Kveðjur úr Vetrarríki
Engar fréttir eru góðar fréttir, ekki satt? Hef þess vegna verið löt að blogga undanfarið - lífið gengur jú bara sinn vanagang. Allir dafna vel og eru hressir og sprækir þrátt fyrir að hér sé Veturkonungur mættur með meiri hamagangi en oft áður.
Fróðir menn spá hér alvöru vetri, eftir 7 ár af óvenju mildri tíð. Svei mér, ef þeir hafa ekki bara rétt fyrir sér - ef dæma má af því sem af er júnímánuði. Hér fer hitinn næstum niður í frostmark á nóttunni og rétt skríður upp í 12-15 gráður yfir daginn. Maður er búinn að grafa upp úlpur og húfur á liðið og ekki veitir af. Áströlunum finnst alveg ótrúlega fyndið að sjá að ég set litlu snúllu í kuldagalla þegar við löbbum í skólann á morgnana - hafa bara aldrei séð annað eins fyrirbæri!!! Þau eru ófá kommentin sem ég hef fengið frá fullorðnu fólki um það hversu kósý sé í vagninum hjá Elísu og hversu mikið þau langi sjálf til að liggja þarna!
Hitasystemið í húsinu hjá okkur ákvað auðvitað að bila á þessum allra besta tíma svo við finnum jafnvel enn meira fyrir vetrinum en aðrir - ekki það að annað hvert hús hér um slóðir er óupphitað! Hitinn er nú búinn að vera að stríða okkur í margar vikur en við höfum alltaf náð að koma honum í gang fyrir rest. Þegar Maron fór til Íslands í síðustu viku dó hann hins vegar drottni sínum (hitinn sko, ekki Maron). Ég lét umbann okkar vita - sem lét eigandann vita - sem hringdi í umboðið - sem lofaði viðgerð inna 3ja daga. Skilaboðakeðjan er hins vegar svo löng að það gerist ekki neitt nema það feli í sér klúður og misskilning svo nú eigum við von á viðgerðarmanni á mánudag - tveimur vikum eftir að ég bað um aðstoð!!!! Þvílík þjónusta!
Við erum nú samt enn við hestaheilsu fyrir eitthvert kraftaverk. Mín komst klakklaust í gegnum heila viku sem einstæð móðir með þrjú börn þegar Maron þurfti að bregða sér upp á Klaka í þarsíðustu viku. Svolítið púsluspil þegar maður hefur ekki einu sinnu ömmur og afa til aðstoðar - en gekk samt allt saman upp. Fínasta æfing fyrir ferðalagið heim.
Fórum í verslunarleiðangur um síðustu helgi, keyptum fermingarföt á Kristófer og "eftirskírnarkjól" á Elísu. Það verður sko nóg að gera í kirkjulegum athöfnum þegar við komum heim. Mér sýnist að komandi helgi muni líka fela í sér búðarráp - enda enn nokkrir hlutir sem við þurfum að ganga frá áður en við förum.
Maron var líka búinn að lofa Thelmu Kristínu að baka með henni um helgina. Þessu lofaði hann reyndar um síðustu helgi líka en varð að draga í land því við fengum til okkar gesti í mat á sunnudeginum (Daman var nú alveg sátt því meðal gestanna var ein besta vinkonan). Ég vona nú samt að hún verði ekki alveg jafnákafur bakari núna og hún var þá - þegar hún vakti pabba sinn klukkan korter yfir sjö, komin í svuntuna, með pottaleppann á höndinni og hélt á bökunarformunum sínum - alveg tilbúin! "Pabbi, ætluðum við ekki að baka?"!! Verst að pabbinn var ekki alveg jafnsprækur!
Hún var nú líka voða spennt í morgun þegar hún fór í skólann. Eftir skóla fær hún að fara heim með Sophiu vinkonu og fer svo með þeim út að borða í kvöld - bara gaman. Það gæti verið að ég kíki með þeim á veitingastaðinn - fer eftir því hversu spræk Elísa verður. Kristófer er akkurat á æfingu á þessum tíma svo þetta verður svolítið púsluspil - sjáum til hvernig við leysum málið.

Kristófer er annars alltaf jafn ánægður í boltanum. Þeir eru enn taplausir í deildinni - rosa gott lið á ferðinni. Næsti leikur er á sunnudag - svo við krossum fingur og tær. Hann hefur líka verið í prófum í skólanum - enda skólaárið hálfnað hérna megin. Prófin hafa víst gengið upp og ofan enda ekki við öðru að búast þegar allt námið er á ensku. Hann er samt að standa sig ótrúlega vel strákurinn. Hann var strax settur í "venjulegan" bekk - þ.e. í bekk með Áströlum en ekki krökkum sem hafa ensku sem annað tungumál - og hefur sko ekki staðið þeim að baki hingað til - bara duglegur!
Af Elísu Björk er líka allt gott að frétta. Hún er orðinn alger sperrileggur sem heldur næstum haus og er endalaust forvitin um allt sem er að gerast í kringum hana. Skælbrosir svo þegar einhver nennir að tala við hana - sem eldri systkinunum finnst sko ekkert leiðinlegt. Hún er voða vær og góð - heyrist varla í henni grátur og sefur alltaf 6-8 tíma lúr á nóttunni. Svo mamman er útsofin og sæl.

Jæja, heyrist hjal úr vagninum - mig grunar að sumir muni biðja um sopann sinn áður en langt um líður.
Knús á línuna
Unnur
Fróðir menn spá hér alvöru vetri, eftir 7 ár af óvenju mildri tíð. Svei mér, ef þeir hafa ekki bara rétt fyrir sér - ef dæma má af því sem af er júnímánuði. Hér fer hitinn næstum niður í frostmark á nóttunni og rétt skríður upp í 12-15 gráður yfir daginn. Maður er búinn að grafa upp úlpur og húfur á liðið og ekki veitir af. Áströlunum finnst alveg ótrúlega fyndið að sjá að ég set litlu snúllu í kuldagalla þegar við löbbum í skólann á morgnana - hafa bara aldrei séð annað eins fyrirbæri!!! Þau eru ófá kommentin sem ég hef fengið frá fullorðnu fólki um það hversu kósý sé í vagninum hjá Elísu og hversu mikið þau langi sjálf til að liggja þarna!
Hitasystemið í húsinu hjá okkur ákvað auðvitað að bila á þessum allra besta tíma svo við finnum jafnvel enn meira fyrir vetrinum en aðrir - ekki það að annað hvert hús hér um slóðir er óupphitað! Hitinn er nú búinn að vera að stríða okkur í margar vikur en við höfum alltaf náð að koma honum í gang fyrir rest. Þegar Maron fór til Íslands í síðustu viku dó hann hins vegar drottni sínum (hitinn sko, ekki Maron). Ég lét umbann okkar vita - sem lét eigandann vita - sem hringdi í umboðið - sem lofaði viðgerð inna 3ja daga. Skilaboðakeðjan er hins vegar svo löng að það gerist ekki neitt nema það feli í sér klúður og misskilning svo nú eigum við von á viðgerðarmanni á mánudag - tveimur vikum eftir að ég bað um aðstoð!!!! Þvílík þjónusta!
Við erum nú samt enn við hestaheilsu fyrir eitthvert kraftaverk. Mín komst klakklaust í gegnum heila viku sem einstæð móðir með þrjú börn þegar Maron þurfti að bregða sér upp á Klaka í þarsíðustu viku. Svolítið púsluspil þegar maður hefur ekki einu sinnu ömmur og afa til aðstoðar - en gekk samt allt saman upp. Fínasta æfing fyrir ferðalagið heim.
Fórum í verslunarleiðangur um síðustu helgi, keyptum fermingarföt á Kristófer og "eftirskírnarkjól" á Elísu. Það verður sko nóg að gera í kirkjulegum athöfnum þegar við komum heim. Mér sýnist að komandi helgi muni líka fela í sér búðarráp - enda enn nokkrir hlutir sem við þurfum að ganga frá áður en við förum.
Maron var líka búinn að lofa Thelmu Kristínu að baka með henni um helgina. Þessu lofaði hann reyndar um síðustu helgi líka en varð að draga í land því við fengum til okkar gesti í mat á sunnudeginum (Daman var nú alveg sátt því meðal gestanna var ein besta vinkonan). Ég vona nú samt að hún verði ekki alveg jafnákafur bakari núna og hún var þá - þegar hún vakti pabba sinn klukkan korter yfir sjö, komin í svuntuna, með pottaleppann á höndinni og hélt á bökunarformunum sínum - alveg tilbúin! "Pabbi, ætluðum við ekki að baka?"!! Verst að pabbinn var ekki alveg jafnsprækur!
Hún var nú líka voða spennt í morgun þegar hún fór í skólann. Eftir skóla fær hún að fara heim með Sophiu vinkonu og fer svo með þeim út að borða í kvöld - bara gaman. Það gæti verið að ég kíki með þeim á veitingastaðinn - fer eftir því hversu spræk Elísa verður. Kristófer er akkurat á æfingu á þessum tíma svo þetta verður svolítið púsluspil - sjáum til hvernig við leysum málið.

Kristófer er annars alltaf jafn ánægður í boltanum. Þeir eru enn taplausir í deildinni - rosa gott lið á ferðinni. Næsti leikur er á sunnudag - svo við krossum fingur og tær. Hann hefur líka verið í prófum í skólanum - enda skólaárið hálfnað hérna megin. Prófin hafa víst gengið upp og ofan enda ekki við öðru að búast þegar allt námið er á ensku. Hann er samt að standa sig ótrúlega vel strákurinn. Hann var strax settur í "venjulegan" bekk - þ.e. í bekk með Áströlum en ekki krökkum sem hafa ensku sem annað tungumál - og hefur sko ekki staðið þeim að baki hingað til - bara duglegur!
Af Elísu Björk er líka allt gott að frétta. Hún er orðinn alger sperrileggur sem heldur næstum haus og er endalaust forvitin um allt sem er að gerast í kringum hana. Skælbrosir svo þegar einhver nennir að tala við hana - sem eldri systkinunum finnst sko ekkert leiðinlegt. Hún er voða vær og góð - heyrist varla í henni grátur og sefur alltaf 6-8 tíma lúr á nóttunni. Svo mamman er útsofin og sæl.

Jæja, heyrist hjal úr vagninum - mig grunar að sumir muni biðja um sopann sinn áður en langt um líður.
Knús á línuna
Unnur
2 Comments:
Frábært að heyra hvað allt gengur vel...sama hér! Hlökkum mikið til að sjá ykkur í sumar.
Kv. Sirrý og Hera
By
Anonymous, at 6:12 AM
Elsku Unnur og Maron!
Til hamingju með daginn (17. júní ;))!!! Þetta er svo auðvelt að muna :) Gott að heyra að allir hafa það gott og dafna vel. Erum farin að telja niður dagana þar til þið komið, sérstaklega Selma sem er búin að ákveða að fara með Thelmu Kristínu í sund þegar hún kemur frá Ástralíu!
Knús og kossar til allar,
Soffía og co.
By
Anonymous, at 10:50 PM
Post a Comment
<< Home