Melbourne

Friday, March 14, 2008

Indian summer

Hafið þið einhvern tíman ryksugað í 40 gráðu hita??? Þetta tókst mér í dag, skal ég segja ykkur! Lykta reyndar ekki vel á eftir - en þetta er samt hægt. Það er eitt að liggja á sólarströnd í svona hitabylgju en allt annað að reyna að afkasta einhverju af viti. Hefði kannski betur sleikt sólina og fylgst með formúlukappakstrinum en hef ekki hugsað mér að sækja hann nú frekar en hin 3 skiptin sem hann hefur verið haldinn síðan við fluttum hingað. Læt mér nægja að nota ryksuguna til að yfirgnæfa hávaðan í bílunum sem dynur hér yfir hverfið - svo ekki sé minnst á þytinn frá herþotunum sem hér fljúga yfir til að heilla mannskapinn.

Það er nú kannski ekki til komið af góðu að við ætlum ekki á formúluna - höfðum nú rætt um að skella okkur í ár. Okkur er nebblega boðið í brúðkaup á sunnudaginn - sem væri gott og blessað ef það væri ekki í Sidney!! Er búin að fara fram og aftur í barnapíumálum - pælt í öllum útgáfum, hvort sem þær fela í sér pössun í Sidney eða Melbourne. Eftir að upprunaleg plön röskuðust ætlaði ég að taka skvísurnar með og panta pössun upp á hótel en eftir að Thelma Kristín hafði grátið úr sér augun heila kvöldstund yfir því að mamma hennar ætlaði að skilja þær systur eftir í höndum ókunnugra - með tilheyrandi vangaveltum eins og "mamma, hvað ef hún missir Elísu!" var ákveðið að vinkona mín skyldi flytja inn til okkar og sjá um snúllurnar. Þetta er mjög hugrökk vinkona sem ég á!

Það er eins gott að það verði gaman í þessu brúðkaupi - mín er með þokkalegan hnút í maganum yfir að skilja litlu snúllu eftir yfir nótt. Ef dæma má af steggjapartýinu er nú samt líklegt að þar verði fjör. Steggnum var víst skellt inn í bíl þar sem hann var látinn afklæðast algerlega í þeim tilgangi að fara í grímubúning. Þegar á hólminn var kominn afhentu félagarnir honum sólgleraugu og hentu honum út úr bílnum! Þar mátti kauði hlaupa eftir götunni yfir kílómeterslanga brú undir flautuleik ökumanna sem keyrðu fram hjá - það var gott hann var með sólgleraugu!

Áttum annars alveg frábæra langa helgi um síðustu helgi - partur af carpe diem planinu hjá okkur. Verð held ég að setja inn nýtt blogg á næstu dögum með myndum og alles...svo fylgist með!

3 Comments:

  • Kvitt, kvitt fyrir innlitið..

    Mér finnst þú líka mjög hugrökk vinkona að ryksuga í þessum hita ;)

    Hlaupabólukveðjur frá Íslandi,
    Soffía og co.

    By Anonymous Anonymous, at 9:03 PM  

  • kvittikvitt :)
    ég verð að vera sammála systur minni, ég ryksuga ekki einu sinni til að halda á mér hita á klakanum, læt kallinn um það :)

    EN AÐ FARA EKKI Á FORMÚLUNA!!! isssipiss...

    ;)

    Lára & co

    By Anonymous Anonymous, at 8:22 AM  

  • Maggi bara hváði og missti næstum andann þegar hann vissi að þið ætluðu ekki að fara á formúluna ;) Skil ykkur reyndar bara alveg, hvað er gaman við það að missa næstum heyrn við það að sjá sömu bílana aftur og aftur og aftur keyra hring eftir hring eftir hring :D
    Myndi frekar gera e-ð uppbyggilegra eins og að fara út að borða á hverju kvöldi það sem eftir er, njóta þess að labba um í góða veðrinu og bara láta sem maður sjái ekki kuskið :D
    knús og kossar úr frostinu í Randers.

    By Anonymous Anonymous, at 8:00 AM  

Post a Comment

<< Home


 

Website Counter