Melbourne

Friday, October 26, 2007

Hún á afmæli í dag....svona næstum

Elísa á semi-afmæli í dag, hálfsárs skvísan! Héldum upp á afmælið með hrísmjölsgraut, að sjálfsögðu. Snúllan var yfir sig hrifin, kláraði allan matinn og hefði sko alveg verið til í meira - upprennandi matargat hér á ferð!


Við Elísa skelltum okkur í Myers í miðbænum í vikunni. Myers er Harrods Ástrala. Verslunin í miðbænum er risastór og algert völundarhús. Hún nær yfir margar byggingar og þrjár götur (þ.e. það eru göng yfir göturnar og svo heldur búðin áfram hinum megin). Fyrir mömmur með stórar kerrur sem ekki geta farið í rúllustigann liggur leiðin í lyfturnar á svona stöðum, þó að maður þurfi ekki að fara upp nema eina hæð. Myers í bænum er alveg kafli út af fyrir sig í lyftusögu landsins. Þarna eru 5 lyftur til staðar - gamlar lyftur - svo gamlar að þær eru MANNAÐAR af LYFTUVÖRÐUM (starfsheiti sem ég hélt að væri löngu útdautt - nema helst á 7 stjörnu hótelum). En þar sem mikill meirihluti kúnnanna notar rúllustigana er greinilega ekki rekstrargrundvöllur fyrir fleiri en einn lyftuvörð í senn - svona á þriðjudagsmorgni alla veganna. Þannig að 4 lyftur standa auðar og fara ekki fet. Það er ekki hægt að styðja á hnapp og panta lyftu - nei, það þarf að bíða á meðan lyftuvörðurinn ekur lyftunni frá fyrstu hæð og alveg upp, svo niður aftur sömu leið. Svona stýra þeir samviskusamlega upp og niður allan daginn, stansa á hverri hæð og þylja upp allt sem þar er að finna "Fourth level; Children's chlothing, shoes and toys; toilets and changing room" - alveg sama þó enginn þurfi að fara út á þessari hæð - og enginn sé á leiðinni inn! Ef Myers myndi skipta út þessum 5 elliærum lyftum og vörðunum með fyrir nýjar lyftur (sem koma þegar maður ýtir á takkann), hvað ætli þeir væru lengi að safna fyrir kostnaði nýju lyftanna með sparnaðinum af því að reka lyftuverðina???? Gamalgrónum Áströlum finnst voða sjarmerandi að hafa þetta fyrirkomulag á þessu - en ég verð BARA pirruð af að standa hálfan daginn og bíða eftir lyftu!

Við erum að vinna í að endurnýja alla myndasíðuna - það skýrir skortinn á nýjum myndum þar. Við hjónin getum vonandi gefið okkur tíma í þetta mjög fljótlega. Skólinn og vinnan aðeins að stríða okkur núna. Á meðan læt ég hér fljóta með aðra af snúllunni. Hér er hún að hjálpa mömmu við þvottinn.



...og hér er ein af hinni snúllunni að gera hjólið hreint eftir vetursetu í bílskúrnum (af því við vorum á Íslandi en ekki af því það væri ekki hægt að hjóla hér í vetur).



Knús í bili
Unnur

5 Comments:

  • Ótrúlegt hvað báðar pæjurnar hafa stækkað! Hlakka mikið til að sjá ennþá fleiri myndir, þetta var amk góð byrjun :)

    Sirrý

    By Anonymous Anonymous, at 11:33 PM  

  • ohhh... bara sætastar - alveg klárlega :) gaman að sjá svona rauðar bollukinnar og bústna handleggi í sumarfötunum þegar það er farið að snjóa og hálkast hér.
    kveðja úr snjónum
    Lára & co

    By Anonymous Anonymous, at 12:35 PM  

  • Hæhæ!! bara kvitta fyrir mig... mikið rosalega dafna þær vel skvísurnar :P Elísa er að verða svo mannaleg :) mikið rosalega hlakka ég til að sjá ykkur..

    Knús knús
    Anna

    By Blogger Unknown, at 1:09 AM  

  • Upprennandi matargat ;D strax farin að líkjast stóra bróðir.

    P.S. notiði svo ekki örugglega rétta smekkinn á hana ;D

    By Blogger Snillingurinnnn, at 6:14 AM  

  • Hæ Elísa yfir snúlla og Thelma yfir-yfir snúlla :) Þið eruð nú meiri krúttin. Hlakka ekkert smá til að fá ykkur heim um jólin og knúsa ykkur aðeins... eða kannski mikið ;)
    Miss ya...
    Luv, Soffía frænka og co.

    By Anonymous Anonymous, at 9:20 PM  

Post a Comment

<< Home


 

Website Counter