Rólegheit rólegheit
Bara nokkrar línur um allt og ekkert... erum alveg að detta dauðar niður úr rólegheitum! En nú er von á Maroni heim á föstudag og svo Kristófer og Önnu Ólöfu eftir helgi og þá kemur nú heldur betur líf í kotið.
Fórum í Kringluna á fimmtudag - jú, mín keyrði. Sú stutta er nú að öðlast traust á ökuleikni móður sinnar því hún sagði ekki orð þegar við stigum upp í bílinn. Röltum um búðirnar í nokkra tíma. Ég ætlaði nú að kaupa föt á mig en endaði auðvitað bara með barnaföt í poka.. fyrir utan inniskóna sem ég VARÐ að kaupa af illri nauðsyn því gólfin hér eru að verða ansi köld á morgnana. Anna Ólöf! Við förum barnlausar í Kringluna þegar þú kemur og förum í tískubúðirnar - er það ekki??
Maron ætlaði nú að reyna að versla svolítið í Chile, mér skilst að fötin þar kosti FREKAR lítið! Sjáum hvað hann kemur með heim handa frúnni??
Á föstudaginn fórum við aftur á dótasafnið og skiptum út dótinu. Thelma valdi sér m.a. púsluspil með 35 bitum (ekki á spjaldi). Hún var svo dugleg að púsla það að ég leyfði henni að prófa púsl með 100 bitum sem bróðir hennar á ... og viti menn, hún rúllaði því upp eins og ekkert væri! Ég var alveg bit!
Eftir hádegið á föstudag fórum við á bókasafnið. Við tókum bæjarrútuna (community bus) sem er ókeypis strætó sem gengur á milli helstu opinberu staða í hverfinu, barnaheimila, skóla, heilsugæslustöðva o.s.frv. Okkur fannst alveg upplagt að prófa þetta því strætóinn stoppar hérna við dyrnar hjá okkur og fer m.a. á bókasafnið. Ég fékk nú nett hláturskast þegar við komum upp í strætó því meðalaldurinn var svona um 72 ár (eftir að við Thelma komum inn) og allir farþegarnir þekktu bílstjórann með nafni! "Next stop Michael! Thank you Michael" !! En hvað um það, við komumst á bókasafnið eftir smá bíltúr um hverfið og ætlum nú aldeilis að ná okkur í bækur.
Það fór nú svo að við fengum bara bráðabirgðaskírteini og máttum taka tvær bækur! Ástæðan fyrir því að ég fékk ekki almennilegt skírteini er svolítið skondin. Það er sko þannig hér í Ástralíu að kennitölur eða nafnnúmer eru ekki notuð. Þess vegna þarf maður að sanna bæði nafn og heimilisfang þegar maður sækir um alls kyns hluti.. eins og t.d. bókasafnsskírteini. Eðlilega á ég ekki nein skilríki þar sem fram kemur að ég búi á Tennyson Strett og því þarf maður að mæta með póst sem maður hefur fengið frá virtri stofnu, t.d. banka eða ríkinu, þar sem fram kemur nafn og heimilisfang. Fyndni parturinn er að þegar maður sækir um bankareikning þarf maður ekki að sanna neitt varðandi heimilisfang, maður bara segir hvar maður býr og er treyst fyrir því... en svo er pósturinn frá bankanum notaður sem sönnun um rétt heimilisfang... af hverju getur bara bókasafnið ekki treyst því að ég sé að segja satt eins og bankinn!!!!!!!!!
Alla veganna, fengum tvær bækur lánaðar og tókum svo strætóinn aftur til baka. Veðrið á laugardaginn var alveg frábært svo við sátum bara úti á svölum í rólegheitum, röltum svo út á róló og tókum með okkur teppi og sátum þar í svolitla stund. Dagarnir líða nú oftast eitthvað á þessa leið á meðan við erum bara tvær í kotinu, röltum út á róló, í búðina og kannski bakaríið. Voðalega ljúft líf... en kannski svolítið leiðigjarnt til lengdar.
Ætluðum að hitta íslensku stelpuna og strákinn hennar aftur á sunnudag en vegna veikinda varð ekkert úr því... ætlum að hitta þau aftur við fyrsta tækifæri.
Yfir í allt aðra sálma... Thelma Kristín er mikið að pæla í Guði þessa dagana, hvort hann sé til, hvert hlutverk hans sé, hvort hann sé ósýnilegur, hvort hann eigi heima á himnum o.s.frv. Ég geri mitt besta í að svara spurningunum (eins pólitískt rétt og ég get) en tók eftir því, mér til mikillar gleði, að í öllu spurningarflóðinu talaði daman alltaf um Guð í kvenkyni. Hún spurði alltaf hvort HÚN ætti heima á himnum og hvort HÚN væri ósýnileg! Áhugavert!
Ein skemmtisaga af leikskólanum. Þegar ég sótti Thelmu á miðvikudaginn var deildarstjórinn alveg himilifandi yfir því hvað sú stutta hafði verið dugleg um daginn. Hún hafði talað mikið og sagt heilar setningar. Hún hafði víst raðað saman fullt af stólum og deildarstjórinn hélt að þetta hefði átt að vera strætó. Svo hafði hún sagt við kennarann að hún skildi "sit down here" og svo bætt við "we need more people". Annar starfsmaður hljóp þá til og kallaði til fleiri börn sem settust í "strætóinn" en eftir smá stund hafi Thelma ekkert viljað með börnin hafa... þær skildu nú ekki alveg af hverju. Eftir að við komum heim fór ég að spyrja Thelmu hvort hún hafi verið að búa til strætó.. daman kom alveg af fjöllum og harðneitaði því. En hvað varstu þá að raða stólum og segja Margie að setjast niður sagði ég. "Já, það!" sagði Thelma Kristín "ég var að búa til leikhús og svo komu krakkarnir og hlustuðu ekkert á mig og þá vildi ég ekkert hafa þau í leikshúsinu"!!! Smá misskilningur.
Verð að bæta því hér við að þegar ég sótti Thelmu Kristínu á miðvikudaginn var HÆNA inni á leikskólalóðinni. Einn starfsmaðurinn hafði víst fundið hana og hélt að um væri að ræða gæludýr! Foreldrar voru beðnir um að passa að hleypa hænunni ekki út því verið væri að hafa upp á eigendunum. Talandi um að búa í margra milljóna manna stórborg!
Á morgun er opið hús í skólanum sem Thelma fer í í haust. Ég hlakka til að fara og sjá hvernig þetta lítur út. Á miðvikudagskvöld er svo foreldrafundur og á föstudaginn fyrsti undirbúningstíminn. Ég hefði líka vilja hitta skólastjórann prívat og ganga formlega frá skráningunni svo það verður nóg að gera í skólamálum þessa vikuna.
Jæja, hef ekki meira að segja í bili. Þar til næst...
Kveðja
Unnur
Fórum í Kringluna á fimmtudag - jú, mín keyrði. Sú stutta er nú að öðlast traust á ökuleikni móður sinnar því hún sagði ekki orð þegar við stigum upp í bílinn. Röltum um búðirnar í nokkra tíma. Ég ætlaði nú að kaupa föt á mig en endaði auðvitað bara með barnaföt í poka.. fyrir utan inniskóna sem ég VARÐ að kaupa af illri nauðsyn því gólfin hér eru að verða ansi köld á morgnana. Anna Ólöf! Við förum barnlausar í Kringluna þegar þú kemur og förum í tískubúðirnar - er það ekki??
Maron ætlaði nú að reyna að versla svolítið í Chile, mér skilst að fötin þar kosti FREKAR lítið! Sjáum hvað hann kemur með heim handa frúnni??
Á föstudaginn fórum við aftur á dótasafnið og skiptum út dótinu. Thelma valdi sér m.a. púsluspil með 35 bitum (ekki á spjaldi). Hún var svo dugleg að púsla það að ég leyfði henni að prófa púsl með 100 bitum sem bróðir hennar á ... og viti menn, hún rúllaði því upp eins og ekkert væri! Ég var alveg bit!
Eftir hádegið á föstudag fórum við á bókasafnið. Við tókum bæjarrútuna (community bus) sem er ókeypis strætó sem gengur á milli helstu opinberu staða í hverfinu, barnaheimila, skóla, heilsugæslustöðva o.s.frv. Okkur fannst alveg upplagt að prófa þetta því strætóinn stoppar hérna við dyrnar hjá okkur og fer m.a. á bókasafnið. Ég fékk nú nett hláturskast þegar við komum upp í strætó því meðalaldurinn var svona um 72 ár (eftir að við Thelma komum inn) og allir farþegarnir þekktu bílstjórann með nafni! "Next stop Michael! Thank you Michael" !! En hvað um það, við komumst á bókasafnið eftir smá bíltúr um hverfið og ætlum nú aldeilis að ná okkur í bækur.
Það fór nú svo að við fengum bara bráðabirgðaskírteini og máttum taka tvær bækur! Ástæðan fyrir því að ég fékk ekki almennilegt skírteini er svolítið skondin. Það er sko þannig hér í Ástralíu að kennitölur eða nafnnúmer eru ekki notuð. Þess vegna þarf maður að sanna bæði nafn og heimilisfang þegar maður sækir um alls kyns hluti.. eins og t.d. bókasafnsskírteini. Eðlilega á ég ekki nein skilríki þar sem fram kemur að ég búi á Tennyson Strett og því þarf maður að mæta með póst sem maður hefur fengið frá virtri stofnu, t.d. banka eða ríkinu, þar sem fram kemur nafn og heimilisfang. Fyndni parturinn er að þegar maður sækir um bankareikning þarf maður ekki að sanna neitt varðandi heimilisfang, maður bara segir hvar maður býr og er treyst fyrir því... en svo er pósturinn frá bankanum notaður sem sönnun um rétt heimilisfang... af hverju getur bara bókasafnið ekki treyst því að ég sé að segja satt eins og bankinn!!!!!!!!!
Alla veganna, fengum tvær bækur lánaðar og tókum svo strætóinn aftur til baka. Veðrið á laugardaginn var alveg frábært svo við sátum bara úti á svölum í rólegheitum, röltum svo út á róló og tókum með okkur teppi og sátum þar í svolitla stund. Dagarnir líða nú oftast eitthvað á þessa leið á meðan við erum bara tvær í kotinu, röltum út á róló, í búðina og kannski bakaríið. Voðalega ljúft líf... en kannski svolítið leiðigjarnt til lengdar.
Ætluðum að hitta íslensku stelpuna og strákinn hennar aftur á sunnudag en vegna veikinda varð ekkert úr því... ætlum að hitta þau aftur við fyrsta tækifæri.
Yfir í allt aðra sálma... Thelma Kristín er mikið að pæla í Guði þessa dagana, hvort hann sé til, hvert hlutverk hans sé, hvort hann sé ósýnilegur, hvort hann eigi heima á himnum o.s.frv. Ég geri mitt besta í að svara spurningunum (eins pólitískt rétt og ég get) en tók eftir því, mér til mikillar gleði, að í öllu spurningarflóðinu talaði daman alltaf um Guð í kvenkyni. Hún spurði alltaf hvort HÚN ætti heima á himnum og hvort HÚN væri ósýnileg! Áhugavert!
Ein skemmtisaga af leikskólanum. Þegar ég sótti Thelmu á miðvikudaginn var deildarstjórinn alveg himilifandi yfir því hvað sú stutta hafði verið dugleg um daginn. Hún hafði talað mikið og sagt heilar setningar. Hún hafði víst raðað saman fullt af stólum og deildarstjórinn hélt að þetta hefði átt að vera strætó. Svo hafði hún sagt við kennarann að hún skildi "sit down here" og svo bætt við "we need more people". Annar starfsmaður hljóp þá til og kallaði til fleiri börn sem settust í "strætóinn" en eftir smá stund hafi Thelma ekkert viljað með börnin hafa... þær skildu nú ekki alveg af hverju. Eftir að við komum heim fór ég að spyrja Thelmu hvort hún hafi verið að búa til strætó.. daman kom alveg af fjöllum og harðneitaði því. En hvað varstu þá að raða stólum og segja Margie að setjast niður sagði ég. "Já, það!" sagði Thelma Kristín "ég var að búa til leikhús og svo komu krakkarnir og hlustuðu ekkert á mig og þá vildi ég ekkert hafa þau í leikshúsinu"!!! Smá misskilningur.
Verð að bæta því hér við að þegar ég sótti Thelmu Kristínu á miðvikudaginn var HÆNA inni á leikskólalóðinni. Einn starfsmaðurinn hafði víst fundið hana og hélt að um væri að ræða gæludýr! Foreldrar voru beðnir um að passa að hleypa hænunni ekki út því verið væri að hafa upp á eigendunum. Talandi um að búa í margra milljóna manna stórborg!
Á morgun er opið hús í skólanum sem Thelma fer í í haust. Ég hlakka til að fara og sjá hvernig þetta lítur út. Á miðvikudagskvöld er svo foreldrafundur og á föstudaginn fyrsti undirbúningstíminn. Ég hefði líka vilja hitta skólastjórann prívat og ganga formlega frá skráningunni svo það verður nóg að gera í skólamálum þessa vikuna.
Jæja, hef ekki meira að segja í bili. Þar til næst...
Kveðja
Unnur
0 Comments:
Post a Comment
<< Home