Carpe Diem
Litla - hmhm...stóra - snúllan mín er 7 ára í dag! Ég nenni ekki að halda langa ræðu um það hvað tíminn líður ótrúlega hratt og hvað mér finnst hún hafa fæðst í gær...bla bla - en samt líður manni alltaf þannig á svona dögum - og man skyndilega hvað maður yngist mikið með hverju árinu sjálfur (hóst hóst).
Afmælið hennar Thelmu Kristínar markar samt líka alltaf tímamót hjá okkur hér í Ástralíu. Það var jú, sælla minninga, 4ra ára afmælisdagurinn hennar sem hreinlega týndist í tímamismuni þegar við fluttum hingað. Lögðum af stað frá Íslandi 21. febrúar en þegar til Melbourne var komið var þar þegar kominn 23. febrúar! Það eru því nákvæmlega 3 ár síðan við fluttum til Ástralíu - þar sem við ætluðum jú bara vera í ár eða kannski tvö!
Það er því kannski viðeigandi að núna erum við alvarlega farin að hugsa til heimferðar. Það lýsir sér helst með því að við erum duglegri en áður við að njóta tímans okkar hér og stökkva til ef eitthvað spennandi býðst. Dæmi: Skelltum okkur á ströndina eftir skóla á mánudag í bongóblíðu. Ég hafði keypt fisk fyrr um daginn sem ég ætlaði að hafa í kvöldmatinn - en gat ekki hugsað mér standa í eldhúsinu þar sem við gengum heim af ströndinni, kófsveittar og þreyttar eftir sundið - keypum hambogara á leiðinni. Fórum aftur á ströndina eftir skóla daginn eftir - laxinn enn í ísskápnum og ég hafði mörg orð um það við vini okkar að ég yrði að fara heim og elda þennan fisk, það væri nú eða aldrei. Þegar heim var komið hófst eldamennskan, grænmetið komið í pottinn fyrir Elísu og laxinn lá á eldhúsbekknum - háttatími stelpnanna nálgaðist eins og óð fluga. Þá tilkynnti húsbóndinn; "Við erum að fara út að borða" - hver veit hversu mörg svona hlý og yndisleg kvöld við eigum eftir hérna megin - best að nota þau vel.... og familían hentist út á Ormond götu og sat þar í góðu yfirlæti með pizzu og hvítvínsglas (slash epladjús!).
Í gær var ég svo í sakleysi mínu að fara út með ruslið eftir kvöldmatinn - og hugsaði, eins og svo oft áður hversu yndislegt veðrið væri svona í kvöldhúminu - og ætlaði inn aftur að svæfa stelpurnar en snerist á hæli og skellti þeirri yngri í kerruna og eldri á hlaupahjólið og við drifum okkur út í smá göngutúr fyrir háttinn - alveg frábært, mun gera meira af þessu nú á síðustu og verstu....
Jæja, best að sækja afmælisbarnið í skólann. Við ætlum að bíða aðeins með veisluna sjálfa - vonandi verður hún í næstu viku. Skvísan mátti auðvitað velja matinn í kvöld og valdi McDonalds!!!! Reyndar ákveðinn McDonalds sem við keyrðum fram hjá um helgina - þar sem rennibrautin nær út um gluggann og inn aftur..... og það sem afmælisbörn biðja um ... það fá þau... ekki satt?
P.s. Síminn hefur ekki virkað hjá okkur síðan við komum aftur út, sem útskýrir spjallleti mína - biðst afsökunar á því elskur! Eini sénsinn er að stelast í vinnusímann hjá bóndanum þegar hann er ekki að nota hann - það gerist bara eiginlega aldrei!
Afmælið hennar Thelmu Kristínar markar samt líka alltaf tímamót hjá okkur hér í Ástralíu. Það var jú, sælla minninga, 4ra ára afmælisdagurinn hennar sem hreinlega týndist í tímamismuni þegar við fluttum hingað. Lögðum af stað frá Íslandi 21. febrúar en þegar til Melbourne var komið var þar þegar kominn 23. febrúar! Það eru því nákvæmlega 3 ár síðan við fluttum til Ástralíu - þar sem við ætluðum jú bara vera í ár eða kannski tvö!
Það er því kannski viðeigandi að núna erum við alvarlega farin að hugsa til heimferðar. Það lýsir sér helst með því að við erum duglegri en áður við að njóta tímans okkar hér og stökkva til ef eitthvað spennandi býðst. Dæmi: Skelltum okkur á ströndina eftir skóla á mánudag í bongóblíðu. Ég hafði keypt fisk fyrr um daginn sem ég ætlaði að hafa í kvöldmatinn - en gat ekki hugsað mér standa í eldhúsinu þar sem við gengum heim af ströndinni, kófsveittar og þreyttar eftir sundið - keypum hambogara á leiðinni. Fórum aftur á ströndina eftir skóla daginn eftir - laxinn enn í ísskápnum og ég hafði mörg orð um það við vini okkar að ég yrði að fara heim og elda þennan fisk, það væri nú eða aldrei. Þegar heim var komið hófst eldamennskan, grænmetið komið í pottinn fyrir Elísu og laxinn lá á eldhúsbekknum - háttatími stelpnanna nálgaðist eins og óð fluga. Þá tilkynnti húsbóndinn; "Við erum að fara út að borða" - hver veit hversu mörg svona hlý og yndisleg kvöld við eigum eftir hérna megin - best að nota þau vel.... og familían hentist út á Ormond götu og sat þar í góðu yfirlæti með pizzu og hvítvínsglas (slash epladjús!).
Í gær var ég svo í sakleysi mínu að fara út með ruslið eftir kvöldmatinn - og hugsaði, eins og svo oft áður hversu yndislegt veðrið væri svona í kvöldhúminu - og ætlaði inn aftur að svæfa stelpurnar en snerist á hæli og skellti þeirri yngri í kerruna og eldri á hlaupahjólið og við drifum okkur út í smá göngutúr fyrir háttinn - alveg frábært, mun gera meira af þessu nú á síðustu og verstu....
Jæja, best að sækja afmælisbarnið í skólann. Við ætlum að bíða aðeins með veisluna sjálfa - vonandi verður hún í næstu viku. Skvísan mátti auðvitað velja matinn í kvöld og valdi McDonalds!!!! Reyndar ákveðinn McDonalds sem við keyrðum fram hjá um helgina - þar sem rennibrautin nær út um gluggann og inn aftur..... og það sem afmælisbörn biðja um ... það fá þau... ekki satt?
P.s. Síminn hefur ekki virkað hjá okkur síðan við komum aftur út, sem útskýrir spjallleti mína - biðst afsökunar á því elskur! Eini sénsinn er að stelast í vinnusímann hjá bóndanum þegar hann er ekki að nota hann - það gerist bara eiginlega aldrei!
6 Comments:
Elsku Thelma Kristín okkar!
Hjartanlega til HAMINGJU MEÐ DAGINN!!! Þú nýtur hans í botn með mömmu, pabba og Elísu á McDó ;)
Selma talar ekki um annnað en að bjóða Thelmu í afmælið sitt sem er eftir rúma viku. Hún skilur ekki af hverju hún getur ekki bara flogið heim og mætt í afmælið, hún sem ætlar meira að segja að lána henni flugvél!!! Ég sagði henni að Thelma myndi pottþétt mæta í 4 ára afmælið hennar "....já mamma og Unnur og Maron og Elísa..." Ykkur er hérmeð boðið!
Túrílú,
Soffía og co.
By
Anonymous, at 8:00 PM
Elsku Thelma mín, hjartanlegar hamingjusóskir til þín í tilefni dagsins og alla aðra daga. Hafðu það sem allra best, ég bið kærlega að heilsa Elísu, mömmu og pabba, bestu kveðjur, Selma (skáamma í Melbænum)
By
Anonymous, at 11:19 PM
Elsku Thelma, innilega til hamingju með daginn! Takk fyrir að bjóða okkur í flottu veisluna á Íslandi. Njóttu þess nú líka að eiga góðan dag hinum megin á hnettinum. Segðu mömmu þinni bara að elda nóg af laxi þegar hún kemur Íslands aftur...núna á að nota sólina og bara njóta lífsins.
Öfundarkveðjur hérna úr snjónum :)
Sirrý og co.
Ps. Velkomin "heim" aftur
By
Anonymous, at 12:26 AM
Elsku Thelma okkar
til hamingju með 7 ára afmælisdaginn þinn. ótrúlegt að þú sért orðin svona stór... verð bara að vera sammála mömmu þinni um hvað það er stutt síðan þú fæddist :)
hafðu það gott
hlakka til að sjá þig í sumar
kveðja til ykkar allra úr kjallaranum
Lára & co
By
Anonymous, at 11:22 AM
Til hamingju með stelpuna Unnur! Já tíminn er ótrúlega fljótur að líða. Frekar scary :))
Annars fylgist ég alltaf með og sé að þið hafið það gott :)
kær kveðja frá okkur í Prague
Sunna og co
By
Anonymous, at 6:02 AM
Ég verð nú bara að viðurkenna það að ég var bara búin að gefa þessa síðu upp á bátinn ;) Var sífellt að kíkja og svona þegar þið voruð á Íslandi og eftir að þið komuð heim og bara ekki neitt.
En ákvað að kíkja aðeins við eftir að þú kvittaðir hjá okkur og vitið menn, bara fullt að lesa !
Til hamingju með stóru stelpuna :D
Við kannski hittumst þá bara á ættamóti í sumar á Íslandi, hver veit :D
Jæja, þá er þessi síða komin aftur inn á blogg rúnitnn :D
kv. frá Randers.
By
Anonymous, at 9:12 PM
Post a Comment
<< Home