Heimilislausir námsmenn
Bara nokkrar línur úr rólegheitunum á Tennyson. Maron er í Japan, búinn að vera síðan um síðustu helgi og kemur aftur á miðvikudag. Við mæðgur því einar í kotinu í hinni daglegu rútínu.
Reyndar var nú rútínan brotin upp á þriðjudaginn þegar Thelma Kristín fór með skólanum í vettvangsferð. Ferðinni var heitið í Ripponlea Estate, herragarð sem byggður var árið 1868. Í dag er húsið í eigu borgarinnar og hægt að koma þarna og ganga um garðana og skoða húsið.

Þessi landareign er um 10 mínútna gang frá húsinu okkar en við höfum aldrei séð þetta, þrátt fyrir að hafa þó nokkrar helgar planað ferð þarna upp eftir. Mamman var því fljót að bjóðast til að hjálpa til, enda þriðjudagur og ég vön að vera viðloðandi skólann þann dag. Þrömmuðum af stað með næstum 100 börn strax um morguninn. Leiðin lá m.a. yfir stóra götu, ja hraðbraut næstum því, sem liggur hér ofan við húsið okkar. Á góðum degi má ég hafa mig alla við að ná að hlaupa yfir akgreinarnar 12 á einu grænu ljósi svo þið getið ímyndað ykkur hvernig það er að fara með 100 börn þarna yfir. En skólinn var auðvitað búinn að hugsa fyrir því... við fengum sko lögreglufylgd!! Tveir bílar fygldu okkur alla leiðina og stoppuðu umferð við hverju einustu götu sem þurfti að fara yfir. Ég held að þetta hafi verið hápunktur ferðinnar hjá allflestum nemendum!
Dagurinn var annars yndislegur í alla staði, úti var 28 stiga hiti og glampandi sól. Krakkarnir gengu um garðana, útbjuggu listaverk af því sem þótti mest spennandi og fengu að leika sér með gömul leikföng eins og krokket, gjarðir, sippubönd og fleira (hm hm.. mín lék sér nú af flestu þessu dóti í GAMLA daga!)
En það var ekki nóg með að skóladagurinn færi í þessa fínu vettvangsferð heldur var afmælisveisla hjá Vanessu vinkonu á eftir! Það var því þreytt en sæl Thelma Kristín sem lagðist til svefns á þriðjudagskvöldið - úrvinda á sófanum upp úr klukkan sjö!!
Það er alveg vitlaust að gera í afmælum í október. Thelma er þegar búin að fara í tvær veislur, missa af einni og er að fara í þá fjórðu um næstu helgi - þessir vinir hennar eru ekkert að dreifa þessu yfir árið.
Voða lítið að frétta héðan annars, ég reyni að læra yfir daginn, aginn er mismikill auðvitað - en almennt gengur bara vel. Maður er auðvitað að nota tækifærið á meðan bóndinn er í burtu og bíllinn í skúrnum að útrétta allt sem mig langar til. Ég bara VERÐ að skjótast aðeins í Kringluna í dag.. ég verð!!
Fengum heimsókn eftir skólann í gær. Tvær mömmur kíktu til okkar með skvísurnar sínar. Stelpunar dúllluðust í barbie og við kjöftuðum yfir kaffibolla - alveg eins og húsmóðurstarfið á að vera, ekki satt?
Reyndar er ég að gleyma að segja ykkur aðalfréttirnar. Við erum að verða heimilislaus!! Búið að selja Tennyson Street og við verðum að vera komin héða út 18. desember - Gleðileg jól! Erum á fullu að reyna að finna okkur leiguhúsnæði í grennd við skólann en þegar maður heimtar fjögur svefnherbergi og garð er úrvalið ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Skoðaði eitt hús í gær sem var svo yndislegt, á sinn hátt. Það hefur líklegast verið byggt milli 1960 og 70, haldið vel við en ekkert endurnýjað. Mér varð nú bara hlýtt um hjartarætur þegar ég kom þarna inn. Leið eins og lítilli stelpu aftur. Allir þessir brúnu, grænu og appelsínugulu litir, þeir voru bara æði! Eiturgrænt gólfteppi, bleik og gul klósett, betrekktir veggir og cowboyhurð í eldhúsinu. Gerist ekki betra.
Skoðuðum annað hús í síðustu viku sem hafði marga góða kosti en ég gat bara ekki litið fram hjá eldhús- og baðinnréttingunum - sem voru allar bleikar!
Þetta er sem sagt aðalverkefni næstu vikna, að finna nýjan samastað. Viljum helst vera í göngufæri við skólann svo við þurfum ekki að kaupa okkur annan bíl - en kannski sláum við bara til - kaupum okkur lítinn skrjóð og stækkum radiusinn af tilvonandi heimilum um 3 km.
Jæja, best að nota tækifærið á meðan daman dundar sér í barbie að kíkja í bækur. Ætlaði í verslunarleiðangur með hana í dag að kaupa sumarsandala en ég voga mér ekki að trufla hana á meðan hún dúllar sér inni í herbergi - nota bara friðinn til lærdóms. Við erum hvort eð er að fara í matarboð klukkan fjögur svo það er fínt að taka því rólega þangað til... það er ekki eins og við fáum nóg að rólegheitum þessa dagana!
Minni á bloggið hjá stráknum sem eru komnir til Sidney - það er linkur hér til hliðar.
Reyndar var nú rútínan brotin upp á þriðjudaginn þegar Thelma Kristín fór með skólanum í vettvangsferð. Ferðinni var heitið í Ripponlea Estate, herragarð sem byggður var árið 1868. Í dag er húsið í eigu borgarinnar og hægt að koma þarna og ganga um garðana og skoða húsið.

Þessi landareign er um 10 mínútna gang frá húsinu okkar en við höfum aldrei séð þetta, þrátt fyrir að hafa þó nokkrar helgar planað ferð þarna upp eftir. Mamman var því fljót að bjóðast til að hjálpa til, enda þriðjudagur og ég vön að vera viðloðandi skólann þann dag. Þrömmuðum af stað með næstum 100 börn strax um morguninn. Leiðin lá m.a. yfir stóra götu, ja hraðbraut næstum því, sem liggur hér ofan við húsið okkar. Á góðum degi má ég hafa mig alla við að ná að hlaupa yfir akgreinarnar 12 á einu grænu ljósi svo þið getið ímyndað ykkur hvernig það er að fara með 100 börn þarna yfir. En skólinn var auðvitað búinn að hugsa fyrir því... við fengum sko lögreglufylgd!! Tveir bílar fygldu okkur alla leiðina og stoppuðu umferð við hverju einustu götu sem þurfti að fara yfir. Ég held að þetta hafi verið hápunktur ferðinnar hjá allflestum nemendum!
Dagurinn var annars yndislegur í alla staði, úti var 28 stiga hiti og glampandi sól. Krakkarnir gengu um garðana, útbjuggu listaverk af því sem þótti mest spennandi og fengu að leika sér með gömul leikföng eins og krokket, gjarðir, sippubönd og fleira (hm hm.. mín lék sér nú af flestu þessu dóti í GAMLA daga!)
En það var ekki nóg með að skóladagurinn færi í þessa fínu vettvangsferð heldur var afmælisveisla hjá Vanessu vinkonu á eftir! Það var því þreytt en sæl Thelma Kristín sem lagðist til svefns á þriðjudagskvöldið - úrvinda á sófanum upp úr klukkan sjö!!
Það er alveg vitlaust að gera í afmælum í október. Thelma er þegar búin að fara í tvær veislur, missa af einni og er að fara í þá fjórðu um næstu helgi - þessir vinir hennar eru ekkert að dreifa þessu yfir árið.
Voða lítið að frétta héðan annars, ég reyni að læra yfir daginn, aginn er mismikill auðvitað - en almennt gengur bara vel. Maður er auðvitað að nota tækifærið á meðan bóndinn er í burtu og bíllinn í skúrnum að útrétta allt sem mig langar til. Ég bara VERÐ að skjótast aðeins í Kringluna í dag.. ég verð!!
Fengum heimsókn eftir skólann í gær. Tvær mömmur kíktu til okkar með skvísurnar sínar. Stelpunar dúllluðust í barbie og við kjöftuðum yfir kaffibolla - alveg eins og húsmóðurstarfið á að vera, ekki satt?
Reyndar er ég að gleyma að segja ykkur aðalfréttirnar. Við erum að verða heimilislaus!! Búið að selja Tennyson Street og við verðum að vera komin héða út 18. desember - Gleðileg jól! Erum á fullu að reyna að finna okkur leiguhúsnæði í grennd við skólann en þegar maður heimtar fjögur svefnherbergi og garð er úrvalið ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Skoðaði eitt hús í gær sem var svo yndislegt, á sinn hátt. Það hefur líklegast verið byggt milli 1960 og 70, haldið vel við en ekkert endurnýjað. Mér varð nú bara hlýtt um hjartarætur þegar ég kom þarna inn. Leið eins og lítilli stelpu aftur. Allir þessir brúnu, grænu og appelsínugulu litir, þeir voru bara æði! Eiturgrænt gólfteppi, bleik og gul klósett, betrekktir veggir og cowboyhurð í eldhúsinu. Gerist ekki betra.
Skoðuðum annað hús í síðustu viku sem hafði marga góða kosti en ég gat bara ekki litið fram hjá eldhús- og baðinnréttingunum - sem voru allar bleikar!
Þetta er sem sagt aðalverkefni næstu vikna, að finna nýjan samastað. Viljum helst vera í göngufæri við skólann svo við þurfum ekki að kaupa okkur annan bíl - en kannski sláum við bara til - kaupum okkur lítinn skrjóð og stækkum radiusinn af tilvonandi heimilum um 3 km.
Jæja, best að nota tækifærið á meðan daman dundar sér í barbie að kíkja í bækur. Ætlaði í verslunarleiðangur með hana í dag að kaupa sumarsandala en ég voga mér ekki að trufla hana á meðan hún dúllar sér inni í herbergi - nota bara friðinn til lærdóms. Við erum hvort eð er að fara í matarboð klukkan fjögur svo það er fínt að taka því rólega þangað til... það er ekki eins og við fáum nóg að rólegheitum þessa dagana!
Minni á bloggið hjá stráknum sem eru komnir til Sidney - það er linkur hér til hliðar.