Hitabylgja
Hér gengur lífið nú bara sinn vanagang þessa dagana. Thelma Kristín fór í leikskólann 2 daga í síðustu viku og var auðvitað hæstánægð með að losna frá þeirri gömlu og hitta félagana. Reyndar er langt frá því að það sé full mæting á leikskólanum því margir taka sér sumarfrí allan janúarmánuð áður en skólinn byrjar svo í febrúar.
Það var líka ágætt fyrir mömmuna að slíta naflastrenginn enda höfðum við mæðgur verið límdar saman í tæpan mánuð. Mín skellti sér auðvitað í hjólatúr á nýja tryllitækinu og áður en ég vissi af var ég búin að hjóla í 2 tíma. Nýja tækið felur auðvitað í sér heilmikið frelsi fyrir bíllausa frúna. Má eiginlega segja að radíusinn minn hafi verið aukinn úr 3 km. í 15 km. .... ekki slæmt það!
Á fimmtudaginn fórum við í sund í rjómablíðu. Vanessa og mamma hennar buðu okkur með og finnsku vinirnir bættust svo í hópinn svo það var mikið fjör. Thelma Kristín er orðin svo örugg í sundinu eftir námskeiðið. Nú buslar hún ákaft, kafar og sparkar sér áfram í vatninu.
En öllu má nú ofgera, rjómablíða er löngu hætt að eiga við eftir helgina enda fór hitinn yfir 40 gráður báða dagana. Í slíkum hita er bærinn algerlega dauður nema rétt við ströndina, sundlaugar og loftkæld bíó og verslunarmiðstöðvar. Við þurftum einmitt rétt að bregða okkur út í Hringlu í gær og Thelma Kristín horfði agndofa út um bílgluggann á leiðinni og spurði; "hvar er eiginlega allt fólkið?" Það situr enginn úti á kaffihúsunum og allar dyr verslananna eru lokaðar svo loftkælingin virki. Á bílastæðinu í Hringlunni er bílaþvottastöð í algerum skugga en starfsmennirnir spautuðu reglulega vatni hver á annan... að þeirra eigin ósk. Maður þarf líka að hafa hanska í bílnum að góðum íslenskum sið ... af því að stýrið er svo HEITT!!
Australian Open tennismótið sem nú fer fram hér í Melbourne komst í uppnám því hitinn fór yfir leyfileg mörk til að hægt væri að spila á útivöllunum. Á þeim völlum sem hægt er að loka og loftkæla voru menn hins vegar ekkert kátir því lítið var um að áhorfendur hættu sér á völlinn í slíkum hita.
Skógareldar geysa á mörgum stöðum í Victoriu.. og í Ástralíu allri, og sjúkrabílar anna ekki eftirspurn vegna gamals fólks og veikburða sem ekki þolir hitann. Þar á bæ segja menn verstu dagana koma þegar hitinn fer yfir 40 gráður 2 daga í röð eins og gerðist nú um helgina. Sem betur fer hefur kólnað þó nokkuð og hitinn rétt um 27 gráður í dag.. menn vonast til að hægt verði að ná stjórn á skógareldunum áður en hitinn rýkur aftur upp í 40 gráður á fimmtudag... gott að þá verð ég í Tasmanaíu!
Það var líka ágætt fyrir mömmuna að slíta naflastrenginn enda höfðum við mæðgur verið límdar saman í tæpan mánuð. Mín skellti sér auðvitað í hjólatúr á nýja tryllitækinu og áður en ég vissi af var ég búin að hjóla í 2 tíma. Nýja tækið felur auðvitað í sér heilmikið frelsi fyrir bíllausa frúna. Má eiginlega segja að radíusinn minn hafi verið aukinn úr 3 km. í 15 km. .... ekki slæmt það!
Á fimmtudaginn fórum við í sund í rjómablíðu. Vanessa og mamma hennar buðu okkur með og finnsku vinirnir bættust svo í hópinn svo það var mikið fjör. Thelma Kristín er orðin svo örugg í sundinu eftir námskeiðið. Nú buslar hún ákaft, kafar og sparkar sér áfram í vatninu.
En öllu má nú ofgera, rjómablíða er löngu hætt að eiga við eftir helgina enda fór hitinn yfir 40 gráður báða dagana. Í slíkum hita er bærinn algerlega dauður nema rétt við ströndina, sundlaugar og loftkæld bíó og verslunarmiðstöðvar. Við þurftum einmitt rétt að bregða okkur út í Hringlu í gær og Thelma Kristín horfði agndofa út um bílgluggann á leiðinni og spurði; "hvar er eiginlega allt fólkið?" Það situr enginn úti á kaffihúsunum og allar dyr verslananna eru lokaðar svo loftkælingin virki. Á bílastæðinu í Hringlunni er bílaþvottastöð í algerum skugga en starfsmennirnir spautuðu reglulega vatni hver á annan... að þeirra eigin ósk. Maður þarf líka að hafa hanska í bílnum að góðum íslenskum sið ... af því að stýrið er svo HEITT!!
Australian Open tennismótið sem nú fer fram hér í Melbourne komst í uppnám því hitinn fór yfir leyfileg mörk til að hægt væri að spila á útivöllunum. Á þeim völlum sem hægt er að loka og loftkæla voru menn hins vegar ekkert kátir því lítið var um að áhorfendur hættu sér á völlinn í slíkum hita.
Skógareldar geysa á mörgum stöðum í Victoriu.. og í Ástralíu allri, og sjúkrabílar anna ekki eftirspurn vegna gamals fólks og veikburða sem ekki þolir hitann. Þar á bæ segja menn verstu dagana koma þegar hitinn fer yfir 40 gráður 2 daga í röð eins og gerðist nú um helgina. Sem betur fer hefur kólnað þó nokkuð og hitinn rétt um 27 gráður í dag.. menn vonast til að hægt verði að ná stjórn á skógareldunum áður en hitinn rýkur aftur upp í 40 gráður á fimmtudag... gott að þá verð ég í Tasmanaíu!
1 Comments:
Oh, öfund, er alveg að kafna úr skammdegi hérna heima á fróni og rifbeinsbrotin í þokkabót þannig að ég þarf að hanga heima og get ekkert gert :(
En það var greinilega mikið fjör hjá ykkur á gamlárs og bara þrælfínt veður. Það var snjór hjá okkur og það mikill að hægt var að búa til snjókall eftir aðeins tveggja klukkutíma snjókomu, úffm frekar erfitt að fara á hælunum á ball !
En þið hafið það sko alveg greinilega þrælgott þarna úti og það er á tveggja ára planinu að kíkja á árbæingana í Ástralíu.
Hafið það bara áfram rosa gott, takk fyrir jólakortið og við bijum að heilsa.
kv. úr Garðhúsum, Fjóla, Maggi og Mikael
By Anonymous, at 11:58 AM
Post a Comment
<< Home