helgi aftur. Sidasti manudagur var fridagur her svo vikan var extra stutt. Vid aetlum ad skella okkur i dyragardinn a morgun. Dyrargardurinn i Melbourne er vist med theim betri i heim - thad verdur gaman ad sja hann. Her allt um kring eru svo alls kyns gardar med kengurum, koalabjornum og morgaesum - vid eigum nog starf fyrir hondum ad skoda thetta allt.

Vardandi myndirnar sem eg hef verid ad lofa held eg ad thad se best ad eg setji thaer inn a transistor vefinn, farid bara inn a www.transistor.tv/gallery og thar verda thaer.

Heyrumst svo fljotlega aftur.
Bless a medan
Unnur Gyda

0 Comments:

Post a Comment

<< Home


 

Website Counter