Melbourne

Tuesday, May 20, 2008

Upphafið að endinum!

Jæja, þá er fjölskyldan opinberlega orðin heimilislaus!! Gámurinn kom í morgun og húsið orðið galtómt. Við erum flutt á hótel og munum leggja af stað á morgun upp til Brisbane með smá stoppi í Sidney.

Þetta er búinn að vera skrítinn dagur - erfitt að kveðja vinina en Thelma Kristín stóð sig eins og hetja. Henni finnst þetta nefnilega allt saman svolítið erfitt, hún er ekkert að flýta sér frá Ástralíu, vill helst bara fara þegar hún er orðin 10 ára!

Héldum kveðjupartý á föstudag - höfðum það fámennt - en mjög góðmennt. Mikið fjör á vinahópnum og sá nokkuð á áfengisbirgðunum - en þó ekki nóg. Hefðum líklega þurft að halda 5 önnur svona partý til að árangurinn yrði mælanlegur (planið var að klára sterka áfengið úr búrskápnum fyrir brottför - það er skemmst frá því að segja að það tókst ekki!)

Litli skæruliðinn minn tekur þessu öllu með ró. Ákvað reyndar að byrja að labba um helgina - sem er auðvitað frábært en hún hefði alveg mátt velja betri tíma. Nú er alls ekki tekið í mál að sitja bara í kerrunni og fylgjast með því sem fyrir augu ber, nei takk! Út á gólf vill daman og mamman eða pabbinn verða að hlaupa á eftir því maður er nú heldur valtur á fótunum enn þá!

Jæja, langur dagur framundan á morgun svo það er best að halla sér. Vildi bara senda smá update fyrst við erum dottin úr net og símasambandi í bili. Erum farin að hlakka til að komast upp á Klaka en þangað til bíður okkar vonandi spennandi ævintýri svona fyrst við ákváðum að taka löngu leiðina heim. Ég kemst vonandi í netsamband reglulega til að monta mig á leiðinni! Ætla að halla mér núna ..... í síðasta sinn í Melbourne

3 Comments:

  • Úff, þetta er örugglega skrítin tilfinning. Alltaf skrítin tilfinning að flytja :D
    Gangi ykkur bara voða vel á ferðalaginu heim, njótið þess að skoða hitt og þetta og hlakka bara til að hitta ykkur heima á klakanum :D
    kv. úr kuldanum í Randers.

    By Anonymous Anonymous, at 3:58 AM  

  • Góða ferð og góða skemmtun.....Hlakka til að sjá ykkur. Ása

    By Anonymous Anonymous, at 12:48 AM  

  • Góða ferð heim elsku fjölskylda. Mikið hlakka ég til að knúsa ykkur hér á klakanum. Hafið það gott!
    Kv. Sirrý

    Knús til Elísu að vera farin að labba. Hera er aðeins farin að sleppa sér en ekki alveg farin að labba.

    By Anonymous Anonymous, at 3:46 AM  

Post a Comment

<< Home


 

Website Counter