Melbourne

Saturday, March 29, 2008

Brúðkaupsferðin!!

Ég hefði nú ekkert átt að vera að monta mig af sól og sumaryl hérna megin..... finnst eins og það hafi verið í gær sem við sátum hjá nágrannanum í sundlaugapartýi eftir skóla - 40 gráður úti og mömmurnar farnar að sötra G&T fyrir kvöldmatinn. Það var kannski ekki í gær en það eru nú ekki nema 2 vikur síðan. Síðan þá hefur haustið ákveðið að láta sjá sig og nú hefur rignt í 3 daga í röð og ég er við það að þurfa að kynda húsið sem BTW mýglekur svo að við þurfum stígvél í stofunni eftir rigningarnæturnar (en hey, maður getur nú ekki ætlast til þess að hús leki ekki í rigningu - eins og fasteignasalinn sagði við mig hér forðum daga!!!) - Svo skjótt skipast veður í lofti! Það væri nú ágætt ef það myndi vora jafnhratt þarna uppi á Fróni.

Átti víst eftir að gefa formlegt "update" á ferðinni okkar góðu til Sidney. Stór partur af þessu öllu var nú bara að komast út úr húsi barnalaus (með fullri virðingu fyrir dætrum mínum yndislegu). Fór að hugsa um það í vélinni að þetta var í fyrsta sinn síðan í júní 2003 sem ég væri barnlaus í flugvél (og hef ég nú farið í þær nokkrar síðan skal ég segja ykkur!) og að sama skapi í fyrsta sinn sem við Maron förum eitthvað bara tvö síðan í þeirri sömu ferð (sem var einmitt framlengin á vinnuferð hjá mér, en rómó!) Það liggur sem sagt ljós fyrir að við eigum margar langar rómantískar helgar inni eftir að við flytjum heim. Ömmur og afar - þið hafið hér með verið vöruð við!

Ekki var nú ferðin löng í þetta sinn samt. Barnapían mætti um hálf tíu á sunnudagsmorgni og við vorum komin aftur í hús klukkan 9 morguninn eftir. Ég hefði nú ekkert þurft að hafa hnút í maganum yfir þessu. Litla snúlla hagaði sér auðvitað eins og eftir pöntum - gerði allt eins og sagði í leiðbeiningunum og var ekkert að kippa sér upp við það að ný mamma hefði hafið störf. Við hjónin skemmtum okkur konunglega í brúðkaupinu. Gaman að sjá hvernig Ástralinn gerir þetta, með brúðarmeyjum og sveinum og öllu tilheyrandi. Ég hafði aldrei gert mér grein fyrir hversu stórt hlutverk þeirra er - það sat sko öll hersingin á háborðinu, 12 manns takk fyrir! Það er eins gott að brúðurinn var gullfalleg - kannski ekki dagurinn sem maður vill hafa sætu vinkonurnar uppádressaðar og fínar við hlið sér til að stela senunni! Verð að viðurkenna að ég kann betur við íslensku hefðina þar sem hlutverk vinanna er kannski frekar að "upphefja" brúðjónin með ræðuhöldum og öðru skemmtilegu heldur en sitja bara hjá þeim og vera sæt.

En hvað um það .... brúðkaupið var skemmtilegt, maturinn góður og félagsskapurinn af bestu gerð. Eftir athöfnina var boðið í fordrykk í rugby klúbb brúðgumans og svo var dýrindis veisla á eftir. Við vorum nú samt farin upp á hótel í fyrra falli því okkar beið flug klukkan 6 næsta morgun til að barnapían kæmist til vinnu.

En, all in all, mjög góð ferð og skemmtileg tilbreytni, þó stutt væri. Það þarf nú ekki mikið til að gleðja mann hérna megin. Það var svo auðvitað bara gott að sjá skvísurnar aftur - maður þarf ekki langt frí frá þeim, þessum elskum. Elísa er svo fyndin núna þegar hún hittir vinkonu mína sem passaði. Hún ljómar alveg í svona 2 sekúndur - en svo er eins og hún hugsi málið skrefinu lengra ..... og fer að hágráta! Endalaust krúttlegt - en vinkonunni finnst það samt ekki alveg jafn sætt!

Jæja, hætt í bili. Var í prófi í gær svo vikan hefur farið í lærdóm. Thelma Kristín er líka í tveggja vikna skólafríi svo það er extra mikið fjör á heimilinu. Seinni frívikan framundan - munum njóta hennar betur en hinnar fyrri nú þegar prófið er búið. Næst síðasti kúrsinn að hefjast eftir helgi.....þetta styttist....

4 Comments:

  • Heheh það eru sennilega mjög margir tilbúnir að passa þegar þið komið heim, ég veit að ég er amk farin að hlakka til að fá að passa skvísurnar :)

    Kveðja úr Þverárhlíðinni
    Knús og kram
    Anna Ólöf (í sumó)

    By Blogger Unknown, at 1:26 AM  

  • Já, ég held að ömmum og öfum eigi ekki eftir að leiðast það að passa börinin :D Alveg tilhlökkun hjá ömmum og öfum okkar megin eftir heimkomu okkar í sumar til að geta kjúsað og kjassað systkinin. Sem við Maggi munum að sjálfsögðu njóta góðs af og gera fullt af hlutum bara tvö saman ;)
    hafið það gott í rigningunni :D
    kv. úr rigningunni í Randers :D

    By Anonymous Anonymous, at 9:55 PM  

  • Hæ Elísa yfir-rúsínu-snúlla!!!
    Til hamingju með 1 árs afmælið elsku krúttið okkar. Erum farnar að telja niður dagana í heimkomu ;)
    Knús og kossar af Kristnibrautinni, Soffía, Selma og María

    By Anonymous Anonymous, at 11:50 PM  

  • Elsku Elísa Björk!

    Innilega til hamingju með fyrsta árið þitt! Hlökkum til að sjá þig í sumar.

    Kv. Sirrý og co.

    By Anonymous Anonymous, at 12:19 AM  

Post a Comment

<< Home


 

Website Counter