Melbourne

Friday, April 28, 2006

Hversdagsleikinn enn á ný

Jæja, þá eru mamma og pabbi komin til Dubai á leið sinni aftur til Íslands. Það var auðvitað alveg yndislegt að hafa þau hér. Höfum haft það ofsalega gott og notið þess að vera saman. Fórum með þeim til Sidney um síðustu helgi og komum aftur á miðvikudagskvöld. Röltum um borgina og kíktum á hennar helstu sjarma og kennileiti. Fengum þessa fínu 3 herbergja íbúð í miðbænum og gerðum út þaðan í leiðöngrum um miðbæinn. Vísa enn og aftur í bloggið hans Kristófers fyrir nánari lýsingu ;o)

Thelma Kristín fór svo aftur í skólann á fimmtudag. Eins sárt og henni þótti að kveðja ömmu og afa þótti henni nú ekki leiðinlegt að hitta vinina aftur. Við erum svo að vinna í því að Kristófer fái að fara í skólann líka í nokkra daga, frábær leið til að kynnast krökkunum í hverfinu og æfa sig í enskunni. Erum nú ekki búin að fá þetta á hreint en vonandi að þetta gangi upp í næstu viku.

Kristófer fer líka á fótboltaæfingar tvisvar í viku og það eru mót um hverja helgi svo það er nóg um að vera. Hann hefur líka verið að fara með okkur á golfnámskeið og mér í tennistíma svo hann verður orðinn enn fjölhæfari íþróttagarpur en áður þegar við komum til Íslands.

Fórum í kvöld með krakkana á Ice Age í bíó.. Maggi Dóni á undan og allir voða lukkulegir. Thelma Kristín var nú hálfsmeyk í mesta hasarnum... daman sem biður á hverjum degi um að fá að sjá Narníu!!... sjáum nú til með það.

Jæja, Kristófer bíður með Big Brother klárann í imbanum ... best að færa sig á milli skjáa.

Var að setja inn myndir sem teknar hafa verið á síðast liðnum vikum... vona að þið hafið gaman af.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home


 

Website Counter