17. - 25. apríl 2005
Halló halló
Jæja, myndirnar loksins komnar inn - biðst afsökunar a biðinni! Hef aðeins eina afsökun i þessu máli - 24!!! Við keyptum okkur alla fyrstu seríuna á flugvellinum þegar við fórum til Mooloolaba enda höfðum við ekki fylgst með þessu í sjónvarpinu á sinum tíma og því alveg græn um þann klepp sem beið okkar. Höfum sem sagt fórnað hverju einasta kvöldi síðan fyrir framan sjónvarpið... eigum bara tvo þætti eftir svo þessu lýkur í kvöld.
Vikan hefur annars verið róleg. Sú stutta fór á leikskólann á mánudag og miðvikudag eins og venjulega. Hún er enn alveg rosalega ánægð og deildarstjórinn hennar hélt ekki vatni yfir því hvað hún er dugleg þegar við sóttum hana á miðvikudag. Hún hafði komið til hennar um daginn og sagt hátt og skýrt "Follow me" og þegar hún brást ekki við eins og skot sagði hún bara "Follow me, Margie, please!" Svo voru þau að leika einhvern talnaleik en voru ekkert að pressa á Thelmu að segja neitt... þá stóð mín bara upp og sagði "Excuse me!" og svo taldi hún upp að 10 á ensku eins og ekkert væri - börnin misstu vist andlitið og sögðu "She can talk!"
Á mánudeginum hafði hún látið alla setjast niður og sungið fyrir hópinn! Eitthvað var hún nú feimin þegar á hólminn var komið þvi hún söng svo lágt að það heyrðist varla í henni. Allir héldi að hún væri að syngja eitthvað íslenskt lag en þegar ég fór að spyrja dömuna sagðist hún hafa verið að syngja á ensku!
Á föstudaginn fórum við mæðgur á Queen Victoria Market, stærsta markaðinn i Melbourne. Þetta er rosalega flottur markaður opinn flesta daga vikunnar held ég, allt til sölu auðvitað; föt, skart, minjagripir og matur... meira að segja hægt að kaupa kjúklinga og hænur... sprelllifandi. Prófaði nýja aðferð á dömuna til að minnka "mamma, mamma, má ég... viltu kaupa, mamma" áhrifin. Lét Thelmu Kristínu hafa 15 dollara þegar við komum inn (sú stutta auðvitað alveg í skýjunum) og sagði að hún mætti kaupa það sem hún vildi en þegar peningurinn væri búinn fengi hún ekki meira. Sú var spennt og áhugasöm - valið var erfitt en að lokum keypti hún sér barbie-úr og enn einn hundabangsann (þessi labbar, dillar rófunni og geltir - hátt!!!). Nú þarf bara að kenna skvísunni a klukku... það er bara eitt vandamál; ef ég spyr hvert litli vísirinn bendi er svarið bara "á kinnina á Barbie"!!
Keyptum okkur rosalega góðan lax og elduðum um kvöldið. Hafði reyndar líka verið með fisk kvöldið áður.... svo já, góðir hálsar, ég eldaði - óumbeðin - fisk tvo kvöld í röð. Þeir sem til þekkja vita að þetta eru undur og stórmerki - hvað þá þegar maður er i útlöndum!
Helgin var annars róleg. Fórum á laugardaginn og keyptum okkur gasgrill og húsgögn á svalirnar. Loksins getum við notið þess almennilega að vera í góða veðrinu. Við höfum oft saknað þess að eiga ekki grill á góðum dögum - hvað þá að geta ekki borðað á svölunum. En nú stendur það til bóta. Við hugsuðum okkur þvi gott til glóðarinnar því veðurspáin fyrir sunnudag var 30 gráðu hiti og sól. Við höfðum því hugsað okkur að eyða sunnudeginum í grillsmíðí á svölunum... en viti menn .. sunnudagurinn kom með roki og þykkum skýjum sem hótuðu rigningu. Thelma Kristín hélt því reyndar fram að sólin væri alveg að "brjótast inn" en allt kom fyrir ekki. Við dunduðum okkur samt sem áður við að setja saman grillið og fengum svo þessa fínu steik i kvöldmat i gær.
Í dag er frídagur í Ástralíu - svona til að vega upp á móti sumardeginum fyrsta sem var auðvitað vinnudagur hér enda að koma vetur! Dagurinn i dag heitir Anzac day og er herhátiðardagur þar sem gamlar stríðshetjur, lifandi og dánar eru heiðraðar og almenningi er ætlað að hugsa um alla þá vosbúð sem ástralskir hermenn hafa mátt þola i gegnum tiðina og gera enn. Maður er ekki alveg inni á þessari bylgjulengd og ég verð að viðurkenna að við fórum ekki niður i bæ í morgun með hinum Melbæingunum að hlusta á minningarathafnir og horfa á gamla hermenn marsera um bæinn með öll heiðursmerkin i barminum.... alltaf gaman að fridögum samt - sama hvert tilefnið er.
Maron fer til Íslands seint i næstu viku og verður í burtu í tvær vikur. Við mæðgur verðum bara rólegar á meðan. Ég er loksins farin að keyra bílinn aðeins svo við erum nú ekki alveg rúmfastar. Við finnum okkur eitthvað til dundurs.
Það er komin dagsetning á fyrstu gestina okkar... jibbí!! Kristófer og Anna Ólöf ætla að koma til okkar i lok maí og vera hjá okkur þangað til við förum heim til Islands i júní. Það verður þvi 5 manna hópur sem kemur til landsins í sumar. Það verður gaman að hafa þau hjá okkur - við finnum okkur örugglega margt skemmtilegt að gera - hlakka til.
Jæja, ætla að fara niður. Maron og Thelma Kristin eru að búa til jarðaberjashake og ætla að setjast út á svalir... ég ætla að setjast með þeim.
Heyrumst fljótlega
Kveðja
Unnur Gyða
Jæja, myndirnar loksins komnar inn - biðst afsökunar a biðinni! Hef aðeins eina afsökun i þessu máli - 24!!! Við keyptum okkur alla fyrstu seríuna á flugvellinum þegar við fórum til Mooloolaba enda höfðum við ekki fylgst með þessu í sjónvarpinu á sinum tíma og því alveg græn um þann klepp sem beið okkar. Höfum sem sagt fórnað hverju einasta kvöldi síðan fyrir framan sjónvarpið... eigum bara tvo þætti eftir svo þessu lýkur í kvöld.
Vikan hefur annars verið róleg. Sú stutta fór á leikskólann á mánudag og miðvikudag eins og venjulega. Hún er enn alveg rosalega ánægð og deildarstjórinn hennar hélt ekki vatni yfir því hvað hún er dugleg þegar við sóttum hana á miðvikudag. Hún hafði komið til hennar um daginn og sagt hátt og skýrt "Follow me" og þegar hún brást ekki við eins og skot sagði hún bara "Follow me, Margie, please!" Svo voru þau að leika einhvern talnaleik en voru ekkert að pressa á Thelmu að segja neitt... þá stóð mín bara upp og sagði "Excuse me!" og svo taldi hún upp að 10 á ensku eins og ekkert væri - börnin misstu vist andlitið og sögðu "She can talk!"
Á mánudeginum hafði hún látið alla setjast niður og sungið fyrir hópinn! Eitthvað var hún nú feimin þegar á hólminn var komið þvi hún söng svo lágt að það heyrðist varla í henni. Allir héldi að hún væri að syngja eitthvað íslenskt lag en þegar ég fór að spyrja dömuna sagðist hún hafa verið að syngja á ensku!
Á föstudaginn fórum við mæðgur á Queen Victoria Market, stærsta markaðinn i Melbourne. Þetta er rosalega flottur markaður opinn flesta daga vikunnar held ég, allt til sölu auðvitað; föt, skart, minjagripir og matur... meira að segja hægt að kaupa kjúklinga og hænur... sprelllifandi. Prófaði nýja aðferð á dömuna til að minnka "mamma, mamma, má ég... viltu kaupa, mamma" áhrifin. Lét Thelmu Kristínu hafa 15 dollara þegar við komum inn (sú stutta auðvitað alveg í skýjunum) og sagði að hún mætti kaupa það sem hún vildi en þegar peningurinn væri búinn fengi hún ekki meira. Sú var spennt og áhugasöm - valið var erfitt en að lokum keypti hún sér barbie-úr og enn einn hundabangsann (þessi labbar, dillar rófunni og geltir - hátt!!!). Nú þarf bara að kenna skvísunni a klukku... það er bara eitt vandamál; ef ég spyr hvert litli vísirinn bendi er svarið bara "á kinnina á Barbie"!!
Keyptum okkur rosalega góðan lax og elduðum um kvöldið. Hafði reyndar líka verið með fisk kvöldið áður.... svo já, góðir hálsar, ég eldaði - óumbeðin - fisk tvo kvöld í röð. Þeir sem til þekkja vita að þetta eru undur og stórmerki - hvað þá þegar maður er i útlöndum!
Helgin var annars róleg. Fórum á laugardaginn og keyptum okkur gasgrill og húsgögn á svalirnar. Loksins getum við notið þess almennilega að vera í góða veðrinu. Við höfum oft saknað þess að eiga ekki grill á góðum dögum - hvað þá að geta ekki borðað á svölunum. En nú stendur það til bóta. Við hugsuðum okkur þvi gott til glóðarinnar því veðurspáin fyrir sunnudag var 30 gráðu hiti og sól. Við höfðum því hugsað okkur að eyða sunnudeginum í grillsmíðí á svölunum... en viti menn .. sunnudagurinn kom með roki og þykkum skýjum sem hótuðu rigningu. Thelma Kristín hélt því reyndar fram að sólin væri alveg að "brjótast inn" en allt kom fyrir ekki. Við dunduðum okkur samt sem áður við að setja saman grillið og fengum svo þessa fínu steik i kvöldmat i gær.
Í dag er frídagur í Ástralíu - svona til að vega upp á móti sumardeginum fyrsta sem var auðvitað vinnudagur hér enda að koma vetur! Dagurinn i dag heitir Anzac day og er herhátiðardagur þar sem gamlar stríðshetjur, lifandi og dánar eru heiðraðar og almenningi er ætlað að hugsa um alla þá vosbúð sem ástralskir hermenn hafa mátt þola i gegnum tiðina og gera enn. Maður er ekki alveg inni á þessari bylgjulengd og ég verð að viðurkenna að við fórum ekki niður i bæ í morgun með hinum Melbæingunum að hlusta á minningarathafnir og horfa á gamla hermenn marsera um bæinn með öll heiðursmerkin i barminum.... alltaf gaman að fridögum samt - sama hvert tilefnið er.
Maron fer til Íslands seint i næstu viku og verður í burtu í tvær vikur. Við mæðgur verðum bara rólegar á meðan. Ég er loksins farin að keyra bílinn aðeins svo við erum nú ekki alveg rúmfastar. Við finnum okkur eitthvað til dundurs.
Það er komin dagsetning á fyrstu gestina okkar... jibbí!! Kristófer og Anna Ólöf ætla að koma til okkar i lok maí og vera hjá okkur þangað til við förum heim til Islands i júní. Það verður þvi 5 manna hópur sem kemur til landsins í sumar. Það verður gaman að hafa þau hjá okkur - við finnum okkur örugglega margt skemmtilegt að gera - hlakka til.
Jæja, ætla að fara niður. Maron og Thelma Kristin eru að búa til jarðaberjashake og ætla að setjast út á svalir... ég ætla að setjast með þeim.
Heyrumst fljótlega
Kveðja
Unnur Gyða
1 Comments:
Hæ skvís
Endilega flakkaðu um netið og finndu eitthvað skemmtilegt að gera - rétta endingin er oftast com.au. Það er líka í gangi herferð hjá áströlskum stjórnvöldum til að fá Ástrali til að ferðast innanlands - held að slóðin þar sé australia.com (eða com.au). Kannski er eitthvað spennandi þar. Hlakka rosalega til að sjá ykkur. Thelma er búin að komast að því að þið getið bæði gist inni hjá henni, Kristófer á sínu rúmi og þú á dýnunni úr dúkkurúminu hennar :o) !!
Kveðja
Unnur
By
Unnur Gyda Magnusdottir, at 12:04 PM
Post a Comment
<< Home