Melbourne

Sunday, December 09, 2007

Framtíðin er núna

Ég fór í verslunarleiðangur í vikunni - sem er nú ekki í frásögu færandi svona fyrir jólin...en í einni af stóru búðunum (svipað K-Mart eða Target) var komin sjálfsafgreiðsla - Ég fór bara að minni stöð og skannaði inn mitt dót og setti í poka, renndi svo kortinu í gegn og labbaði út. Framtíðin er mætt á svæðið!

Það var meira að segja komin sjálfsafgreiðsla í eftirlitið á flugvellinum í Brisbane. Þeir sem hafa ástralska passa geta sjálfir skannað hann inn og brosað svo framan í myndavél áður en þeir labba í gegn - bíðið bara þangað til við verðum komin með örflögu aftan við hægra eyrað, mikið verður það þægilegt!

Ég keypti mér lekahlífar í umræddri verslunarferð - sem er nú heldur ekki í frásögu færandi fyrir konu með barn á brjósti! Tegundin sem ég kaupi venjulega var ekki til svo ég keypti það eina sem í boði var - Rite Aid hlífar. Ég er nú yfirleitt ekkert að skipta mér af þessari æskudýrkun sem viðgengst í okkar þjóðfélagi þó ég fagni því að fyrirtæki og skipuleggjendur tískuviðburða séu farnir að setja aldurstakmörk á sínar fyrirsætur en OMG - þeir hafa nú eitthvað gleymt sér hjá Rite Aid

Hvert er málið að láta fyrirsætu sem ekki er orðin kynþroska auglýsa barnavörur!!!

2 Comments:

  • Meiriháttar, kannski maður fái að fara í búðaleik bráðum í Bónus...skanna inn sjálf og svona, víiíí, get ekki beðið.
    Ekki nóg með að fyrirsætan sé ung, þá er örugglega búið að photo-shopa hana í bak og fyrir....rugl ímyndir í gangi.
    Hlakka til að sjá ykkur....byrjuð að telja niður dagana. Emma komin með 3 tönnina og nú er aðalsportið að gnísta saman tönnunum.
    Ása

    By Anonymous Anonymous, at 8:04 PM  

  • Hey stelpur... Þetta er komið í Krónuna... Nú afgreiðir maður sig bara sjálfur og Kaupás þarf bara að ráða einn Pólverja í stað fjögurra.. ;)

    By Anonymous Anonymous, at 9:46 AM  

Post a Comment

<< Home


 

Website Counter