Lítil snúlla fædd
Litla prinsessan lét sjá sig viku á undan áætlun, snemma á fimmtudagsmorgun. Vaknaði um miðnætti við að vatnið fór og daman kom í heiminn tveimur og hálfum tíma síðar. Allt gekk mjög hratt en vel. Snúllan er vær og góð - bara yndisleg. Stóru systkinin standa sig líka eins og hetjur, eru voða dugleg að hjálpa til og pinkulítið montin af litlu systur.
Myndir eru komnar inn á myndasíðuna.
Knús
Unnur og co.
Myndir eru komnar inn á myndasíðuna.
Knús
Unnur og co.
10 Comments:
Elsku Unnur, Maron, Kristófer og Thelma Kristín!
Hjartanlega til hamingju með litlu prinsessuna. Hún er yndisleg. Gott að heyra að allt gekk vel. Við hlökkum til að sjá hana í sumar og fá að knúsa hana.
Allir biðja kærlega að heilsa (Melbærinn, Rofaborg osfrv.)
Knús og kossar,
Soffía, Ingi og Selma
By
Anonymous, at 7:33 PM
elsku fjölskylda
til hamingju með litlu prinsessuna - hún er algjört æði.
hlökkum til að fá að sjá hana betur í sumar.
knus og kram
Lára granni & co
By
Anonymous, at 9:52 PM
Elsku Unnur og co
Innilegar hamingjuóskir með snúlluna. Gott að allt gekk vel. Hef fundið á mér að eitthvað var að gerast, þurfti endilega að tékka á blogginu þínu áður en ég fer heim.
Knús og kossar í massavís.
Birna frænka
By
Anonymous, at 1:21 AM
Innilega til hamingju! Bestu kveðjur til ykkar.
Hrafnhildur (MR bekkjarsystir) og co.
By
Anonymous, at 1:21 AM
Elsku fjölskylda, innilega til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn. Hún er alveg yndisleg. Frábært að heyra hvað allt gekk vel. Hlökkum virkilega til að sjá ykkur í sumar og þá fáum við að "mammast" smá saman!!!
Bestu kveðjur frá okkur öllum fjórum :)
Sirrý, Örn, Haraldur Daði og 8 daga skvísan
By
Anonymous, at 4:05 AM
Elsku Unnur og fjölskylda. TIl hamingju með nýja fjölskyldumeðlimin.
Þá nýju prinsessuna. Hafið þið það sem allra best kveðja Hulda G
By
Anonymous, at 12:32 PM
Elskulega fjölskylda,
innilega til hamingju með litlu prinsessuna - hún er rosalega sæt :)
hlökkum til að hitta ykkur í sumar.
Ragga, Óli, Ísak og Steinunn Eva
By
Anonymous, at 7:56 AM
Innilega til hamningju með Elísu Björk :) Vorum að kíkja yfir myndirnar af henni og hún er alveg yndisleg. Nú getum við ekki beðið eftir okkar kríli :)
Hlökkum til að sjá ykkur
Kveðja, Rakel og Þórir
By
Anonymous, at 9:20 PM
Til hamingju Unnur og öll fjölskyldan með nýju skvísuna. Sirrý sagði mér fréttirnar. Ég eignaðist lítinn strák 6. mars síðast liðinn svo bekkurinn er bara mjög frjósamur á 10 ára stúdentsafmælinu.
Bestu hamingjukveðjur, Edda Ýr
By
Edda Ýr, at 12:43 AM
Til hamingju með strákinn, Edda mín. Ég er hundfúl að ná ekki til landsins fyrir reunion. Þið verðið að skála fyrir okkur útlandapakkinu ;o)
Knús
Unnur
By
Unnur Gyda Magnusdottir, at 12:31 PM
Post a Comment
<< Home