Melbourne

Monday, October 08, 2007

Svo leikandi létt....

Jibbí jei - það les einhver þetta blogg :o) Sirrý og Lára - þið hafið blásið mig innblæstri - tek áskorunum fegins hendi og skelli hér með inn nýrri færslu úr æsispennandi lífi hinnar heimavinnandi húsmóður!

Skólinn byrjaði aftur í dag - æðislegt að fá tveggja vikna frí en jiminn góður hvað maður er alltaf feginn þegar rútínan byrjar aftur!

Við Elísa skelltum okkur í "playgroup" í fyrsta sinn í dag. Ég hélt að mér yrði vísað í playgroup grúbbu í ungbarnaeftirlitinu en hjúkkan hafði ekkert minnst á þetta (og ég gleymdi alltaf að spyrja) svo ég fór að forvitnast um þetta hjá kunningjum og komst þá að því að maður fær víst ekki slíka þjónustu nema með fyrsta barn - maður þarf sjálfur að bera sig eftir björginni. Ég hélt í sakleysi mínu að þetta væri ekki byrjað en á 5 mánuðum hafði víst myndast mjög rótgróin grúbba og mér fannst, þegar ég spjallaði við forsprakkann í síma, að mín væri nú ekkert allt of velkomin. Mér leið eins og ég hefði beðið aðal skvísuna í skólanum kæruleysislega um að fá að vera hluti af vinsælu klíkunni! En ég setti undir mig hausinn, staðráðin í að mæta í dag, enda um opinbera samverustund að ræða - Alveg tilbúin með ræðuna ef ég fengi ekki inngöngu - eins gott að ég væri ekki einmana mamman með fæðingarþunglyndi á háu stigi og allt það - en þess gerðist nú sem betur fer ekki þörf því þetta voru hinar fínustu konur og við Elísa skemmtum okkur konunglega. Fyndið samt að þessar eru allar að eiga sín fyrstu börn - og loksins hitti ég mæður á sama reki og ég! Frábært að vera ekki 10-20 árum yngri en hinar kellurnar. Fengum okkur kaffi á eftir og lágum yfir slúðurblöðum - ræddum landsins gagn og nauðsynjar, þ.e. hvort Britney ætti að fá börnin sín aftur og hver væri í flottasta kjólnum - Jibbí, loksins eitthvað fyrir minn smekk ;o)

Jæja, thats all for today folks (...eða Sirrý og Lára alla veganna!!) - það allra nýjasta úr lífi húsmóðurinnar - missið ekki af næsta þætti!

3 Comments:

  • Halló Melbæingar!!!
    Bara rétt að kvitta fyrir innlitið og láta vita að maður er líka að fylgjast með andfætlingum og afrekum húsmóðurinnar síkátu ;)
    Hafið það gott elskurnar mínar :-*
    Tjá, Soffía og co.

    By Anonymous Anonymous, at 1:36 AM  

  • Hey hey.... vei bara farin að blogga aftur :D - frábært að fá fréttir :) alltaf gott að vita að þið hafið það gott.... Knús og kossar frá klakanum
    Anna

    By Blogger Unknown, at 9:16 AM  

  • Ég er virkilega ánægð með þig núna! Mjög dugleg og gaman að heyra af ykkur öllum. Hlakka til að fá næsta hluta.... :)

    Kv. Sirrý

    By Anonymous Anonymous, at 5:31 AM  

Post a Comment

<< Home


 

Website Counter