Sól sól sól
Halló halló
Þá erum við komin í netsamband heima - sem ekki er kostað af nágrannanum. Veðrið er reyndar þannig að maður nennir nú ekki að sitja lengi við tölvuna. Í fyrsta sinn í sumar lítur út fyrir að íbúar Melbourne fái yfir 30 gráðu hita þrjá daga í röð. Þá er nú best að halda sig nálægt ströndinni.
Vikan hefur liðið átakalaust. Við höfum tekið ákvörðun varðandi leikskóla fyrir Thelmu Kristínu. Við ákváðum að setja hana á einkarekna leikskólann hér í götunni. Þó að samstarfið við hverfisskólann virðist ekki jafn mikið og hjá opinbera leikskólanum þá var öll aðstaða svo miklu betri að erfitt var að horfa fram hjá því. Þeir gátu líka boðið okkur val um fleiri daga. Sú stutta byrjar sem sagt í aðlögun á þriðjudag og verður á leikskólanum á þriðjudögum og miðvikudögum - til að byrja með alla veganna, við getum svo bætt við fleiri dögum ef við viljum. Þar sem vegabréfsáritunin sem við erum á veitir okkur ekki niðurgreiðslu fyrir barngæslu verður mamman að finna sér helv.. góða vinnu ef við eigum að hafa dömuna í fullri gæslu!! Hún verður nú samt glöð að fá leikfélaga, ég held hún sé búin að fá nóg af að leika við mömmu í bili.
Annars er sú stutta nú dugleg við að pæla í lífinu og tilverunni. Margir gullmolar fokið á undanförnum vikum, verst maður skrifar þá ekki niður jafnóðum. Hún spurði mig t.d. áðan hvað myndi eiginlega gerast ef enginn væri til í allri veröldinni og það þyrfti að búa til einn!! Ekki seinna vænna en að fara á spá í upphafi heimsins.
Stuttu seinna spurði hún okkur Maron hvort við vildum koma í McDonald's leikinn! Hmm.. við könnuðumst nú ekki við þann leik. Jü, sagði daman, þar sem maður má ekki segja já og nei. Hmmm Frúin í Hamborg!!! Greinilegt að sumir vita hvar hamborgararnir verða til!!!
Svo er það lyklakippan sem heitir auðvitað litla kippa og gamla Útvegsbankalagið (eða var það ekki Útvegsbankinn??) "Í kolli mínum geymi ég bullið"!!!
Við fórum á nokkrar bílasölur í dag. Verðum að fara koma þeim málum á hreint svo við verðum ekki valdir kúnnar ársins hjá bílaleigunni! Maron er alveg kolfallinn fyrir Honda CR-V smájeppa. Verð nú reyndar að segja að það virkar ágætlega á mig að ferðast um Ástralíu í þægilegum jeppa. Við kannski skellum okkur bara á hann!
Planið fyrir morgundaginn er annars einfalt - strönd, strönd, strönd. Höfum enn ekki farið "almennilega" á ströndina. Bara labbað þar um og dýft tánum í. Thelma Kristín er ekkert smá spennt að fá að fara í sundbol og með nesti. Við tökum myndavélina með og setjum inn nokkrar sólarmyndir til að ylja ykkur á Klakanum.
Jæja, best að sækja bjór í ísskápinn og rölta út á svalir. Þar er nú 26 stiga hiti og logn þó að klukkan sé rúmlega tíu.
Heyrumst síðar
Unnur Gyða
Þá erum við komin í netsamband heima - sem ekki er kostað af nágrannanum. Veðrið er reyndar þannig að maður nennir nú ekki að sitja lengi við tölvuna. Í fyrsta sinn í sumar lítur út fyrir að íbúar Melbourne fái yfir 30 gráðu hita þrjá daga í röð. Þá er nú best að halda sig nálægt ströndinni.
Vikan hefur liðið átakalaust. Við höfum tekið ákvörðun varðandi leikskóla fyrir Thelmu Kristínu. Við ákváðum að setja hana á einkarekna leikskólann hér í götunni. Þó að samstarfið við hverfisskólann virðist ekki jafn mikið og hjá opinbera leikskólanum þá var öll aðstaða svo miklu betri að erfitt var að horfa fram hjá því. Þeir gátu líka boðið okkur val um fleiri daga. Sú stutta byrjar sem sagt í aðlögun á þriðjudag og verður á leikskólanum á þriðjudögum og miðvikudögum - til að byrja með alla veganna, við getum svo bætt við fleiri dögum ef við viljum. Þar sem vegabréfsáritunin sem við erum á veitir okkur ekki niðurgreiðslu fyrir barngæslu verður mamman að finna sér helv.. góða vinnu ef við eigum að hafa dömuna í fullri gæslu!! Hún verður nú samt glöð að fá leikfélaga, ég held hún sé búin að fá nóg af að leika við mömmu í bili.
Annars er sú stutta nú dugleg við að pæla í lífinu og tilverunni. Margir gullmolar fokið á undanförnum vikum, verst maður skrifar þá ekki niður jafnóðum. Hún spurði mig t.d. áðan hvað myndi eiginlega gerast ef enginn væri til í allri veröldinni og það þyrfti að búa til einn!! Ekki seinna vænna en að fara á spá í upphafi heimsins.
Stuttu seinna spurði hún okkur Maron hvort við vildum koma í McDonald's leikinn! Hmm.. við könnuðumst nú ekki við þann leik. Jü, sagði daman, þar sem maður má ekki segja já og nei. Hmmm Frúin í Hamborg!!! Greinilegt að sumir vita hvar hamborgararnir verða til!!!
Svo er það lyklakippan sem heitir auðvitað litla kippa og gamla Útvegsbankalagið (eða var það ekki Útvegsbankinn??) "Í kolli mínum geymi ég bullið"!!!
Við fórum á nokkrar bílasölur í dag. Verðum að fara koma þeim málum á hreint svo við verðum ekki valdir kúnnar ársins hjá bílaleigunni! Maron er alveg kolfallinn fyrir Honda CR-V smájeppa. Verð nú reyndar að segja að það virkar ágætlega á mig að ferðast um Ástralíu í þægilegum jeppa. Við kannski skellum okkur bara á hann!
Planið fyrir morgundaginn er annars einfalt - strönd, strönd, strönd. Höfum enn ekki farið "almennilega" á ströndina. Bara labbað þar um og dýft tánum í. Thelma Kristín er ekkert smá spennt að fá að fara í sundbol og með nesti. Við tökum myndavélina með og setjum inn nokkrar sólarmyndir til að ylja ykkur á Klakanum.
Jæja, best að sækja bjór í ísskápinn og rölta út á svalir. Þar er nú 26 stiga hiti og logn þó að klukkan sé rúmlega tíu.
Heyrumst síðar
Unnur Gyða
1 Comments:
Hæ hæ
Engin leyndarmál verða afhjúpuð á blogginu (engin er varða öryggi lands og þjóðar alla veganna) - endilega látið alla sem vilja hafa slóðina!
Kveðja
Unnur
By Unnur Gyda Magnusdottir, at 11:20 PM
Post a Comment
<< Home