Maí 2005
G'day mates!
Undirrituð hefur nú verið einstæð móðir í 10 daga og tekist nokkuð vel upp. Við erum reyndar að verða dauðleiðar á einverunni en nú sér fyrir endan á þessu öllu. Höfum aðallega verið að dúllast hérna heima við þegar Thelma Kristín hefur ekki verið á leikskólanum og ég held við séum nú formlega búnar að prófa alla róluvelli í 2 km radíus.
Fórum að versla á föstudaginn sem er nú ekki í frásögu færandi nema af því ég fór á bílnum.. ein í fyrsta sinn. Búðin er nú ekki nema í ca. 2 km fjarlægt svo ferðalagið var ekki langt. Sú stutta var nú heldur skeptísk um að mamma sín gæti keyrt bílinn: "Mamma, ætlum við að keyra í búðina?" - "Já" - "Mamma, kanntu að keyra?" - "Já" - "Mamma, eigum við ekki frekar að fara bara í búðina hérna rétt hjá?" - "Hmm, nei". "Mamma, ertu viss um að þú kunnir að keyra bílinn?" - "Já" - "Er pabbi búinn að kenna þér?" "Nei, hann gerði það nú ekki!" Og svo þegar við komum út í bíl byrjaði hún aftur "Mamma, kanntu að keyra? "JÁ!!!" Á heimleiðinni hringdi svo gsm síminn minn og ég teygði mig í veskið til að leita að honum og svara, þá heyrðist úr aftursætinu: "Mamma, þetta er allt í lagi, láttu hann bara hringja!!!" Þvílíkt traust!!!
Ég hélt nú að það yrði lítið að gera svona á föstudagsmorgni í búðinni en það var nú öðru nær. Öll bílastæði upptekin og búðin troðfull af ellilífeyrisþegum í vikulegri verslunarferð, best að velja ekki þennan tíma næst. Ég er að hugsa um að hætta mér á bílnum út í verlunarmiðstöð á morgun. Það er svolítil keyrsla.. en beinn og breiður vegur alla leið. Best að demba sér bara í djúpu, venst víst ekki vinstri umferðinni fyrr en ég geri það.
Á laugardaginn fengum við sko líka heimsókn, ligga ligga lái! Fengum til okkar íslenska stelpu með strákinn sinn sem er 3 ára. Fyndin tilviljun að hún er líka uppalin í Melbænum.... ekki venjulegt þessi tengsl á milli Melbæjar og Melbourne! Við sóttum mæðginin á lestarstöðina og byrjuðum á því að labba út í hverfisskólann hér hjá okkur því þar var þessi fíni markaður í gangi. Krakkarnir fengu að fara í hoppukastala og voru voðalega ánægð með sig. Fórum svo heim til okkar og "tjilluðum" það sem eftir lifði dags. Miklu skemmtilegra að "hanga" svona saman en hvor í sínu horni. Við ætlum að reyna að hittast aftur í sunnudaginn - hlakka til.
Fengum meira að segja aftur heimsókn í gær - bara nóg að gera í sociallífinu. Við hittum Vanessu, vinkonu hennar Thelmu, og mömmu hennar á róluvellinum hér hjá okkur og þegar stelpurnar voru búnar að róla nóg fórum við yfir til okkar og við mömmurnar fengum okkur kaffisopa á meðan stelpurnar léku sér - voðalega huggulegt og Thelma Kristín himinlifandi yfir heimsókninni.
Verð að deila með ykkur einu gullkorni frá dömunni. Við vorum að borða morgunmat í gærmorgun og Thelma fékk ábót af morgunkorni. Eitthvað var mamman spör á mjólkina því sú stutta horfið á diskinn sinn og sagði: "Mamma, ég vil fá meiri mjólk svo þau drukkni betur" !!!
Í næstu viku byrjar undirbúningsprógram fyrir krakka sem byrja í skóla á næsta ári. Á þriðjudaginn er opið hús í skólanum og á miðvikudaginn foreldrafundur. Á föstudeginum eiga krakkarnir svo að mæta í "Ready, set, go!" prógram í skólanum. Þetta eru 10 skipti sem þau eiga að mæta í, ca 1 sinni í mánuði þar til skólinn byrjar í febrúar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þau ætla að byrja að undirbúa krakkana - vona bara að Thelma skilji eitthvað!
Það hafa margir kvartað yfir því að geta ekki sett inn "comment" á síðuna mína. Ég er nú ekki sérfræðingur í þessu en held að maður verði að vera skráður notandi á blogger.com til að geta gert það. Ef þið viljið skilja eftir kveðju en ekki skrá ykkur hjá blogger er líka alltaf hægt að senda á mig emil á umagnusdottir@hotmail.com
Ég ætla að hætta í bili, best að koma sér út úr húsi. Haustið er komið með 17-18 stiga hita... maður er orðinn svo fordekraður að manni finnst bara skítkalt úti. Ætla samt að hætta mér í stutta gönguferð.
Bið að heilsa heim í vorið. Við hlökkum voða mikið til að koma heim í sumar - fólki finnst við frekar fyndin hér þegar við tölum um að við ætlum til Íslands að fá okkur smá sumar - "en gaman fyrir ykkur að komast úr kuldanum, hversu heitt verður annars á Íslandi á sumrin?" segja menn - "hmmm... svona svipað og er hér á veturna!!" svara ég og uppsker mikinn hlátur!
En hvað um það - íslensku sumrin eru engu lík og við hlökkum til að hitta ykkur!
Bestu kveðjur
Unnur
Undirrituð hefur nú verið einstæð móðir í 10 daga og tekist nokkuð vel upp. Við erum reyndar að verða dauðleiðar á einverunni en nú sér fyrir endan á þessu öllu. Höfum aðallega verið að dúllast hérna heima við þegar Thelma Kristín hefur ekki verið á leikskólanum og ég held við séum nú formlega búnar að prófa alla róluvelli í 2 km radíus.
Fórum að versla á föstudaginn sem er nú ekki í frásögu færandi nema af því ég fór á bílnum.. ein í fyrsta sinn. Búðin er nú ekki nema í ca. 2 km fjarlægt svo ferðalagið var ekki langt. Sú stutta var nú heldur skeptísk um að mamma sín gæti keyrt bílinn: "Mamma, ætlum við að keyra í búðina?" - "Já" - "Mamma, kanntu að keyra?" - "Já" - "Mamma, eigum við ekki frekar að fara bara í búðina hérna rétt hjá?" - "Hmm, nei". "Mamma, ertu viss um að þú kunnir að keyra bílinn?" - "Já" - "Er pabbi búinn að kenna þér?" "Nei, hann gerði það nú ekki!" Og svo þegar við komum út í bíl byrjaði hún aftur "Mamma, kanntu að keyra? "JÁ!!!" Á heimleiðinni hringdi svo gsm síminn minn og ég teygði mig í veskið til að leita að honum og svara, þá heyrðist úr aftursætinu: "Mamma, þetta er allt í lagi, láttu hann bara hringja!!!" Þvílíkt traust!!!
Ég hélt nú að það yrði lítið að gera svona á föstudagsmorgni í búðinni en það var nú öðru nær. Öll bílastæði upptekin og búðin troðfull af ellilífeyrisþegum í vikulegri verslunarferð, best að velja ekki þennan tíma næst. Ég er að hugsa um að hætta mér á bílnum út í verlunarmiðstöð á morgun. Það er svolítil keyrsla.. en beinn og breiður vegur alla leið. Best að demba sér bara í djúpu, venst víst ekki vinstri umferðinni fyrr en ég geri það.
Á laugardaginn fengum við sko líka heimsókn, ligga ligga lái! Fengum til okkar íslenska stelpu með strákinn sinn sem er 3 ára. Fyndin tilviljun að hún er líka uppalin í Melbænum.... ekki venjulegt þessi tengsl á milli Melbæjar og Melbourne! Við sóttum mæðginin á lestarstöðina og byrjuðum á því að labba út í hverfisskólann hér hjá okkur því þar var þessi fíni markaður í gangi. Krakkarnir fengu að fara í hoppukastala og voru voðalega ánægð með sig. Fórum svo heim til okkar og "tjilluðum" það sem eftir lifði dags. Miklu skemmtilegra að "hanga" svona saman en hvor í sínu horni. Við ætlum að reyna að hittast aftur í sunnudaginn - hlakka til.
Fengum meira að segja aftur heimsókn í gær - bara nóg að gera í sociallífinu. Við hittum Vanessu, vinkonu hennar Thelmu, og mömmu hennar á róluvellinum hér hjá okkur og þegar stelpurnar voru búnar að róla nóg fórum við yfir til okkar og við mömmurnar fengum okkur kaffisopa á meðan stelpurnar léku sér - voðalega huggulegt og Thelma Kristín himinlifandi yfir heimsókninni.
Verð að deila með ykkur einu gullkorni frá dömunni. Við vorum að borða morgunmat í gærmorgun og Thelma fékk ábót af morgunkorni. Eitthvað var mamman spör á mjólkina því sú stutta horfið á diskinn sinn og sagði: "Mamma, ég vil fá meiri mjólk svo þau drukkni betur" !!!
Í næstu viku byrjar undirbúningsprógram fyrir krakka sem byrja í skóla á næsta ári. Á þriðjudaginn er opið hús í skólanum og á miðvikudaginn foreldrafundur. Á föstudeginum eiga krakkarnir svo að mæta í "Ready, set, go!" prógram í skólanum. Þetta eru 10 skipti sem þau eiga að mæta í, ca 1 sinni í mánuði þar til skólinn byrjar í febrúar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þau ætla að byrja að undirbúa krakkana - vona bara að Thelma skilji eitthvað!
Það hafa margir kvartað yfir því að geta ekki sett inn "comment" á síðuna mína. Ég er nú ekki sérfræðingur í þessu en held að maður verði að vera skráður notandi á blogger.com til að geta gert það. Ef þið viljið skilja eftir kveðju en ekki skrá ykkur hjá blogger er líka alltaf hægt að senda á mig emil á umagnusdottir@hotmail.com
Ég ætla að hætta í bili, best að koma sér út úr húsi. Haustið er komið með 17-18 stiga hita... maður er orðinn svo fordekraður að manni finnst bara skítkalt úti. Ætla samt að hætta mér í stutta gönguferð.
Bið að heilsa heim í vorið. Við hlökkum voða mikið til að koma heim í sumar - fólki finnst við frekar fyndin hér þegar við tölum um að við ætlum til Íslands að fá okkur smá sumar - "en gaman fyrir ykkur að komast úr kuldanum, hversu heitt verður annars á Íslandi á sumrin?" segja menn - "hmmm... svona svipað og er hér á veturna!!" svara ég og uppsker mikinn hlátur!
En hvað um það - íslensku sumrin eru engu lík og við hlökkum til að hitta ykkur!
Bestu kveðjur
Unnur
1 Comments:
Hæ hæ
Mikið verður gaman að sjá ykkur, við erum líka orðnar voða spenntar hérna megin. Láttu dótið sem Maron lét þig fá bara mæta afgangi, ef þið eruð ekki með 20 kg er gott að nota það til að hífa ykkur upp, annars tökum við það bara seinna.
Hvernig gekk með vegabréfsáritunina??
Heyri betur í þér þegar nær dregur brottför.
Knús og kram
Unnur og Thelma Kristín
By Unnur Gyda Magnusdottir, at 9:02 AM
Post a Comment
<< Home