Í dagsins önn
Það var stolt stúlka sem kom heim með viðurkenningarskjal á föstudaginn, útskrifuð af sundnámskeiðnu. Hún mátti líka vera það því hún tók ótrúlegum framförum á einni viku. Nú verðum við bara að vera dugleg að fara í sund til að halda henni við áður en formlegt skólasund hefst á næstu vorönn.
Finnsku vinir okkar komu í mat á föstudagskvöldið. Við höfðum alltaf ætlað að hittast um jólin og elda þjóðlegan jólamat en vegna veikinda Finnanna varð ekkert úr. Lítið var nú um þjóðlega rétti í boðinu nú því við skelltum túnfiski á grillið... okkar uppáhald í augnablikinu. Mín gerði meira að segja þessa fínu vanillusósu "a la Tahiti" með og svo grilluðum við banana og ananas í desert.. ummmm!
Fórum svo á laugardaginn og keyptum jólagjafir okkar hjónanna... ekki seinna vænna! Fengum okkur loksins hjól svo nú tætum við og tryllum um allar jarðir með þeirri stuttu. Fórum auðvitað í hjólatúr á laugardagseftirmiðdeginum, aðallega til að skila DVD diskum sem við vorum með í láni á leigunni. Ákváðum að slá þessu upp í kæruleysi og taka fleiri ræmur enda rólegt laugardagskvöld framundan. Thelma Kristín valdi sér Polar Express sem er nú ekki í frásögu færandi nema af því að hægt var að velja um tvö tungumál á disknum ensku og ÍSLENSKU!!!!! Ég þori nú að fullyrða að við vorum fyrstu kúnnarnir til að horfa á íslensku útgáfuna og þið getið rétt ímyndað ykkur hamingjuna hjá þeirri stuttu. Það er annars alveg glatað að fara með Maroni á leiguna. Ég hef ekki séð eina einustu mynd og hann heldur að slíkt gildi líka um sig. En þegar á hólminn er komið er hann búin að sjá allar bestu myndirnar í háloftunum víðs vegar um heiminn!
Áttum rólegan sunnudag í gær. Fórum í bíltúr um bæinn, létum þrífa kaggann og gerðum heiðarlega leit að tölvubúð sem við töldum okkur hafa ekið fram hjá fyrir nokkru síðan. Fundum nú ekki búðina en teljum þó að við höfum verið á háréttum slóðum, það var bara búið að skipta búðinni út!
Maron og Thelma Kristín keyptu sér flugdreka en það hefur lengi verið sameiginlegur draumur. Fórum niður á strönd til að prófa gripinn en urðum fyrir sárum vonbrigðum því nær ómögulegt var að stýra drekanum auk þess sem hann datt bara í sundur í rokinu! Heimilisfaðirinn hefur varpað allri ábyrgð á drekann og/eða kínverska verkamenn og neitar að fljúga fyrr en fjárfest hefur verið í nýjum farkosti.
Fengum okkur svo pizzu á huggulegum stað hér í Elwood. Þetta er í fyrsta sinn sem við prófum hann en vorum svo ánægð með afraksturinn að viðskiptum okkar verður héðan af beint þangað í staðinn fyrir pizzugerðarmannsins hér á horninu hjá okkur. Bestu pizzur sem við höfum smakkað í Ástralíu og hana nú!
Eftir kvöldmatinn skiptumst við á að fara í barnlausan hjólatúr. Þetta er bara hörkupúl verð ég að segja. Ég sem er alltaf að öfundast út í hjólreiðafólkið sem brunar fram úr mér þegar ég er að rembast við að skokka. Það var hörku mótvindur við ströndina og maður varð bara kófsveittur á átökunum... miklu skemmtilegri líkamsrækt en skokkið og vonandi að þetta sé bara byrjunin á mörgum löngum hjólatúrum.
Formlegu sumarfríi er lokið hjá okkur mæðgunum enda opnar leikskólinn í vikunni. Thelma Kristín ætlar að fara á miðvikudag og föstudag í þessari viku og svo á miðvikudag í næstu viku áður en við förum til Tasmaníu. Daman er alveg komin með nóg af mömmu sinni í bili og hlakkar til að hitta vinina.
Veghúsin eru komin á sölu uppi á Íslandi...ef þið þekkið einhvern sem er að leita að góðri íbúð á sanngjörnu verði vitið hvert þið eigið að benda!
Jæja, nóg skraf í bili.
Knús
Unnur hjólagarpur... með rasssæri!
Finnsku vinir okkar komu í mat á föstudagskvöldið. Við höfðum alltaf ætlað að hittast um jólin og elda þjóðlegan jólamat en vegna veikinda Finnanna varð ekkert úr. Lítið var nú um þjóðlega rétti í boðinu nú því við skelltum túnfiski á grillið... okkar uppáhald í augnablikinu. Mín gerði meira að segja þessa fínu vanillusósu "a la Tahiti" með og svo grilluðum við banana og ananas í desert.. ummmm!
Fórum svo á laugardaginn og keyptum jólagjafir okkar hjónanna... ekki seinna vænna! Fengum okkur loksins hjól svo nú tætum við og tryllum um allar jarðir með þeirri stuttu. Fórum auðvitað í hjólatúr á laugardagseftirmiðdeginum, aðallega til að skila DVD diskum sem við vorum með í láni á leigunni. Ákváðum að slá þessu upp í kæruleysi og taka fleiri ræmur enda rólegt laugardagskvöld framundan. Thelma Kristín valdi sér Polar Express sem er nú ekki í frásögu færandi nema af því að hægt var að velja um tvö tungumál á disknum ensku og ÍSLENSKU!!!!! Ég þori nú að fullyrða að við vorum fyrstu kúnnarnir til að horfa á íslensku útgáfuna og þið getið rétt ímyndað ykkur hamingjuna hjá þeirri stuttu. Það er annars alveg glatað að fara með Maroni á leiguna. Ég hef ekki séð eina einustu mynd og hann heldur að slíkt gildi líka um sig. En þegar á hólminn er komið er hann búin að sjá allar bestu myndirnar í háloftunum víðs vegar um heiminn!
Áttum rólegan sunnudag í gær. Fórum í bíltúr um bæinn, létum þrífa kaggann og gerðum heiðarlega leit að tölvubúð sem við töldum okkur hafa ekið fram hjá fyrir nokkru síðan. Fundum nú ekki búðina en teljum þó að við höfum verið á háréttum slóðum, það var bara búið að skipta búðinni út!
Maron og Thelma Kristín keyptu sér flugdreka en það hefur lengi verið sameiginlegur draumur. Fórum niður á strönd til að prófa gripinn en urðum fyrir sárum vonbrigðum því nær ómögulegt var að stýra drekanum auk þess sem hann datt bara í sundur í rokinu! Heimilisfaðirinn hefur varpað allri ábyrgð á drekann og/eða kínverska verkamenn og neitar að fljúga fyrr en fjárfest hefur verið í nýjum farkosti.
Fengum okkur svo pizzu á huggulegum stað hér í Elwood. Þetta er í fyrsta sinn sem við prófum hann en vorum svo ánægð með afraksturinn að viðskiptum okkar verður héðan af beint þangað í staðinn fyrir pizzugerðarmannsins hér á horninu hjá okkur. Bestu pizzur sem við höfum smakkað í Ástralíu og hana nú!
Eftir kvöldmatinn skiptumst við á að fara í barnlausan hjólatúr. Þetta er bara hörkupúl verð ég að segja. Ég sem er alltaf að öfundast út í hjólreiðafólkið sem brunar fram úr mér þegar ég er að rembast við að skokka. Það var hörku mótvindur við ströndina og maður varð bara kófsveittur á átökunum... miklu skemmtilegri líkamsrækt en skokkið og vonandi að þetta sé bara byrjunin á mörgum löngum hjólatúrum.
Formlegu sumarfríi er lokið hjá okkur mæðgunum enda opnar leikskólinn í vikunni. Thelma Kristín ætlar að fara á miðvikudag og föstudag í þessari viku og svo á miðvikudag í næstu viku áður en við förum til Tasmaníu. Daman er alveg komin með nóg af mömmu sinni í bili og hlakkar til að hitta vinina.
Veghúsin eru komin á sölu uppi á Íslandi...ef þið þekkið einhvern sem er að leita að góðri íbúð á sanngjörnu verði vitið hvert þið eigið að benda!
Jæja, nóg skraf í bili.
Knús
Unnur hjólagarpur... með rasssæri!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home