Kerra óskast!
Er stödd á flugvellinum í Melbourne - 40 tíma ferðalag framundan - yesss! Reyndar er fínt að vera hér - bóndinn er svo duglegur að fljúga með Qantas að hér stjana margir starfsmenn við okkur. Thelma Kristín er svo imponeruð að hún segist sífellt gleyma því að við séum að fara í flugvél - það sé svo fint hérna, ólíkt öðrum flugvöllum (enda engir aðrir flugvellir sem hleypa okkur inn í fyrsta klassa lounge!)
Ég lofaði Ásu vinkonu gönguferð niður Laugarveginn í vikunni - fór svo að hugsa um hvernig ég ætlaði mér að útfæra það með eina regnhlífarkerru! Það vill svo til að næstum allir vinir okkar og fjölskyldumeðlimir í allar áttir hafa eignast börn á þessu ári og því allar kerrur og vagnar í notkun. Ég ætla því hér með að auglýsa eftir kerru/vagni til láns á meðan við erum á Klakanum. Ef þið þekkið einhvern sem á sæmilega kerru sem situr í geymslunni og bíður betri tíma þá megið þið gjarnan hafa samband við mig - annað hvort með kommenti hér, tölvupósti eða sms (verð með gamla símann á Íslandi).
Jæja, nú er kallað út í vél - sjáumst á Íslandi ;o)
Ég lofaði Ásu vinkonu gönguferð niður Laugarveginn í vikunni - fór svo að hugsa um hvernig ég ætlaði mér að útfæra það með eina regnhlífarkerru! Það vill svo til að næstum allir vinir okkar og fjölskyldumeðlimir í allar áttir hafa eignast börn á þessu ári og því allar kerrur og vagnar í notkun. Ég ætla því hér með að auglýsa eftir kerru/vagni til láns á meðan við erum á Klakanum. Ef þið þekkið einhvern sem á sæmilega kerru sem situr í geymslunni og bíður betri tíma þá megið þið gjarnan hafa samband við mig - annað hvort með kommenti hér, tölvupósti eða sms (verð með gamla símann á Íslandi).
Jæja, nú er kallað út í vél - sjáumst á Íslandi ;o)
1 Comments:
Oh, öfunda ykkur bara á því að vera að fara til Íslands yfir jólin. En við getum nú huggað okkur við það að þau eru að koma til okkar á morgum. Bið kærlega að heilsa þeim þegar þið hittið þau í kvöld ;)
Alveg finnur maður hvað Ísland er best í heimi þegar maður flytur svona burt. Eða kannski ekki Ísland sjálft heldur allir sem eru á Íslandi sem maður saknar svo mikið.
Hafið það rosa gott á klakanum yfir hátíðarnar.
knús til ykkar og við biðjum að heilsa öllum sem við þekkjum :D
By
Anonymous, at 7:17 PM
Post a Comment
<< Home