Melbourne

Monday, May 07, 2007

Nýjar myndir

Smellti inn nýjum myndum. Höfum haft það mjög rólegt og notarlegt hérna heima. Elísa Björk náði sér í gulu og fékk þessa fínu ljósameðferð í stofunni. Hún er öll að braggast og farin að vaka miklu meira - Kristófer og Thelmu Kristínu til mikillar gleði.

Á laugardaginn var mikil hátíð í skólanum hjá Thelmu Kristínu. Fjáröflun sem fram fer annað hvert ár. Það var búið að setja upp tivoli á skólalóðinni, ýmsir sölubásar voru um allt, alls kyns leikir og happadrætti og annað spennandi. Skemmtiatriði allan daginn og fram á kvöld, matsala og bjórgarður. Við gátum því miður ekki verið nema stutta stund enda beið litla daman eftir okkur heima.

Kristófer sneri á sér fótinn í fótboltaleik um síðustu helgi og endaði á hækjum. Hann er farinn að stíga aftur í fótinn en hefur ekki geta farið á æfingar í rúma viku - ekki kátur með það!

Við Thelma Kristín skelltum okkur í kveðjupartý hjá Inku hinni finnsku á föstudaginn. Þau eru á heimleið fjölskyldan eftir rúma 2ja ára dvöl í Ástralíu. Það verður missir af þeim - við höfum verið dugleg að styðja hvert annað svona í útlandinu.

Alla veganna....ætlaði bara að segja að ég var að smella inn nýjum myndum - hitt kom alveg óvart.

Bestu kveðjur frá stórfjölskyldunni
Unnur og co.

7 Comments:

  • til hamingju með fallega nafnið

    knus og kram af klakanum

    Lára & co

    By Anonymous Anonymous, at 1:59 AM  

  • Til hamingju með fallegu nöfnin, passa vel á fallega stúlku. Alveg yndislegar myndirnar, hún er svo mannaleg og flott skvísa. Hlakka mikið til að sjá ykkur í sumar.

    Kv. Sirrý

    By Anonymous Anonymous, at 5:14 AM  

  • HæHó.
    Innilega til hamingju með litlu músina. Bara sæt og flott og alveg eins og stóra systirin :D
    Og til hamingju með fallega nafnið hennar.
    Vorum bara að fá fréttirnar af nýjasta meðliminum í kvöld. Þú bloggar svo sjaldan að ég hef bara ekkert kíkt á síðuna lengi lengi :s
    En gott að allt gengur vel hjá ykkur og hlakka til að hitta ykkur í sumar. Ég er alltaf ennþá með brjóstagjafapúðann þinn svo þú getur bara fengið hann þegar þú kemur ;)
    Það biðja allir úr minni famelíu voða vel að heilsa og senda hamingjuóskir.
    Hafið það rosa gott.
    kv. Fjóla og co.

    By Anonymous Anonymous, at 9:05 AM  

  • Það er fyrst í dag að ég hef komist í að skoða myndirnar af stóru fjölskyldunni ykkar. Mikið var gaman það gaman og færir mann nær ykkur. Þið eigið alveg yndisleg börn.
    Það hefur verið svo mikið að gera hjá mér upp á síðkastið endar er ég á leiðinni heim í lok maí og allt verður að klárast áður. Verð á flugi um hvítasunnuna en komin heim á annan.
    Gangi ykkur vel og hlakka til að sjá ykkur í sumar.
    Knús og kossar
    Birna frænka

    By Blogger Jo, at 1:13 AM  

  • Kæra fjölskylda
    Til hamingju með dömuna og nafnið.
    Hafið það sem best.
    Kveðja
    Kristín, Elísabet Eldey og Daggi

    By Anonymous Anonymous, at 6:17 AM  

  • Elsku Unnur og stórfjölskylda, innilegar hamingjuóskir með litlu stúlkuna og fallega nafnið hennar! Nú langar mig svo mikið að sjá myndirnar en ég er ekki með leyniorðin. Geturðu sent mér þau á lilja.b@gmail.com
    Knús og kossar,

    Lilja frænka

    By Blogger Lilja, at 7:56 PM  

  • Elsku Unnur,
    ég var að skoða þessar dásamlegu myndir... Elísa litla er algjört augnayndi. Hlakka til að fylgjast með. Gangi ykkur sem allra best!

    Lilja frænka

    By Blogger Unknown, at 5:47 PM  

Post a Comment

<< Home


 

Website Counter