Síðasti grasekkjudagurinn
Síðasti grasekkjudagurinn - Maron kominn upp í flugvél á leið heim... loksins loksins. Tæpar þrjár vikur án hans eru alveg nóg takk fyrir!
Héðan er annars helst að frétta að Ástralar eru gersamlega að tapa sér yfir því að Kylie Minogue hafi greinst með brjóstakrabbamein, ég hef aldrei séð annað eins - það mætti halda að konugreyið hafi þegar hrokkið upp af, slíkur er æsingurinn. Blöð og sjónvarpsstöðvar keppast við að draga fram gamlar Nágrannastjörnur sem lýsa því yfir með tárin í augunum að þær séu í algeru sjokki en að Kylie sé baráttukona og hún muni komast í gegnum þetta. Keypti blaðið í gær og það var ekki fyrr en á bls. 10 sem önnur frétt komst að þann daginn. Alls kyns viðtöl, tímalínur (fædd 1968...o.s.frv. - vantar bara Dáin 2005!) og pælingar um þá meðferð sem framundan er, lífslíkur o.s.frv. Allir líka voða glaðir yfir því að þetta skuli hafa komið upp þegar hún var í Melbourne ... nálægt fjölskyldunni og allt það. Það var auðvitað löngu uppselt á alla þá tónleika sem hún átti að halda í Ástralíu. Aðsóknin var slík í Melbourne að hún átti að halda 6 tónleika í röð. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að undanfarnar vikur og mánuði hafa styrktarsamtök brjóstakrabbameins (ef svo má að orði komast) staðið fyrir mikilli söfnun og vakningu um sjúkdóminn, m.a. með því að safna saman 11.500 konum (sami fjöldi og greinist árlega) inn á fótboltavöll í bleikum ponchoum og mynda risastóra mynd af konu. Þessar fréttir með Kylie ýta þvílíkt undir þennan góða áróður og nú stoppa ekki símalínur söfnunarinnar fyrir fólki sem vill greiða andvirði tónleikamiðans í söfnunina. .... En nóg um Kylie.. ég held ég sé að smitast af áströlsku pressunni!
Haldið ekki að margmenningarsamfélagið Ástralía ætli að sýna Eurovision í sjónvarpinu! Hér er auðvitað svo mikið af innflytjendum frá Evrópu (aðallega Bretlandi og Austantjaldslöndunum) að SBS (sjónvarpsstöð sem gerir mikið út á margmenningu) ætlar að sýna Eurovision. Málið er bara það að vegna tímamismunar er keppnin haldin á föstudags- og sunndagsmorgni hér svo SBS ætlar að bíða til kvölds með sýninguna, þ.e. við sjáum Eurovision á föstudags- og sunnudagskvöldi þannig að við ætlum að vera í sóttkví á föstudag og sunnudag takk fyrir - vil ekki fá símtöl með úrslitunum... ekki einu sinnu þó við vinnum!
Annars er allt gott að frétta af okkur. Fórum að skoða skólann á þriðjudagsmorgun (í skítakulda NB - ég var í frekar þykkri peysu og ég var að frjósa þegar við stóðum úti). Mér leist rosalega vel á þetta allt saman. Húsnæðið er reyndar gamalt en MR-ingar láta það nú ekki á sig fá, bara sjarmerandi finnst mér - kannski ágætt að verslingurinn er í útlöndum! Nemendur eru um 420 og nemendur í bekk um 20 (þykir það ekki nokkuð gott?) Tölvur í hverri kennslustofu og mikil áhersla lögð á einstaklingsbundið nám og sjálfstraust. Fórum líka á fyrsta foreldrafundinn í gærkvöldi og ég var enn mjög imponeruð eftir hann. Skólastjórinn er mjög indæl og aðal "prep" kennarinn er alveg frábær. Ég var líka mjög ánægð með þá þjónustu hjá þeim að bjóða upp á barnapössun fyrir þá foreldra sem þurftu að taka börnin með ;o)
Ég hef líka heyrt það frá fólki sem þekkir til og hefur skoðað skólana hér í kring að þessi sé mjög góður. Þar sem Thelma Kristín verður ekki í skóla í Ástralíu nema í ca 2 ár þá held ég að við þurfum ekki að leita frekar - og skráningarpappírarnir eru komnir á eldhúsborðið.
Á morgun á hún að mæta í fyrsta "Ready, set, go" prógrammið. Þetta er í raun aðlögunarferli sem stendur þar til skólinn byrjar í febrúar. Krakkarnir fá að hitta kennarana og venjast skólanum. Þar sem foreldrar í Ástralíu geta valið hvort börnin byrja 5 eða 6 ára í skóla er þetta líka hugsað til að foreldrar sjái hvernig börnin aðlagast og geti þá tekið ákvörðun byggða á því hvort þau séu tilbúin að byrja 5 ára eða hvort best sé að bíða eitt ár enn.
Við mæðgur ætlum annars að vera rólega svona síðasta daginn í grasekkju. Líklega langt þangað til við fáum svona rólegheit aftur (ekki það að ég er búin að fá alveg nóg fyrir lífstíð!) þar sem Kristófer og Anna Ólöf koma á mánudaginn og verða þar til við förum til Íslands í sumar - svo sem betur fer eru miklar annir framundan!
Veðrið er æðislegt í dag, 20 stiga hiti og sól. Ætli við mæðgur setjumst ekki bara á róluvöllinn og höfum það náðugt. Ætlaði nú að fara að versla en við nennum því hvorugar. Best að fá Maron bara með okkur um helgina - það er ekki eins og ég ætli að elda fyrir hann fyrsta kvöldið hans heima - Eurovisionkvöld - það verður pöntuð pizza!!!!
Jæja, best að koma sér út í góða veðrið. Læt heyra í mér í næstu viku þegar lífið kemst aftur á "full swing".
Bestu kveðjur
Unnur Gyða
Héðan er annars helst að frétta að Ástralar eru gersamlega að tapa sér yfir því að Kylie Minogue hafi greinst með brjóstakrabbamein, ég hef aldrei séð annað eins - það mætti halda að konugreyið hafi þegar hrokkið upp af, slíkur er æsingurinn. Blöð og sjónvarpsstöðvar keppast við að draga fram gamlar Nágrannastjörnur sem lýsa því yfir með tárin í augunum að þær séu í algeru sjokki en að Kylie sé baráttukona og hún muni komast í gegnum þetta. Keypti blaðið í gær og það var ekki fyrr en á bls. 10 sem önnur frétt komst að þann daginn. Alls kyns viðtöl, tímalínur (fædd 1968...o.s.frv. - vantar bara Dáin 2005!) og pælingar um þá meðferð sem framundan er, lífslíkur o.s.frv. Allir líka voða glaðir yfir því að þetta skuli hafa komið upp þegar hún var í Melbourne ... nálægt fjölskyldunni og allt það. Það var auðvitað löngu uppselt á alla þá tónleika sem hún átti að halda í Ástralíu. Aðsóknin var slík í Melbourne að hún átti að halda 6 tónleika í röð. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að undanfarnar vikur og mánuði hafa styrktarsamtök brjóstakrabbameins (ef svo má að orði komast) staðið fyrir mikilli söfnun og vakningu um sjúkdóminn, m.a. með því að safna saman 11.500 konum (sami fjöldi og greinist árlega) inn á fótboltavöll í bleikum ponchoum og mynda risastóra mynd af konu. Þessar fréttir með Kylie ýta þvílíkt undir þennan góða áróður og nú stoppa ekki símalínur söfnunarinnar fyrir fólki sem vill greiða andvirði tónleikamiðans í söfnunina. .... En nóg um Kylie.. ég held ég sé að smitast af áströlsku pressunni!
Haldið ekki að margmenningarsamfélagið Ástralía ætli að sýna Eurovision í sjónvarpinu! Hér er auðvitað svo mikið af innflytjendum frá Evrópu (aðallega Bretlandi og Austantjaldslöndunum) að SBS (sjónvarpsstöð sem gerir mikið út á margmenningu) ætlar að sýna Eurovision. Málið er bara það að vegna tímamismunar er keppnin haldin á föstudags- og sunndagsmorgni hér svo SBS ætlar að bíða til kvölds með sýninguna, þ.e. við sjáum Eurovision á föstudags- og sunnudagskvöldi þannig að við ætlum að vera í sóttkví á föstudag og sunnudag takk fyrir - vil ekki fá símtöl með úrslitunum... ekki einu sinnu þó við vinnum!
Annars er allt gott að frétta af okkur. Fórum að skoða skólann á þriðjudagsmorgun (í skítakulda NB - ég var í frekar þykkri peysu og ég var að frjósa þegar við stóðum úti). Mér leist rosalega vel á þetta allt saman. Húsnæðið er reyndar gamalt en MR-ingar láta það nú ekki á sig fá, bara sjarmerandi finnst mér - kannski ágætt að verslingurinn er í útlöndum! Nemendur eru um 420 og nemendur í bekk um 20 (þykir það ekki nokkuð gott?) Tölvur í hverri kennslustofu og mikil áhersla lögð á einstaklingsbundið nám og sjálfstraust. Fórum líka á fyrsta foreldrafundinn í gærkvöldi og ég var enn mjög imponeruð eftir hann. Skólastjórinn er mjög indæl og aðal "prep" kennarinn er alveg frábær. Ég var líka mjög ánægð með þá þjónustu hjá þeim að bjóða upp á barnapössun fyrir þá foreldra sem þurftu að taka börnin með ;o)
Ég hef líka heyrt það frá fólki sem þekkir til og hefur skoðað skólana hér í kring að þessi sé mjög góður. Þar sem Thelma Kristín verður ekki í skóla í Ástralíu nema í ca 2 ár þá held ég að við þurfum ekki að leita frekar - og skráningarpappírarnir eru komnir á eldhúsborðið.
Á morgun á hún að mæta í fyrsta "Ready, set, go" prógrammið. Þetta er í raun aðlögunarferli sem stendur þar til skólinn byrjar í febrúar. Krakkarnir fá að hitta kennarana og venjast skólanum. Þar sem foreldrar í Ástralíu geta valið hvort börnin byrja 5 eða 6 ára í skóla er þetta líka hugsað til að foreldrar sjái hvernig börnin aðlagast og geti þá tekið ákvörðun byggða á því hvort þau séu tilbúin að byrja 5 ára eða hvort best sé að bíða eitt ár enn.
Við mæðgur ætlum annars að vera rólega svona síðasta daginn í grasekkju. Líklega langt þangað til við fáum svona rólegheit aftur (ekki það að ég er búin að fá alveg nóg fyrir lífstíð!) þar sem Kristófer og Anna Ólöf koma á mánudaginn og verða þar til við förum til Íslands í sumar - svo sem betur fer eru miklar annir framundan!
Veðrið er æðislegt í dag, 20 stiga hiti og sól. Ætli við mæðgur setjumst ekki bara á róluvöllinn og höfum það náðugt. Ætlaði nú að fara að versla en við nennum því hvorugar. Best að fá Maron bara með okkur um helgina - það er ekki eins og ég ætli að elda fyrir hann fyrsta kvöldið hans heima - Eurovisionkvöld - það verður pöntuð pizza!!!!
Jæja, best að koma sér út í góða veðrið. Læt heyra í mér í næstu viku þegar lífið kemst aftur á "full swing".
Bestu kveðjur
Unnur Gyða
0 Comments:
Post a Comment
<< Home