Ferðaframhaldssagan, 6. kafli
17. nóvember
Sátum í rólegheitum í þessum fína morgunmat á hótelinu og spáðum í spilin. Að lokum var ákveðið að skipta liði; hinir hraustu og huguðu Maron, Kiddi og Snorri ákváðu að klífa Harbour Bridge en við hin, sem kjósum heldur hið ljúfa líf ákváðum að fara með lyftu upp í Sydney towers og njóta sama útsýnis.
Hófum þó leikinn á kaffibolla niðri í Rocks (gamla hverfinu) áður en leiðir skildu. Við Svanfríður, Thelma Kristín og Kristján röltum í gegnum bæinn áleiðis að turninum mikla.
Thelma Kristín með Sydney Tower í baksýn

Þegar við komum að miðasölunni sáum við fljótlega að það var miklu sniðugra að fara upp á annan veitingastaðanna í hádegismat og sitja þar og njóta útsýnisins í stað þess að borga sig upp með lyftunni annars vegar og kaupa svo hádegismat á kaffiteríunni (sem ekki snerist eins og veitingastaðurinn)hins vegar.
Pöntuðum því þetta fína buffet og tókum lyftuna upp í 250 m. háan turninn. Ferðin tók um 40 sekúndur. Urðum sko ekki fyrir vonbrigðum þegar við komum upp, ofsalega fínn veitingastaður sem snerist, eins og Perlan, með milljón dollara útsýni. Maturinn var heldur ekki af verri endanum, kokkar hlóðu á diskana ostrum, krókódílum, kengúrum, kameldýrum og öðru góðgæti! Heyrði konu við hliðina á mér spyrja hvort þau væru ekki með snákinn í dag, en nei, því miður, ekki í dag!! Kokkarnir voru greinilega ekki vanir því að börn kæmu í hlaðborðið en reyndu sitt allra besta við að benda okkur á það sem börnum gæti mögulega þótt gott. Þegar ég kom aftur að borðinu til þeirra í aðra umferð fóru þeir strax að bjóðast til að steikja handa henni franskar eða kjúklinganagga en ég afþakkaði pent enda daman hæstánægð með hakkabuff og pasta (og fannst meira að segja krókódíllinn góður). Þarna sátum við svo lungan úr deginum, sötruðum freyðivín og horfðum niður á Sidney. Reyndum af mesta mætti að koma auga á hetjurnar okkar í hvert sinn sem við "sigldum" fram hjá brúnni en við sátum svo hátt fyrir ofan þær að það var ómögulegt að bera kennsl á strákana.
Thelma Kristín .. og pabbi og co í baksýn!!

Gengum svo niður í Darling Harbour og vorum jafnvel að hugsa um að kíkja á sædýrasafnið, sem ku vera eitt það besta í heimi... Thelma fann allaveganna hann Nemo sinn í gjafabúðinni.

Við vorum hins vegar að renna út á tíma. Strákarnir voru komnir niður af brúnni og sátu víst og gæddu sér á kengúrupizzu! Brúarklifið hafði tekist vel en eitthvað reyndu nú hetjurnar að gera lítið úr þeim líkamlegu átökum sem ferðin krafðist. Ákváðum að hittast uppi á hóteli þar sem við þurftum að sækja farangurinn áður en við héldum út á flugvöll. Svo varð úr en þegar við báðum starfsfólkið í lobbyinu að panta fyrir okkur stóran leigubíl kom í ljós að það var allt of löng bið eftir slíku farartæki og við yrðum bara að taka tvo venjulega. Við héldum út á götu og byrjuðum að flauta. Ekki leið á löngu þar til við höfðum stoppað einn bíl. Ekki man ég alveg hvernig það kom til en allt í einu var líka þarna 8 manna bíll með bílstjóra.. hvergi merktur sem leigubíll sem bauðst til að skutla okkur út á völl fyrir 10 dollara á mann. Áður en við vissum af vorum við komin upp í bíl og sátum svo og nöguðum neglurnar á leiðinni út á völl, hálfsmeyk um að bílstjórinn og vinur hans í farþegasætinu væru kannski félagar Osama bin Laden eða eitthvað þaðan af verra. Hefum betur sleppt þessum fordómum því við komumst auðvitað heilu og höldnu út á flugvöll!
Flugið til Melbourne var mjög þægilegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég flýg innanlands með Qantas (maður er alltaf að fljúga með lággjaldaflugfélögum) og þeir komu skemmtilega á óvart. Í raun var þetta þægilegra flug í alla staði en Air New Zealand.. gott að þið hafið þetta í huga þegar þið planið næstu heimsreisu.
Þegar við lentum í Melbourne var langt liðið á kvöldið og við komum okkur strax heim í heiðardalinn. Kristófer og Svanfríður komu með okkur en Kristján og Snorri gistu á flottasta hótelinu í bænum!
18. nóvember
Úff.. bara venjulegur föstudagur... þvílík magalending! Eftir morgunmat löbbuðu amma og afi með Thelmu Kristínu á leikskólann og fengu að sjá slotið. Þau fóru svo með Maroni og kíktu á skrifstofuna og röltu loks um Queen Victoria Market og miðbæinn.
Mín fór langþráða ferð í þvottahúsið og um eftirmiðdaginn fór ég með Thelmu Kristínu í Ready Set Go í skólanum.
Tengdó og Maron komu heim með þessa fínu kengúrusteik sem var að sjálfsögðu skellt á grillið og Krisján og Snorri komu og borðuðu með okkur. Kristján grillmeistari var við stjórnvölin og úr þessu varð dýrindis veisla.
19. nóvember
Vöknuðum snemma og vorum mætt í pick up fyrir vínferð klukkan níu. Fórum í skipulagða ferð um vínekrur Yarra dalsins hér norðaustan af Melbourne. Þar var ungur strákur, hann Chris, sem leiddi okkur í allan sannleikann um vín og vínsmökkun. Skoðuðum þrjár vínekrur og eina freyðivínsverksmiðju. Smökkuðum fullt af góðum vínum og átum góðan mat. Þetta var ofsalega gaman og okkur fannst við vera að springa af kunnáttu um vín á eftir. Festum kaup á þó nokkrum flöskum af hinum ýmsu tegundum sem biðu nú smökkunar í sumarbústaðarferðinni sem framundan var.
Chris að leiða okkur í allan sannleika um Moet & Chandon freyðivín

Þegar heim var komið tókum við smá kríu og höfðum okkur til áður en haldið var í fordrykk niður á hótel til strákanna. Við höfðum pantað fyrir þá herbergi á vinsælasta hóteli borgarinnar, Crown, en það er í raun heilt "entertainmentcomplex". Þarna er að finna tvö hótel, spilavíti, bíó, keilusal, verslanir, veitingastaði og fleira.. í raun gæti maður verið þarna inni dögum saman án þess að láta sér leiðast.
Eftir fordrykk og almenna hótelskoðun fórum við niður á "Southbank" sem er göngugata sem liggur utan við hótelin. Þar liggur hver veitingastaðurinn við annan en þrátt fyrir það máttum við ganga dágóðan spöl, og líta við á ansi mörgum stöðum áður en við fengum borð. Höfðum eiginlega alveg gleymt því að það var laugardagur.. allir dagar laugardagar hjá okkur undanfarið.
Borðuðum að lokum á Funk Fish á Federation Square, sem er einmitt uppáhaldsstaðurinn hans Marons. Fengum líka öll mjög góðan fisk í matinn og dýrðlega eplaköku í desert.
Thelma Kristín var nú orðin ansi þreytt eftir matinn enda langt liðið á kvöld. Hún gerði sér bara lítið fyrir og lagðist á bekk þarna inni (við vorum síðustu gestirnir) og svaf þar vært þar til hún var borin inn í leigubíl.
20. nóvember
Áttum von á húsgagnasendingu um morguninn. Vorum að kaupa nýtt sófaborð og skáp í stofuna. Ætluðum nú bara að taka við þessu og koma okkur út en áður en við vissum af var búið að taka utan af öllum herlegheitunum og tengdó komin í hörku vinnu við húsgagnasamsetningar. Snorri og Kristján litu við hjá okkur enda höfðu strákarnir hug á að fylgjast með uppboði á íbúð hér í "complexinu" hjá okkur sem fram átti að fara eftir hádegið. Eftir almennar nágrannanjósnir og hádegismat á svölunum fóru Maron, Kiddi og Snorri niður í bæ að sækja bílaleigubíl sem við höfðum verið að leigja. Planið var að fara í ferðalag morguninn eftir og við höfðum ákveðið að taka einn stóra bíl fyrir okkur saman í stað þess að við færum með tengdó á okkar bíl og Kristján og Snorri myndu leigja bíl handa sér.
Þeir sóttu okkur stelpurnar svo (Kristján hafði farið á undan okkur) og við fengum okkur göngutúr niðri í St. Kilda. Héldum að því loknu aftur niður á Southbank. Við höfðum nú haft vaðið fyrir neðan okkur og pantað borð á veitingastað þar. Áttum þar góða stund yfir góðum mat, enn og aftur! Á eftir fórum við að sjá jólasýningu hjá Crown, voða fínar jólaskreytingar sem hreyfast á hálftíma fresti, koma niður úr loftinu, snúast, syngja og þar fram eftir götunum. Sú stutta hafði auðvitað mjög gaman af. Amman fór svo með dömuna upp á hótelherbergi á meðan við hin kíktum aðeins inn í spilavítið. Þetta er stærsta spilavíti á suðurhveli jarðar en við Maron höfum ekki áður komið þarna inn og notuðum því tækifærið þegar barnapössun bauðst. Við komum inn í miðjan salinn og þegar litið var til beggja hliða var ekki hægt að sjá út í enda, svo stór var salurinn. Við tókum strauið til vinstri en þrátt fyrir hálftíma göngu náðum við ekki út í enda!!
21. nóvember
Vorum snemma á fótum enda mikið ferðalag fyrir höndum. Vorum á leið hinn fræga "Great Ocean Road" sem dyggir lesendur ættu að vera farnir að kannast við enda í þriðja sinn sem við hjúin leggjum í hann! Nú rættist reyndar langþráður draumur um að sofa eina nótt á leiðinni í stað þess að bruna 700 km á einum degi!
Vorum lögð af stað um 8 leytið og byrjuðum á að ná í strákana í bæinn. Brunuðum svo sem leið lá í gegnum Geelong til bæjarins Torquay sem liggur við upphaf "Sjávarleiðarinnar miklu". Þar áttum við sko bókað á brimbrettanámskeið klukkan 10. Skelltum okkur í blautbúninginn og héldum á ströndina. Thelma Kristín fékk að vera með ömmu á ströndinni og horfa á okkur.
Þetta var alveg þrælgaman verð ég að segja. Maron brettakall er auðvitað alveg kominn með bakteríuna og stefnum að því að fara aftur sem allra fyrst. Mín var voða ánægð með sig enda farin að standa upp í fyrsta tíma... kannski maður sé bara búinn að finna réttu hilluna hvað varðar líkamsrækt!
Flottust!

Eftir vel verðskuldaðan hádegisverð héldum við ferðinni áfram. Stoppuðum á golfvellinum í Angle Sea sem er frægur fyrir kengúrurnar sem þar vappa um. Fengum okkur kaffibolla í golfskálanum en sáum engar kengúrur þrátt fyrir að þær hefðu skilið eftir úrgang um allar jarðir. Vorum búin að gefa upp vonina og komin út í bíl þegar við rákum augun í þrjár kengúrur sem bitu gras á æfingasvæðinu. Keyrðum líka á bak við svæðið og sáum þær "up close and personal".

Ókum svo sem leið lá eftir Surf Beach kræklóttan veginn að Appollo Bay, sumarleyfis þorpi sem liggur um miðja Sjávarleið. Versluðum kjöt á grillið áður en haldið var í sumarbústaðinn. Þetta var þessi fíni bústaður sem við höfðum pantað, mjög huggulegur með frábæru útsýni.
Eftir góða nautasteik og hins ýmsu vín úr vínsmökkuninni góðu fórum við í kvöldgöngu inn í regnskóginn. Sáum nokkrar kengúrur í upphafi en fundum svo ekki fleiri dýr fyrr en sumir fóru að tína blóðsugur af leggjunum á sér eftir að heim var komið!!
22. nóvember
Gengum frá dótinu okkar strax eftir morgunmat og eftir að hafa kvatt þýsku gestgjafana okkar (og Thelma hafði gefið hestunum brauðleifarnar) var haldið áfram eftir Sjávarleiðinni miklu.
Komum við á Otway "flugbrautinni", göngustíg sem lagður hefur verið í gegnum regnskóginn í ca. 25 m. hæð. Mér skilst að þetta sé bæði hæðsta og lengsta göngubraut af þessu tagi. Þrátt fyrir rigningu í upphafi göngunnar höfðum við mjög gaman af.
Sáum líka hina frægu 12 postula og Lord Arc Gorge. Þegar við vorum þar í haust höfðu Kristófer og Anna Ólöf rist nafnið sitt í stóran stein á ströndinni og var nú hafist handa við að finna undirskriftirnar þeirra! Steinninn var svo stór í haust að Anna og Kristó höfðu staðið upprétt og skrifað ca í brjósthæð en nú náði sandurinn næstum yfir steininn. Við urðum að krjúpa og grafa í sandinn til að finna nöfnin þeirra en það hafðist nú samt og var myndað í bak og fyrir.
Það fór nú þannig að þrátt fyrir að gista eina nótt á leiðinni náðum við í raun ekki lengra eftir slóðinni en við höfum áður gert. Þegar þarna var komið sögu var langt liðið á daginn og gestirnir áttu bókað flug til Bankok þá um kvöldið. Það var því ekki annað í stöðunni en að snúa við og aka hraðbrautina heim.
Frá því við komum til Melbourne var búið að lofa Thelmu Kristínu að það yrði haldið upp á platafmæli á meðan amma og afi væru í heimsókn þar sem ljóst væri að þau kæmust ekki í afmælisveisluna í febrúar. Við höfðum lagt á ráðin um að halda veisluna þarna um kvöldið. Það var og gert þegar heim kom. Ég hljóp út og sótti handa okkur pizzu og ístertu á meðan gestirnir kláruðu að pakka niður. Svo var afmælissöngurinn sunginn ("hún er korter í fimm í dag!"), pakkar opnaðir, blásið á kerti og allt tilheyrandi. Ekki margir sem fá svona auka afmæli!

En svo var komið að kveðjustund. Bankok beið ferðalanganna og þeir kvöddu okkur þá um kvöldið. Frábært ferðalag á enda, af okkar hálfu, en enn fleiri ævintýri í vændum fyrir aðra. Það var alveg einstök upplifun að fá að vera með í þessari ferð, henni munum við aldrei gleyma. Þökkum ferðafélögunum kærlega fyrir meiriháttar stundir!
Sögulok!!!!
Sátum í rólegheitum í þessum fína morgunmat á hótelinu og spáðum í spilin. Að lokum var ákveðið að skipta liði; hinir hraustu og huguðu Maron, Kiddi og Snorri ákváðu að klífa Harbour Bridge en við hin, sem kjósum heldur hið ljúfa líf ákváðum að fara með lyftu upp í Sydney towers og njóta sama útsýnis.
Hófum þó leikinn á kaffibolla niðri í Rocks (gamla hverfinu) áður en leiðir skildu. Við Svanfríður, Thelma Kristín og Kristján röltum í gegnum bæinn áleiðis að turninum mikla.
Thelma Kristín með Sydney Tower í baksýn

Þegar við komum að miðasölunni sáum við fljótlega að það var miklu sniðugra að fara upp á annan veitingastaðanna í hádegismat og sitja þar og njóta útsýnisins í stað þess að borga sig upp með lyftunni annars vegar og kaupa svo hádegismat á kaffiteríunni (sem ekki snerist eins og veitingastaðurinn)hins vegar.
Pöntuðum því þetta fína buffet og tókum lyftuna upp í 250 m. háan turninn. Ferðin tók um 40 sekúndur. Urðum sko ekki fyrir vonbrigðum þegar við komum upp, ofsalega fínn veitingastaður sem snerist, eins og Perlan, með milljón dollara útsýni. Maturinn var heldur ekki af verri endanum, kokkar hlóðu á diskana ostrum, krókódílum, kengúrum, kameldýrum og öðru góðgæti! Heyrði konu við hliðina á mér spyrja hvort þau væru ekki með snákinn í dag, en nei, því miður, ekki í dag!! Kokkarnir voru greinilega ekki vanir því að börn kæmu í hlaðborðið en reyndu sitt allra besta við að benda okkur á það sem börnum gæti mögulega þótt gott. Þegar ég kom aftur að borðinu til þeirra í aðra umferð fóru þeir strax að bjóðast til að steikja handa henni franskar eða kjúklinganagga en ég afþakkaði pent enda daman hæstánægð með hakkabuff og pasta (og fannst meira að segja krókódíllinn góður). Þarna sátum við svo lungan úr deginum, sötruðum freyðivín og horfðum niður á Sidney. Reyndum af mesta mætti að koma auga á hetjurnar okkar í hvert sinn sem við "sigldum" fram hjá brúnni en við sátum svo hátt fyrir ofan þær að það var ómögulegt að bera kennsl á strákana.
Thelma Kristín .. og pabbi og co í baksýn!!

Gengum svo niður í Darling Harbour og vorum jafnvel að hugsa um að kíkja á sædýrasafnið, sem ku vera eitt það besta í heimi... Thelma fann allaveganna hann Nemo sinn í gjafabúðinni.

Við vorum hins vegar að renna út á tíma. Strákarnir voru komnir niður af brúnni og sátu víst og gæddu sér á kengúrupizzu! Brúarklifið hafði tekist vel en eitthvað reyndu nú hetjurnar að gera lítið úr þeim líkamlegu átökum sem ferðin krafðist. Ákváðum að hittast uppi á hóteli þar sem við þurftum að sækja farangurinn áður en við héldum út á flugvöll. Svo varð úr en þegar við báðum starfsfólkið í lobbyinu að panta fyrir okkur stóran leigubíl kom í ljós að það var allt of löng bið eftir slíku farartæki og við yrðum bara að taka tvo venjulega. Við héldum út á götu og byrjuðum að flauta. Ekki leið á löngu þar til við höfðum stoppað einn bíl. Ekki man ég alveg hvernig það kom til en allt í einu var líka þarna 8 manna bíll með bílstjóra.. hvergi merktur sem leigubíll sem bauðst til að skutla okkur út á völl fyrir 10 dollara á mann. Áður en við vissum af vorum við komin upp í bíl og sátum svo og nöguðum neglurnar á leiðinni út á völl, hálfsmeyk um að bílstjórinn og vinur hans í farþegasætinu væru kannski félagar Osama bin Laden eða eitthvað þaðan af verra. Hefum betur sleppt þessum fordómum því við komumst auðvitað heilu og höldnu út á flugvöll!
Flugið til Melbourne var mjög þægilegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég flýg innanlands með Qantas (maður er alltaf að fljúga með lággjaldaflugfélögum) og þeir komu skemmtilega á óvart. Í raun var þetta þægilegra flug í alla staði en Air New Zealand.. gott að þið hafið þetta í huga þegar þið planið næstu heimsreisu.
Þegar við lentum í Melbourne var langt liðið á kvöldið og við komum okkur strax heim í heiðardalinn. Kristófer og Svanfríður komu með okkur en Kristján og Snorri gistu á flottasta hótelinu í bænum!
18. nóvember
Úff.. bara venjulegur föstudagur... þvílík magalending! Eftir morgunmat löbbuðu amma og afi með Thelmu Kristínu á leikskólann og fengu að sjá slotið. Þau fóru svo með Maroni og kíktu á skrifstofuna og röltu loks um Queen Victoria Market og miðbæinn.
Mín fór langþráða ferð í þvottahúsið og um eftirmiðdaginn fór ég með Thelmu Kristínu í Ready Set Go í skólanum.
Tengdó og Maron komu heim með þessa fínu kengúrusteik sem var að sjálfsögðu skellt á grillið og Krisján og Snorri komu og borðuðu með okkur. Kristján grillmeistari var við stjórnvölin og úr þessu varð dýrindis veisla.
19. nóvember
Vöknuðum snemma og vorum mætt í pick up fyrir vínferð klukkan níu. Fórum í skipulagða ferð um vínekrur Yarra dalsins hér norðaustan af Melbourne. Þar var ungur strákur, hann Chris, sem leiddi okkur í allan sannleikann um vín og vínsmökkun. Skoðuðum þrjár vínekrur og eina freyðivínsverksmiðju. Smökkuðum fullt af góðum vínum og átum góðan mat. Þetta var ofsalega gaman og okkur fannst við vera að springa af kunnáttu um vín á eftir. Festum kaup á þó nokkrum flöskum af hinum ýmsu tegundum sem biðu nú smökkunar í sumarbústaðarferðinni sem framundan var.
Chris að leiða okkur í allan sannleika um Moet & Chandon freyðivín

Þegar heim var komið tókum við smá kríu og höfðum okkur til áður en haldið var í fordrykk niður á hótel til strákanna. Við höfðum pantað fyrir þá herbergi á vinsælasta hóteli borgarinnar, Crown, en það er í raun heilt "entertainmentcomplex". Þarna er að finna tvö hótel, spilavíti, bíó, keilusal, verslanir, veitingastaði og fleira.. í raun gæti maður verið þarna inni dögum saman án þess að láta sér leiðast.
Eftir fordrykk og almenna hótelskoðun fórum við niður á "Southbank" sem er göngugata sem liggur utan við hótelin. Þar liggur hver veitingastaðurinn við annan en þrátt fyrir það máttum við ganga dágóðan spöl, og líta við á ansi mörgum stöðum áður en við fengum borð. Höfðum eiginlega alveg gleymt því að það var laugardagur.. allir dagar laugardagar hjá okkur undanfarið.
Borðuðum að lokum á Funk Fish á Federation Square, sem er einmitt uppáhaldsstaðurinn hans Marons. Fengum líka öll mjög góðan fisk í matinn og dýrðlega eplaköku í desert.
Thelma Kristín var nú orðin ansi þreytt eftir matinn enda langt liðið á kvöld. Hún gerði sér bara lítið fyrir og lagðist á bekk þarna inni (við vorum síðustu gestirnir) og svaf þar vært þar til hún var borin inn í leigubíl.
20. nóvember
Áttum von á húsgagnasendingu um morguninn. Vorum að kaupa nýtt sófaborð og skáp í stofuna. Ætluðum nú bara að taka við þessu og koma okkur út en áður en við vissum af var búið að taka utan af öllum herlegheitunum og tengdó komin í hörku vinnu við húsgagnasamsetningar. Snorri og Kristján litu við hjá okkur enda höfðu strákarnir hug á að fylgjast með uppboði á íbúð hér í "complexinu" hjá okkur sem fram átti að fara eftir hádegið. Eftir almennar nágrannanjósnir og hádegismat á svölunum fóru Maron, Kiddi og Snorri niður í bæ að sækja bílaleigubíl sem við höfðum verið að leigja. Planið var að fara í ferðalag morguninn eftir og við höfðum ákveðið að taka einn stóra bíl fyrir okkur saman í stað þess að við færum með tengdó á okkar bíl og Kristján og Snorri myndu leigja bíl handa sér.
Þeir sóttu okkur stelpurnar svo (Kristján hafði farið á undan okkur) og við fengum okkur göngutúr niðri í St. Kilda. Héldum að því loknu aftur niður á Southbank. Við höfðum nú haft vaðið fyrir neðan okkur og pantað borð á veitingastað þar. Áttum þar góða stund yfir góðum mat, enn og aftur! Á eftir fórum við að sjá jólasýningu hjá Crown, voða fínar jólaskreytingar sem hreyfast á hálftíma fresti, koma niður úr loftinu, snúast, syngja og þar fram eftir götunum. Sú stutta hafði auðvitað mjög gaman af. Amman fór svo með dömuna upp á hótelherbergi á meðan við hin kíktum aðeins inn í spilavítið. Þetta er stærsta spilavíti á suðurhveli jarðar en við Maron höfum ekki áður komið þarna inn og notuðum því tækifærið þegar barnapössun bauðst. Við komum inn í miðjan salinn og þegar litið var til beggja hliða var ekki hægt að sjá út í enda, svo stór var salurinn. Við tókum strauið til vinstri en þrátt fyrir hálftíma göngu náðum við ekki út í enda!!
21. nóvember
Vorum snemma á fótum enda mikið ferðalag fyrir höndum. Vorum á leið hinn fræga "Great Ocean Road" sem dyggir lesendur ættu að vera farnir að kannast við enda í þriðja sinn sem við hjúin leggjum í hann! Nú rættist reyndar langþráður draumur um að sofa eina nótt á leiðinni í stað þess að bruna 700 km á einum degi!
Vorum lögð af stað um 8 leytið og byrjuðum á að ná í strákana í bæinn. Brunuðum svo sem leið lá í gegnum Geelong til bæjarins Torquay sem liggur við upphaf "Sjávarleiðarinnar miklu". Þar áttum við sko bókað á brimbrettanámskeið klukkan 10. Skelltum okkur í blautbúninginn og héldum á ströndina. Thelma Kristín fékk að vera með ömmu á ströndinni og horfa á okkur.
Þetta var alveg þrælgaman verð ég að segja. Maron brettakall er auðvitað alveg kominn með bakteríuna og stefnum að því að fara aftur sem allra fyrst. Mín var voða ánægð með sig enda farin að standa upp í fyrsta tíma... kannski maður sé bara búinn að finna réttu hilluna hvað varðar líkamsrækt!
Flottust!

Eftir vel verðskuldaðan hádegisverð héldum við ferðinni áfram. Stoppuðum á golfvellinum í Angle Sea sem er frægur fyrir kengúrurnar sem þar vappa um. Fengum okkur kaffibolla í golfskálanum en sáum engar kengúrur þrátt fyrir að þær hefðu skilið eftir úrgang um allar jarðir. Vorum búin að gefa upp vonina og komin út í bíl þegar við rákum augun í þrjár kengúrur sem bitu gras á æfingasvæðinu. Keyrðum líka á bak við svæðið og sáum þær "up close and personal".

Ókum svo sem leið lá eftir Surf Beach kræklóttan veginn að Appollo Bay, sumarleyfis þorpi sem liggur um miðja Sjávarleið. Versluðum kjöt á grillið áður en haldið var í sumarbústaðinn. Þetta var þessi fíni bústaður sem við höfðum pantað, mjög huggulegur með frábæru útsýni.
Eftir góða nautasteik og hins ýmsu vín úr vínsmökkuninni góðu fórum við í kvöldgöngu inn í regnskóginn. Sáum nokkrar kengúrur í upphafi en fundum svo ekki fleiri dýr fyrr en sumir fóru að tína blóðsugur af leggjunum á sér eftir að heim var komið!!
22. nóvember
Gengum frá dótinu okkar strax eftir morgunmat og eftir að hafa kvatt þýsku gestgjafana okkar (og Thelma hafði gefið hestunum brauðleifarnar) var haldið áfram eftir Sjávarleiðinni miklu.
Komum við á Otway "flugbrautinni", göngustíg sem lagður hefur verið í gegnum regnskóginn í ca. 25 m. hæð. Mér skilst að þetta sé bæði hæðsta og lengsta göngubraut af þessu tagi. Þrátt fyrir rigningu í upphafi göngunnar höfðum við mjög gaman af.
Sáum líka hina frægu 12 postula og Lord Arc Gorge. Þegar við vorum þar í haust höfðu Kristófer og Anna Ólöf rist nafnið sitt í stóran stein á ströndinni og var nú hafist handa við að finna undirskriftirnar þeirra! Steinninn var svo stór í haust að Anna og Kristó höfðu staðið upprétt og skrifað ca í brjósthæð en nú náði sandurinn næstum yfir steininn. Við urðum að krjúpa og grafa í sandinn til að finna nöfnin þeirra en það hafðist nú samt og var myndað í bak og fyrir.
Það fór nú þannig að þrátt fyrir að gista eina nótt á leiðinni náðum við í raun ekki lengra eftir slóðinni en við höfum áður gert. Þegar þarna var komið sögu var langt liðið á daginn og gestirnir áttu bókað flug til Bankok þá um kvöldið. Það var því ekki annað í stöðunni en að snúa við og aka hraðbrautina heim.
Frá því við komum til Melbourne var búið að lofa Thelmu Kristínu að það yrði haldið upp á platafmæli á meðan amma og afi væru í heimsókn þar sem ljóst væri að þau kæmust ekki í afmælisveisluna í febrúar. Við höfðum lagt á ráðin um að halda veisluna þarna um kvöldið. Það var og gert þegar heim kom. Ég hljóp út og sótti handa okkur pizzu og ístertu á meðan gestirnir kláruðu að pakka niður. Svo var afmælissöngurinn sunginn ("hún er korter í fimm í dag!"), pakkar opnaðir, blásið á kerti og allt tilheyrandi. Ekki margir sem fá svona auka afmæli!

En svo var komið að kveðjustund. Bankok beið ferðalanganna og þeir kvöddu okkur þá um kvöldið. Frábært ferðalag á enda, af okkar hálfu, en enn fleiri ævintýri í vændum fyrir aðra. Það var alveg einstök upplifun að fá að vera með í þessari ferð, henni munum við aldrei gleyma. Þökkum ferðafélögunum kærlega fyrir meiriháttar stundir!
Sögulok!!!!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home