Eitt gullkorn
Verð að bæta við einu gullkorni sem valt upp úr Thelmu Kristínu fyrr í kvöld. Við vorum að borða afganginn af möndlugrautnum og Maron sagði við þá stuttu: "Veistu að þessi grautur er kominn frá langömmu þinni. Hún hét Anna og dó þegar pabbi var bara þriggja ára". Þá varð daman ansi hugsi stutta stund og sagði svo: "En pabbi, þá hlýtur hann að vera orðinn soldið gamall"!!!!!!!!!!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home