Skólastelpan mín
Muniði eftir fyrsta skóladeginum ykkar? Ég verð að viðurkenna að ég man ekki eftir mínum. Man eftir fyrsta árinu svona óljóst, skólastofunni, kennurunum og þegar ég var skömmuð fyrir á mála abstrakt "listaverk" en ekki mynd af einhverju sérstöku. Man líka eftir því að bíða hjá ömmu Fjólu þar til Jónína Ben var búin með morgunleikfimina á Gufunni, þá mátti leggja af stað í skólann - kennslan fór fram frá hálfellefu til tólf.
Held að ekkert barn sem er að byrja í skóla í dag komist hjá því að muna eftir fyrsta skóladeginum, svo vel er allt ferlið "dokumenterað". Það var ekki til það foreldri sem fylgdi barninu sínu í skólann síðast liðinn fimmtudag sem ekki var vopnað a.m.k. einni myndavél. Meira að segja kennarinn gekk um stofuna og tók myndir af nemendum og foreldrum.
Fyrstu skref langrar skólagöngu
Thelma Kristín er annars hæstánægð í skólanum enda ekki við öðru að búast. Um hálfur bekkurinn samanstendur af félögum úr leikskólanum svo hún á fullt af vinum og líður vel. Henni finnst hún auðvitað hafa stækkað um fjóra metra eftir að hún varð skólastelpa, ótrúlega stolt dama.
Á leiðinni út í búð á föstudaginn hittum við einmitt þrjá félaga hennar úr skólanum. Einn strákurinn hrópaði upp yfir sig "Thelma! Funny meeting you here. Give me five" og rétti út arminn. Thelma Kristín brosti vandræðalega... en átti þó erfitt með að fela stoltið og sló á móti!! Oh my... hvernig verða þau 10 ára!!
Fyrstu önnina er kennt fjóra daga í viku, frí á miðvikudögum, sem er mjög þægilegt. Mánudagarnir er frekar hektískir hjá okkur en þá er aðeins hálftími frá því að skólinn er búinn þar til balletttíminn byrjar. Jú, dömunni varð að ósk sinni, og er núna skráð í einn virtari ballettskóla Melbourne. Hún hjólar því í skólann á mánudögum og svo sæki ég hana á mínum hesti og við brunum beint upp til St. Kilda í ballettinn.
Fimleikakonan ég er nú ekki alveg inni í þessum ballettmálum. Það virðist vera frekar mikill agi í þessu öllu og kennarinn hún Fröken Theska uppfyllir algerlega allar kröfur staðalímyndar hinnar rússnesku bellettdansmeyar sem flúði byltinguna og hóf nýtt líf á Vesturlöndum. Kellan er örugglega komin langt á sjötugsaldur, gráhærð með stórt nef og allt of mikið máluð. En stelpurnar hafa gaman af þessu, valhoppa um salinn og rétta úr ristum... þegar þær eru ekki of uppteknar af því að dáðst að sjálfum sér í speglinum... maður er nú doltið flottur í svona ballettpilsi!
Finn strax mun á íslenskunni hjá Thelmu Kristínu eftir aðeins viku í skólanum. Eins gott að við erum á leið heim í sumar .... hún þarf á íslenskuæfingum að halda. Hún notar orðið mikið af enskum orðum inn á milli þegar hún er að tala við mig og oft heyrir maður á máli hennar að hún er að þýða frá ensku yfir á íslensku og setningarnar verða frekar furðulegar. Lengi eftir að við vorum í Svíþjóð talaði Thelma Kristín alltaf um að "plokka" blóm og ávexti (man plockar jo på svenska!) en um daginn talaði hún um að "pikka" ávexti... ég held þetta lýsi því ágætlega hvað er að gerast í kollinum hjá henni.
Áttum rólega helgi annars. Maron var með annan fótinn í vinnunni. Röltum samt á niður í Elwood village á laugardaginn og settumst inn á veitingastað sem er í uppáhaldi hjá okkur núna. Ætluðum bara að fá okkur kaffi og kökusneið en enduðum þarna í kvöldmat. Ég held að þetta sé það sem maður kemur til með að sakna þegar við flytjum aftur heim. Að geta skellt sér í sandalana og rölt á veitingastað, fengið sér bjór og léttan málsverð á skikkanlegu verði og rölt svo heim aftur í sólinni.
Fórum svo í hjólatúr á sunnudaginn. Hjóluðum niður í St. Kilda þar sem allt iðaði af lífi. Á ströndinni fór fram stórmót í strandblaki og mikill mannfjöldi var saman kominn til að fylgjast með ... ja annað hvort íþróttamótinu... eða fáklæddum konunum.. veit ekki alveg!
Þetta er svona það helsta sem er að frétta af okkur hér á Suðurhveli. Mín er svo bara í rólegheitum á meðan sú stutta stritar í skólanum. Er farin að æfa tennis og ætla mér að vera duglegri á golfvellinum... hið ljúfa líf bara! Er nú samt að hugsa um að byrja á grunnrannsókn sem hægt væri að nota í mastersritgerð í framtíðinni... hvort svo sem maður notar hana eða ekki... allt á byrjunarstigi, en ég verð að finna mér eitthvað til dundurs - þýðir ekkert að hanga bara og blogga allan daginn.
Held að ekkert barn sem er að byrja í skóla í dag komist hjá því að muna eftir fyrsta skóladeginum, svo vel er allt ferlið "dokumenterað". Það var ekki til það foreldri sem fylgdi barninu sínu í skólann síðast liðinn fimmtudag sem ekki var vopnað a.m.k. einni myndavél. Meira að segja kennarinn gekk um stofuna og tók myndir af nemendum og foreldrum.
Fyrstu skref langrar skólagöngu

Thelma Kristín er annars hæstánægð í skólanum enda ekki við öðru að búast. Um hálfur bekkurinn samanstendur af félögum úr leikskólanum svo hún á fullt af vinum og líður vel. Henni finnst hún auðvitað hafa stækkað um fjóra metra eftir að hún varð skólastelpa, ótrúlega stolt dama.
Á leiðinni út í búð á föstudaginn hittum við einmitt þrjá félaga hennar úr skólanum. Einn strákurinn hrópaði upp yfir sig "Thelma! Funny meeting you here. Give me five" og rétti út arminn. Thelma Kristín brosti vandræðalega... en átti þó erfitt með að fela stoltið og sló á móti!! Oh my... hvernig verða þau 10 ára!!
Fyrstu önnina er kennt fjóra daga í viku, frí á miðvikudögum, sem er mjög þægilegt. Mánudagarnir er frekar hektískir hjá okkur en þá er aðeins hálftími frá því að skólinn er búinn þar til balletttíminn byrjar. Jú, dömunni varð að ósk sinni, og er núna skráð í einn virtari ballettskóla Melbourne. Hún hjólar því í skólann á mánudögum og svo sæki ég hana á mínum hesti og við brunum beint upp til St. Kilda í ballettinn.
Fimleikakonan ég er nú ekki alveg inni í þessum ballettmálum. Það virðist vera frekar mikill agi í þessu öllu og kennarinn hún Fröken Theska uppfyllir algerlega allar kröfur staðalímyndar hinnar rússnesku bellettdansmeyar sem flúði byltinguna og hóf nýtt líf á Vesturlöndum. Kellan er örugglega komin langt á sjötugsaldur, gráhærð með stórt nef og allt of mikið máluð. En stelpurnar hafa gaman af þessu, valhoppa um salinn og rétta úr ristum... þegar þær eru ekki of uppteknar af því að dáðst að sjálfum sér í speglinum... maður er nú doltið flottur í svona ballettpilsi!
Finn strax mun á íslenskunni hjá Thelmu Kristínu eftir aðeins viku í skólanum. Eins gott að við erum á leið heim í sumar .... hún þarf á íslenskuæfingum að halda. Hún notar orðið mikið af enskum orðum inn á milli þegar hún er að tala við mig og oft heyrir maður á máli hennar að hún er að þýða frá ensku yfir á íslensku og setningarnar verða frekar furðulegar. Lengi eftir að við vorum í Svíþjóð talaði Thelma Kristín alltaf um að "plokka" blóm og ávexti (man plockar jo på svenska!) en um daginn talaði hún um að "pikka" ávexti... ég held þetta lýsi því ágætlega hvað er að gerast í kollinum hjá henni.
Áttum rólega helgi annars. Maron var með annan fótinn í vinnunni. Röltum samt á niður í Elwood village á laugardaginn og settumst inn á veitingastað sem er í uppáhaldi hjá okkur núna. Ætluðum bara að fá okkur kaffi og kökusneið en enduðum þarna í kvöldmat. Ég held að þetta sé það sem maður kemur til með að sakna þegar við flytjum aftur heim. Að geta skellt sér í sandalana og rölt á veitingastað, fengið sér bjór og léttan málsverð á skikkanlegu verði og rölt svo heim aftur í sólinni.
Fórum svo í hjólatúr á sunnudaginn. Hjóluðum niður í St. Kilda þar sem allt iðaði af lífi. Á ströndinni fór fram stórmót í strandblaki og mikill mannfjöldi var saman kominn til að fylgjast með ... ja annað hvort íþróttamótinu... eða fáklæddum konunum.. veit ekki alveg!
Þetta er svona það helsta sem er að frétta af okkur hér á Suðurhveli. Mín er svo bara í rólegheitum á meðan sú stutta stritar í skólanum. Er farin að æfa tennis og ætla mér að vera duglegri á golfvellinum... hið ljúfa líf bara! Er nú samt að hugsa um að byrja á grunnrannsókn sem hægt væri að nota í mastersritgerð í framtíðinni... hvort svo sem maður notar hana eða ekki... allt á byrjunarstigi, en ég verð að finna mér eitthvað til dundurs - þýðir ekkert að hanga bara og blogga allan daginn.
3 Comments:
Vá ég trúi því ekki hvað Thelma Kristín er orðin stór!! Er hún alveg búin að ná enskunni?
Eruð þið á leið heim í sumar for good eða bara í sumarfrí?
Knús, Lilja
By
Anonymous, at 1:29 AM
Trúi því nú varla sjálf ;o)
Hún er orðin ansi lunkin í enskunni. Bjargar sér alveg og skilur flest. Leiðréttir mömmu sína hægri vinstri ef framburðurinn er ekki nógu "Aussie"!
Erum bara á leið í nokkurra vikna frí heim í sumar. Komið þið eitthvað heim.. eigum við ekki að bóka saumó??
By
Unnur Gyda Magnusdottir, at 9:10 AM
Jú, endilega - ég kem reyndar bara heim í 10 daga í lok júní og skil svo Andreu eftir hjá m&p og þau koma svo með hana og verða með okkur í sumarhúsi í lok júlí. Gætum við ekki stefnt á saumó t.d. 28. júní?? Verðum að dobbla einhvern í það!
By
Lilja, at 8:24 PM
Post a Comment
<< Home