Litli pínu anginn sem dafnar svo vel
Smá fréttaskeyti frá stórfjölskyldunni. Allir í góðum gír hérna megin. Elísa Björk stækkar og þroskast með hverjum deginum. Við hittum ljósuna í morgun sem vigtaði og mældi. Daman orðin 4,6 kíló - hefur þyngst um tæpt kíló á hálfum mánuði!!!! Greinilegt að minni þykir sopinn góður!! Hún er líka farin að skælbrosa, hjala (heldur veiklulega enn - en þetta er samt hjal!) og heldur jafnvel haus á góðri stundu.
Við fórum í fyrsta alvöru ferðalagið á sunnudaginn. Kristófer var að keppa í ca. klukkutíma fjarlægð héðan og við ákváðum að prófa að taka snúlluna með - sjá hvernig þetta myndi ganga. Hefðum nú ekki þurft að hafa áhyggjur því hún svaf af sér fyrri bíltúrinn og leikinn (þrátt fyrir að hann hafi verið hörkuspennandi) - drakk svo í bílnum áður er lagt var í hann til baka - og svaf meira og minna alla heimleiðina líka. Ekkert mál fyrir Jón Pál - vonandi að hún hagi sér svona líka í löngu ferðinni sem framundan er.
Strákarnir unnu auðvitað leikinn. Þeir eru enn ósigraðir í deildinni - enda hörkugott lið hér á ferð. Það má segja að leikurinn á sunnudag hafi verið spilaður við íslenskar aðstæður því rokið var svo mikið að erfitt var að hafa stjórn á boltanum. Loksins er haustið farið að láta kræla á sér - ekki seinna vænna því hér hefst vetur formlega í þessari viku. Ég held að bæði apríl og maí (enn sem komið er) séu þeir heitustu og þurrustu síðan mælingar hófust.
Thelma Kristín fór voða montin í skólann í morgun - ekki í skólabúning. Ástæðan var sú að í dag var síðasti dagurinn hennar Inku vinkonu í skólanum og af því tilefni var haldið bekkjarpartý og enginn þurfti að mæta í skólabúning. Ég held nú að hún verði ekki jafnlukkuleg á morgun þegar aðstæður verða aðeins raunverulegri og það vantar bestu vinkonuna í skólann! Við buðum familíunni einmitt í mat til okkar á laugardaginn - síðasta kvöldmáltíðin - af mörgum góðum sem við höfum átt saman undanfarin tvö ár. Það verður skrítið að hafa þau ekki hérna.....en vonandi að við hittumst fljótlega aftur, annað hvort í Finnlandi eða á Fróni.
Húsbóndinn er á leiðinni til Íslands á fimmtudag! Þarf að skjótast í vinnuferð og verður frá í viku. Verst að ekki hittist þannig á að hann færi nær okkar heimferð - en það er ekki á allt kosið. Mín verður sem sagt einstæð móðir með þrjú börn í viku - alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt ;o/
Jæja, ætla að henda inn fleiri myndum - og klára umsóknina um vegabréfsáritun fyrir Elísu, maður heldur í sakleysi sínu að maður sé að eignast lítinn Ístrala hérna - en svo reynist hún bara vera ólöglegur innflytjandi!!!
Kyss og kram til ykkar allra. Erum farin að hugsa til heimferðar - það verður gaman að hittast í sumar.
Knús
Unnur
Við fórum í fyrsta alvöru ferðalagið á sunnudaginn. Kristófer var að keppa í ca. klukkutíma fjarlægð héðan og við ákváðum að prófa að taka snúlluna með - sjá hvernig þetta myndi ganga. Hefðum nú ekki þurft að hafa áhyggjur því hún svaf af sér fyrri bíltúrinn og leikinn (þrátt fyrir að hann hafi verið hörkuspennandi) - drakk svo í bílnum áður er lagt var í hann til baka - og svaf meira og minna alla heimleiðina líka. Ekkert mál fyrir Jón Pál - vonandi að hún hagi sér svona líka í löngu ferðinni sem framundan er.
Strákarnir unnu auðvitað leikinn. Þeir eru enn ósigraðir í deildinni - enda hörkugott lið hér á ferð. Það má segja að leikurinn á sunnudag hafi verið spilaður við íslenskar aðstæður því rokið var svo mikið að erfitt var að hafa stjórn á boltanum. Loksins er haustið farið að láta kræla á sér - ekki seinna vænna því hér hefst vetur formlega í þessari viku. Ég held að bæði apríl og maí (enn sem komið er) séu þeir heitustu og þurrustu síðan mælingar hófust.
Thelma Kristín fór voða montin í skólann í morgun - ekki í skólabúning. Ástæðan var sú að í dag var síðasti dagurinn hennar Inku vinkonu í skólanum og af því tilefni var haldið bekkjarpartý og enginn þurfti að mæta í skólabúning. Ég held nú að hún verði ekki jafnlukkuleg á morgun þegar aðstæður verða aðeins raunverulegri og það vantar bestu vinkonuna í skólann! Við buðum familíunni einmitt í mat til okkar á laugardaginn - síðasta kvöldmáltíðin - af mörgum góðum sem við höfum átt saman undanfarin tvö ár. Það verður skrítið að hafa þau ekki hérna.....en vonandi að við hittumst fljótlega aftur, annað hvort í Finnlandi eða á Fróni.
Húsbóndinn er á leiðinni til Íslands á fimmtudag! Þarf að skjótast í vinnuferð og verður frá í viku. Verst að ekki hittist þannig á að hann færi nær okkar heimferð - en það er ekki á allt kosið. Mín verður sem sagt einstæð móðir með þrjú börn í viku - alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt ;o/
Jæja, ætla að henda inn fleiri myndum - og klára umsóknina um vegabréfsáritun fyrir Elísu, maður heldur í sakleysi sínu að maður sé að eignast lítinn Ístrala hérna - en svo reynist hún bara vera ólöglegur innflytjandi!!!
Kyss og kram til ykkar allra. Erum farin að hugsa til heimferðar - það verður gaman að hittast í sumar.
Knús
Unnur
4 Comments:
Sjá þessa sætu mús sem er sko bara alveg eins og mamman :D
Ekkert smá brún og sæt með stór og falleg augu og fullt af hári. Annað en mín hárlausa sem verður það örugglega e-ð áfram ;) Alveg eins og pabbi sinn þessi börn !
Vildi bara kasta á ykkur kveðju og kanna hvort það væru komnar nýjar myndir.
kv. ´Fjóla og co.
By
Anonymous, at 9:49 AM
Hún er alveg æði hún Elísa Björk. Ekkert smá sæt. Get ekki beðið eftir að knúsa hana og ykkur öll. Bara rétt rúmur mánuður í það! Gaman að sjá hvað hún dafnar vel. Ása
By
Anonymous, at 2:37 AM
Innilegar hamingjuóskir með dömuna, kíkjum hérna annað slagið og sáum að það var orðin fjölgun í fjölskyldunni. Hafið það gott
kveðja af klakanum Jói, Lilja, Valdimar og Kristófer Logi
By
Anonymous, at 7:44 AM
ps. drengirnir okkar eru með heimasíðu http://www.barnanet.is/johannssynir
leyniorðið furó
það væri gaman að fá að skoða myndir af litlu prinsessunni ;-)
By
Anonymous, at 7:48 AM
Post a Comment
<< Home