Gleðileg jól!!
Góðan daginn og gleðilega hátíð!!
Bestu jólakveðjur til ykkar allra!! Sitjum hér í 30 stiga hita og reynum eftir fremsta megni að hafa það jóló! Það hefur nú tekist ótrúlega vel verð ég að segja. Skreyttum gervijólatréð á Þorláksmessu og á eftir fengum við okkur ekta jólasíld úr Ikea!! Fékk meira að segja uppskrift af sósunni hjá Torfa meistara, drukkum góðan bjór með og þetta náði bara að kveikja í manni smá jólastemningu.
Aðfangadagur í gær.. honum var að mestu leyti eytt í eldhúsinu. Ég held við höfum ofsalega gott af því að vera svona þrjú hérna og þurfa sjálf að hugsa um allt sem viðkemur jólunum. Ég komst t.d. að því að ég hef aldrei brúnað kartöflur eða gert möndlugraut.. maður labbar bara á milli jólaboða eins og kóngur alla jólahátíðina og lætur næstu kynslóð um eldamennskuna. Sendum ástarþakkir í Logafoldina fyrir bókina góðu með jólauppskriftunum. Hefðum líklega ekki komist í gegnum daginn án hennar!
Thelma Kristín fór til læknis um miðjan daginn og lét taka af sér gifsið. Fyrir þá sem ekki vita brákaði daman á sér hægri úlnlið fyrir tveimur vikum. Var að dansa uppi á hól sem endaði í lágum vegg. Hoppaði og skoppaði og datt svo á endanum niður, með hendina undir sér. Við biðum í 5 tíma á barnaspítalanum eftir lækni og fengum þá að vita að beinið í hægri úlnlið væri brákað, sama hendi og í fyrra. Við grínumst með það hér að við séum að gera könnun á bráðamóttökum í hinum ýmsu löndum! Lundur á hiklaust vinninginn eins og er, þar fékk daman voða nett gifs rétt yfir úlnliðinn og gat alveg notað hendina. Eftir 10 daga klipptum við það sjálf af henni. Hér var settur á hana þvílíkur hlunkur, hef sjaldan séð annað eins. Hálft gifst eins og í Svíþjóð (nema hér var það sett undir handlegginn en ofan á hann í Svíþjóð) en núna náði það upp fyrir olnboga og svo var settur fatli og allar græjur. Þetta var svo stórt að ég bað læknana um að klippa af þessu eftir á af því ég sá fram á að geta ekki klætt barnið í bol næstu vikurnar! Svo festur þeir ekkert á milli þumals og vísifingur svo öll drulla fór bara beint inn í gifsið og þegar á leið var daman bara farin að hreyfa hendina inni í gifsinu og teygja hana út úr því ef hún þurfti að nota hendina!!!! Svíar vinna tvímælalaust samanburðinn í þetta sinn. Höfum líka haft orð á því að sem betur fer er Thelma Kristín alltaf að slasa sig í sitt hvoru landinu, fengjum líklega heimsókn frá félagsþjónustunni annars!
En alla veganna, gifsið var tekið í gær þrátt fyrir að læknirinn hafi mælt með 3 vikum!! Mamman var komin með nóg af þessu djóki, gifsið var ekki að gera neitt gagn! Borðuðum svo þessa dýrindis máltíð, graflax (sem mín gróf sjálf ligga ligga lái!), kalkúnabringu með brúnuðum kartöflum og waldorfsalati og svo möndlugraut a la tengdó á eftir. Allt heppnaðist þetta með ólíkindum vel og við vorum algerlega sprungin á eftir eins og tilheyrir á þessum degi. Bjargvættur jólanna að þessu sinni er Anna Ólöf sem sendi okkur malt og appelsín!! Knús og kossar Anna... þetta var punkturinn yfir i-ið í gær. Við varla snertum á hvítvíninum... það stóðst ekki samanburð.
Það kom svo loksins að því, eftir langa bið hjá sumum, að gjafirnar voru teknar upp. Ýmislegt skemmtilegt hafðist upp úr krafsinu og þökkum við innilega fyrir okkur. Áttum sem sagt alveg yndislegan aðfangadag hér á suðurhveli þrátt fyrir að jólastemningin hafi verið lítil framan af.
Ástralinn er annars doldið fyndinn þegar kemur að jólaundirbúningi. Jólin hér eru alls ekki jafn heilög og hátíðleg eins og hjá okkur, þetta er meira upphafið á sumarfríinu, tími til að fara í sumarbústað eða á ströndina og detta reglulega í'ða! Samt er svo ótrúlega skondið að jólaskraut og annað vísar að miklu leyti í snjó og kulda... sem er svo langt frá áströlskum jólum að það hálfa væri yfirdrifið. Hér, eins og annars staðar, syngur fólk bara "let it snow, let it snow" og "Frosty the snowman" eins og ekkert sé.
Við vorum líka dugleg að hlusta á íslensk jólalög til að koma okkur í jólaskap. Landafræðikunnáttan hjá þeirri stuttu greinilega komin langt fram úr því sem eðlilegt getur talist hjá 4ra ára barni. Þegar hún syngur "Gekk ég yfir sjó og land" býr hún sko ekki á Klapplandi heldur í Frakklandi... og ekki á Hlælandi heldur á Tælandi!!!
Annars var nóg að gera hjá okkur á aðventunni. Við hjónin fórum á tónleika með Emilíönu Torrini í lok nóvember. Þeir voru alveg frábærir og skemmtum við okkur alveg konunglega enda höfum við mikið hlustað á diskinn hennar. Hittum þarna íslenska stelpu sem var að ferðast um heiminn ásamt kærastanum sínum. Hittum þau nokkrum sinnum á meðan þau dvöldu í Melbourne - alltaf gaman að hitta Íslendinga.
Talandi um tónleika. Við eigum miða á U2 25. mars nk. Maron keypti síðustu miðana og var svo framsýnn að hann keypti 3 auka miða - fyrstur kemur fyrstur fær!
Svo er skólaundirbúningur búinn að vera í fullum gangi. Lokahnykkurinn á Ready Set Go prógramminu fór fram um mánaðarmótin með rosa náttfatapartýi. Nokkrum dögum seinna var svo tilkynnt um kennara og bekkjaskipan og vorum við hæstánægð með árangurinn. Thelma Kristín er í bekk með næstum öllum krökkunum sem koma af hennar leikskóla og Inku finnsku líka. Hún fékk líka langreynslumesta kennarann, hana Thess sem er deildarstjóri yfir öllum 5 ára bekkjunum. Reyndar er hennar bekkur eini bekkurinn sem ekki er í sama húsnæði og hinir 5 ára bekkirnir.. þau eru í húsnæði með 6 og 7 ára krökkunum. En fyrir vikið fá þau stóra tvöfalda stofu sem verið er að gera upp núna í sumarfríinu svo þetta verður í góðu lagi.
Jólaball var haldið á leikskólanum í síðustu viku. Krakkarnir héldu tónleika og sungu allt frá "Jingle Bells" yfir í "What shall we do with the drunken sailor"!! og jólasveinninn mætti og gaf öllum börnunum gjafir. Thelma Kristín fékk þennan fína "dress up" kjól. Jólasveinninn hefur greinilega séð hvað er skemmtlegast að gera á leiksólanum. Það var svolítið sérstakt að öll börnin fengu mismunandi gjafir, oftast tengt áhugasviði hvers og eins ... sýnir vel hversu starfsfólkið er meðvitað um áhuga barnanna - þau hafa greinilega gefið sveinka vísbendingar.
Talandi um jólasveina. Thelma Kristín var með þetta fína "show and tell" í leikskólanum um daginn þar sem hún fór með myndir af íslensku jólasveinunum í skólann og sagði krökkunum frá þeim bræðrum. Mér skilst að þetta hafi gengið alveg ljómandi vel hjá henni, hún hafi talað í 10 mínútur og haldið athygli allra barnanna á meðan.
Þeir fundu svo leiðina úr Esjunni alla leiðina til Ástralíu bræðurnir og meira að segja ástralski sveinninn leit við á jólanóttina. Haldiði að það sé munur að geta haldið í tvær hefðir og fengið það besta af báðum!
Höfum það sem sagt alveg ljómandi gott hérna megin. Gúffum í okkur kræsingum og liggjum í sólinni. Thelma Kristín fór sem betur fer til tannlæknisins fyrir hátíðarnar. Við héldum jafnvel að hún væri komin með fyrstu holuna, hún kvartaði yfir einni tönninni. Hún var nú með það alveg á hreinu að fyrst hún væri bara með eina holu hlyti hún að vera stór.. því Karíus og Baktus þyrftu jú báðir að koma rúmunum sínum fyrir í einni holu! En sem betur fer var þetta engin hola, Karíus og Baktus heimilislausir og daman klár í jólanammið!
Sendum bestu jóla- og nýársóskir heim á Klakann. Hugsum stíft til ykkar þessa dagana. Ástarþakkir fyrir allar jólagjafirnar og kortin.
Lofa að setja inn jólamyndir á myndasíðuna MJÖG fljótlega.
Knús
Unnur
Bestu jólakveðjur til ykkar allra!! Sitjum hér í 30 stiga hita og reynum eftir fremsta megni að hafa það jóló! Það hefur nú tekist ótrúlega vel verð ég að segja. Skreyttum gervijólatréð á Þorláksmessu og á eftir fengum við okkur ekta jólasíld úr Ikea!! Fékk meira að segja uppskrift af sósunni hjá Torfa meistara, drukkum góðan bjór með og þetta náði bara að kveikja í manni smá jólastemningu.
Aðfangadagur í gær.. honum var að mestu leyti eytt í eldhúsinu. Ég held við höfum ofsalega gott af því að vera svona þrjú hérna og þurfa sjálf að hugsa um allt sem viðkemur jólunum. Ég komst t.d. að því að ég hef aldrei brúnað kartöflur eða gert möndlugraut.. maður labbar bara á milli jólaboða eins og kóngur alla jólahátíðina og lætur næstu kynslóð um eldamennskuna. Sendum ástarþakkir í Logafoldina fyrir bókina góðu með jólauppskriftunum. Hefðum líklega ekki komist í gegnum daginn án hennar!
Thelma Kristín fór til læknis um miðjan daginn og lét taka af sér gifsið. Fyrir þá sem ekki vita brákaði daman á sér hægri úlnlið fyrir tveimur vikum. Var að dansa uppi á hól sem endaði í lágum vegg. Hoppaði og skoppaði og datt svo á endanum niður, með hendina undir sér. Við biðum í 5 tíma á barnaspítalanum eftir lækni og fengum þá að vita að beinið í hægri úlnlið væri brákað, sama hendi og í fyrra. Við grínumst með það hér að við séum að gera könnun á bráðamóttökum í hinum ýmsu löndum! Lundur á hiklaust vinninginn eins og er, þar fékk daman voða nett gifs rétt yfir úlnliðinn og gat alveg notað hendina. Eftir 10 daga klipptum við það sjálf af henni. Hér var settur á hana þvílíkur hlunkur, hef sjaldan séð annað eins. Hálft gifst eins og í Svíþjóð (nema hér var það sett undir handlegginn en ofan á hann í Svíþjóð) en núna náði það upp fyrir olnboga og svo var settur fatli og allar græjur. Þetta var svo stórt að ég bað læknana um að klippa af þessu eftir á af því ég sá fram á að geta ekki klætt barnið í bol næstu vikurnar! Svo festur þeir ekkert á milli þumals og vísifingur svo öll drulla fór bara beint inn í gifsið og þegar á leið var daman bara farin að hreyfa hendina inni í gifsinu og teygja hana út úr því ef hún þurfti að nota hendina!!!! Svíar vinna tvímælalaust samanburðinn í þetta sinn. Höfum líka haft orð á því að sem betur fer er Thelma Kristín alltaf að slasa sig í sitt hvoru landinu, fengjum líklega heimsókn frá félagsþjónustunni annars!
En alla veganna, gifsið var tekið í gær þrátt fyrir að læknirinn hafi mælt með 3 vikum!! Mamman var komin með nóg af þessu djóki, gifsið var ekki að gera neitt gagn! Borðuðum svo þessa dýrindis máltíð, graflax (sem mín gróf sjálf ligga ligga lái!), kalkúnabringu með brúnuðum kartöflum og waldorfsalati og svo möndlugraut a la tengdó á eftir. Allt heppnaðist þetta með ólíkindum vel og við vorum algerlega sprungin á eftir eins og tilheyrir á þessum degi. Bjargvættur jólanna að þessu sinni er Anna Ólöf sem sendi okkur malt og appelsín!! Knús og kossar Anna... þetta var punkturinn yfir i-ið í gær. Við varla snertum á hvítvíninum... það stóðst ekki samanburð.
Það kom svo loksins að því, eftir langa bið hjá sumum, að gjafirnar voru teknar upp. Ýmislegt skemmtilegt hafðist upp úr krafsinu og þökkum við innilega fyrir okkur. Áttum sem sagt alveg yndislegan aðfangadag hér á suðurhveli þrátt fyrir að jólastemningin hafi verið lítil framan af.
Ástralinn er annars doldið fyndinn þegar kemur að jólaundirbúningi. Jólin hér eru alls ekki jafn heilög og hátíðleg eins og hjá okkur, þetta er meira upphafið á sumarfríinu, tími til að fara í sumarbústað eða á ströndina og detta reglulega í'ða! Samt er svo ótrúlega skondið að jólaskraut og annað vísar að miklu leyti í snjó og kulda... sem er svo langt frá áströlskum jólum að það hálfa væri yfirdrifið. Hér, eins og annars staðar, syngur fólk bara "let it snow, let it snow" og "Frosty the snowman" eins og ekkert sé.
Við vorum líka dugleg að hlusta á íslensk jólalög til að koma okkur í jólaskap. Landafræðikunnáttan hjá þeirri stuttu greinilega komin langt fram úr því sem eðlilegt getur talist hjá 4ra ára barni. Þegar hún syngur "Gekk ég yfir sjó og land" býr hún sko ekki á Klapplandi heldur í Frakklandi... og ekki á Hlælandi heldur á Tælandi!!!
Annars var nóg að gera hjá okkur á aðventunni. Við hjónin fórum á tónleika með Emilíönu Torrini í lok nóvember. Þeir voru alveg frábærir og skemmtum við okkur alveg konunglega enda höfum við mikið hlustað á diskinn hennar. Hittum þarna íslenska stelpu sem var að ferðast um heiminn ásamt kærastanum sínum. Hittum þau nokkrum sinnum á meðan þau dvöldu í Melbourne - alltaf gaman að hitta Íslendinga.
Talandi um tónleika. Við eigum miða á U2 25. mars nk. Maron keypti síðustu miðana og var svo framsýnn að hann keypti 3 auka miða - fyrstur kemur fyrstur fær!
Svo er skólaundirbúningur búinn að vera í fullum gangi. Lokahnykkurinn á Ready Set Go prógramminu fór fram um mánaðarmótin með rosa náttfatapartýi. Nokkrum dögum seinna var svo tilkynnt um kennara og bekkjaskipan og vorum við hæstánægð með árangurinn. Thelma Kristín er í bekk með næstum öllum krökkunum sem koma af hennar leikskóla og Inku finnsku líka. Hún fékk líka langreynslumesta kennarann, hana Thess sem er deildarstjóri yfir öllum 5 ára bekkjunum. Reyndar er hennar bekkur eini bekkurinn sem ekki er í sama húsnæði og hinir 5 ára bekkirnir.. þau eru í húsnæði með 6 og 7 ára krökkunum. En fyrir vikið fá þau stóra tvöfalda stofu sem verið er að gera upp núna í sumarfríinu svo þetta verður í góðu lagi.
Jólaball var haldið á leikskólanum í síðustu viku. Krakkarnir héldu tónleika og sungu allt frá "Jingle Bells" yfir í "What shall we do with the drunken sailor"!! og jólasveinninn mætti og gaf öllum börnunum gjafir. Thelma Kristín fékk þennan fína "dress up" kjól. Jólasveinninn hefur greinilega séð hvað er skemmtlegast að gera á leiksólanum. Það var svolítið sérstakt að öll börnin fengu mismunandi gjafir, oftast tengt áhugasviði hvers og eins ... sýnir vel hversu starfsfólkið er meðvitað um áhuga barnanna - þau hafa greinilega gefið sveinka vísbendingar.
Talandi um jólasveina. Thelma Kristín var með þetta fína "show and tell" í leikskólanum um daginn þar sem hún fór með myndir af íslensku jólasveinunum í skólann og sagði krökkunum frá þeim bræðrum. Mér skilst að þetta hafi gengið alveg ljómandi vel hjá henni, hún hafi talað í 10 mínútur og haldið athygli allra barnanna á meðan.
Þeir fundu svo leiðina úr Esjunni alla leiðina til Ástralíu bræðurnir og meira að segja ástralski sveinninn leit við á jólanóttina. Haldiði að það sé munur að geta haldið í tvær hefðir og fengið það besta af báðum!
Höfum það sem sagt alveg ljómandi gott hérna megin. Gúffum í okkur kræsingum og liggjum í sólinni. Thelma Kristín fór sem betur fer til tannlæknisins fyrir hátíðarnar. Við héldum jafnvel að hún væri komin með fyrstu holuna, hún kvartaði yfir einni tönninni. Hún var nú með það alveg á hreinu að fyrst hún væri bara með eina holu hlyti hún að vera stór.. því Karíus og Baktus þyrftu jú báðir að koma rúmunum sínum fyrir í einni holu! En sem betur fer var þetta engin hola, Karíus og Baktus heimilislausir og daman klár í jólanammið!
Sendum bestu jóla- og nýársóskir heim á Klakann. Hugsum stíft til ykkar þessa dagana. Ástarþakkir fyrir allar jólagjafirnar og kortin.
Lofa að setja inn jólamyndir á myndasíðuna MJÖG fljótlega.
Knús
Unnur
2 Comments:
Núna kaupi ég miðann út, ekki spurning! Ef það eru U2 tónleikar í boði þá læt ég mig ekki vanta. Heyrum líka í Siggu Eysteins! Maron og Örn geta komið með...verst með Marc...getur hann fengið einn enn? :)
Vona að við komumst til ykkar sem allra fyrst í heimsókn, þarf ekkert frekar U2 til að heilla mig, bara gott veður og fá að hitta ykkur. Heyrist að þið hafið haft það mjög fínt yfir jólin. Sendum ykkur snjó- og kuldakveðjur!
By Anonymous, at 1:37 AM
Já, kva, það er að verða komin 10 ár frá síðustu U2 tónleikunum okkar (ó mæ god)... kominn tími á að rifja þetta upp.
Þið eruð velkomin hvenær sem er Sirrý mín! Sjáumst vonandi sem allra fyrst.
Kveðja
Unnur
By Unnur Gyda Magnusdottir, at 10:34 AM
Post a Comment
<< Home