Melbourne

Sunday, April 27, 2008

Fyrsti afmælisdagurinn - í myndum

Læt hérna fljóta nokkrar myndir af afmælisdeginum. Daman skildi nú lítið hvað allt þetta nýja dót var að gera á mottunni hennar - og var mishrifin af, eins og sést. Eldhúsið sló hins vegar rækilega í gegn og hafa þær systur leikið sér stanslaust í því alla helgina og eldað handa okkur margar dýrindis máltíðir.



Hmm.. mottan leit nú ekki svona út í gær!

Best að kíkja á kortið og sjá hvað þetta er að gera hér!

Það er nú kannski alveg hægt að hafa gaman af þessu.

Eldamennskan hafin

Sætustu systurnar í dýragarðinu - litlir Sæmundar á selnum (eða særottum eins og pabbi þeirra kýs að kalla þá!)

3 Comments:

  • æ litla rúsínan... þetta hefur verið aðeins of mikið fjör fyrir hana, ég skil hana vel.
    sætastar systurnar, eins og alltaf :)
    kveðja úr kjallaranum
    Lára & co

    By Anonymous Anonymous, at 10:26 AM  

  • Æðislegar myndir og gaman að myndbandinu þó að sú stutta hafi ekki verið alveg sátt við nýja fína dótið. Hí hí, um að gera að vera varkár í fyrstu. Oh, hlakka svo til að fá ykkur heim....
    Ása

    By Anonymous Anonymous, at 8:27 AM  

  • Innilega til hamingju með fyrsta afmælisdaginn !
    Skil hana bara vel að vera smeyk við þetta brjálaða trillitæki :D Mér stóð nú bara ekki sjálfi á sama hehe.
    Fyndið að lesa þetta sem þú skrifaðir um Elísu, bara eins og þú værir að skrifa um Evu hehe.
    Segir einmitt hátt og snjallt "HÆ" við hvert tækifæri, öll dýr hjá henni voru reyndar muuuuuu en það er farið að bætast vel í dýraorðaforðann, þarf einmitt sérfræðing í það að greina hvort hún sé að segja búið eða brói, allur matur og drykkir eru namm namm, hún og bróðir hennar byggja stanslaust saman úr kubbum á hverjum degi, hún var einmitt líka svona vör um sig á 1 árs afmælinu í sambandi við gang, hélt sér vel í allt, sleppti og var þá rosa pæja og hló og kannaði hvort það höfðu ekki örugglega allir séð þetta hjá henni :D Hún elskar meira en allt að vera úti og alltaf þegar við rennum í hlað á bílnum og förum út þá er bara ekki hægt að ná henni inn strax, þarf aðeins að labba um og kanna umhverfið aftur og aftur og aftur hehe.
    Það verður gaman þegar þær frænkur hittast í sumar. Ég myndi bara vara Elísu við þessum vargi sem hún er að fara að hitta, þykist stjórna öllu og öllum, hikar ekki við að slá bróðir sinn út af engu og rífur af honum það sem hann er með ef hún girnist það, öskrar eins og hún eigi lífið að leysa ef það er e-ð gert á hennar hlut og hendir sér í gólfið eða labbar og lemur veggina ef hana mislíkar e-ð, alveg með skapið í lagi þessi dama !
    Jæja, er ekki komið nóg af blaðri.
    Til hamingju aftur með daginn um daginn ;)
    knús og kossar frá Randers.

    By Anonymous Anonymous, at 5:54 PM  

Post a Comment

<< Home


 

Website Counter