Óboðinn gestur og framtíðarpælingar
Það var ráðist á barnið mitt! Moskítófluga ruddi sér óboðin leið inn í herbergið hjá Thelmu Kristínu í fyrrinótt og barnið var svo útbitið eftir nóttina að ég hef aldrei séð annað eins (og verð ég nú frekar slæm sjálf) - Meira að segja nefið á henni var tvöfalt og annað augað sokkið - ekki falleg sjón. Maron hafði sem betur fer hendur í hári árásarflugunnar, vonandi áður en hún kom sér upp stórfjölskyldu á svæðinu!
Þetta er nú líklega bara bragð af því sem koma skal - sumarið á næsta leyti og allt það. Bara svona til að vera með almenn leiðindi, þá var hér í dag 27 gráðu hiti og glampandi sól. Elísa greyið veit ekki alveg hvernig hún á að vera í svona hita. Það er smá huggun harmi gegn að áströlsku börnin vita það ekkert frekar. Við fórum aftur í playgroup í dag og allur hópurinn var hálf illa upplagður - örugglega vegna hitans. Þetta venst vonandi.
Fórum í bíltúr í gær að skoða hús! Hér getur maður nebblega keypt eitt stykki byggt hús fyrir fyrirframákveðna upphæð - hvar sem maður vill. Þ.e. maður útvegar sér fyrst lóðina og kaupir svo staðlað hús til að planta niður. Þessi stórfyrirtæki sem þennan bisness stunda hafa svo komið sér upp heilu hverfunum sem eru til sýnist svo maður geti nú valið réttu "bragðtegundina". Viljið þið vita hvað 300 fm einbýli kostar? Ja, svona 12 milljónir uppsett - haldiði það væri munur ef maður gæti bara plantað efninu í gáma og fengið svo bræðurna til að styrkja húsið og reisa! Í ljósi síðustu daga verðum við bara að finna blómabeð í Kópavogi eða Mosfellsbæ - er ekki svo gott að vera í Kópavogi?
Knús
Unnur
Þetta er nú líklega bara bragð af því sem koma skal - sumarið á næsta leyti og allt það. Bara svona til að vera með almenn leiðindi, þá var hér í dag 27 gráðu hiti og glampandi sól. Elísa greyið veit ekki alveg hvernig hún á að vera í svona hita. Það er smá huggun harmi gegn að áströlsku börnin vita það ekkert frekar. Við fórum aftur í playgroup í dag og allur hópurinn var hálf illa upplagður - örugglega vegna hitans. Þetta venst vonandi.
Fórum í bíltúr í gær að skoða hús! Hér getur maður nebblega keypt eitt stykki byggt hús fyrir fyrirframákveðna upphæð - hvar sem maður vill. Þ.e. maður útvegar sér fyrst lóðina og kaupir svo staðlað hús til að planta niður. Þessi stórfyrirtæki sem þennan bisness stunda hafa svo komið sér upp heilu hverfunum sem eru til sýnist svo maður geti nú valið réttu "bragðtegundina". Viljið þið vita hvað 300 fm einbýli kostar? Ja, svona 12 milljónir uppsett - haldiði það væri munur ef maður gæti bara plantað efninu í gáma og fengið svo bræðurna til að styrkja húsið og reisa! Í ljósi síðustu daga verðum við bara að finna blómabeð í Kópavogi eða Mosfellsbæ - er ekki svo gott að vera í Kópavogi?
Knús
Unnur
2 Comments:
Eitthvað var ég nú að heyra af hjónum frá Ástralíu sem voru að kaupa heima....getur það passað? Lítill heimur :)
Aumingja Thelma, hún á alla mína samúð! Vona að þetta hjaðni sem fyrst.
Heyrumst elsku vinkona
Sirrý
By
Anonymous, at 5:01 AM
Aumingja Thelma sæta, vonandi að bágtið batni sem fyrst, annars segi ég bara eins og mamma, þetta grær áður en hún giftir sig :) þetta hefur aldrei klikkað hingað til.
hafið það gott í "sumar", hér er snjórinn farinn að sjást víða.
knus og kremjur
Lára & co
By
Anonymous, at 9:40 PM
Post a Comment
<< Home