Melbourne

Thursday, April 05, 2007

Gleðilega páska!

Örstutt "gleðilega páska" færsla. Erum á leið í sumarbústað með vinum okkar yfir páskana. Ætlum að slaka vel á og borða mikið súkkulaði. Mamma og pabbi sendu Kristófer út með alvöru páskaegg til okkar - svo nú á að njóta vel. Planið er líka að fara í siglingu á páskadag og ef heppnin er með okkur - snorkla með höfrungum.... eða réttara sagt - allir hinir ætla að snorkla með höfrungum, ég held ég verði með báða fætur á þurru landi (eða bát alla veganna).

Allt gott að frétta annars. Krakkarnir eru í 2ja vikna páskafríi svo við höfum aðallega dúllast hérna heima við í vikunni. Ég hef líka verið í semi-páskafríi í mínum skóla en þar fer allt á fullt í næstu viku.

Læt heyra í mér eftir páskana - vonandi get ég líka hent inn fleiri myndum þá.

Gleðilega páska!!

Unnur

0 Comments:

Post a Comment

<< Home


 

Website Counter