Hann á afmæli í dag...
Jæja, haldiði ekki að húsbóndinn sé bara kominn á fertugsaldurinn!! Karlinn varð þrítugur á sunnudaginn með pompi og pragt. Úff... og mín sem er rétt um tvítugt ;o) Reyndum nú að gera okkur dagamun þrátt fyrir að planið sé að halda upp á áfangann á Bora Bora fljótlega, ykkur er að sjálfsögðu boðið í veisluna! Maron hélt því nú fram að hann væri enn 29 þar til fæðingartími rynni upp á Íslandi... með þeim rökum er hann fæddur á sjálfan kvennafrídaginn.
En hvað um þær vangaveltur, við fórum niður til St. Kilda í eftirmiðdaginn (þetta fer nú að verða fastur liður á sunnudögum) og Thelma Kristín fékk að fara aðeins í Luna Park, tivoli Melbæinga. Eftir stutta verslunarferð fórum við svo út að borða. Fórum á stað sem einungis býður upp á "all you can eat" hlaðborð. Fínt fyrir barnafólk, daman var ekki smá lukkuleg með að geta valið um spagetti, lasagna, pizzur og pylsur, svo ekki sé minnst á eftirréttina. Fyrir fullorðna fólkið sem gerir kannski aðeins meiri kröfur til matarins var þetta skítsæmilegt, kannski ekki staðurinn sem maður hefði valið hefðum við verið barnlaus, en gaman samt. Á eftir ókum við niður á strönd og fengum okkur göngutúr. Urðum þar vitni að mjög skemmtilegu sjónarspili. Yfir hinum helmingnum af Melbourne lá nefnilega óveðurský með þrumum og eldingum svo á meðan við vorum í rjómablíðu okkar megin horfðum við á ljósaspilið á himni ofan við hinn hlutann... ég hef nú bara aldrei séð nokkuð þessu líkt. Alveg magnað!
Sátum svo seinna um kvöldið yfir Júróvision afmælisþættinum (ég veit, frekar glatað!) Við erum búin að vera voða hissa yfir því hversu áhugasamir Ástralir eru um Júróvision en nú erum við sko búin að fá botn í málið... haldiði ekki bara að konungur Júróvisjón sé Ástrali... hélduð þið að Johnny Logan væri írskur.. well think again! Hann var sko ástralskur þegar hann vann fyrst fyrir Íra 1980, og hét meira að segja Sean Serrard takk fyrir. Olivia Newton-John keppti líka fyrir Bretland 1974 og Gina G sem keppti fyrir Bretana 1996 er líka Áströlsk svo í raun má segja að Ástralir hafi staðið sig betur í Júró en Íslendingar!!! En hvað um það sátum eins og sófakartöflur yfir þessu langt fram á nótt á milli þess sem við kjöftuðum við fjölskyldu og vini á Íslandi í símann. All in all bara nokkuð góður dagur... spurning hvort afmælisfagnaður á Bora Bora standist samanburð ;o)
Afmælismorgunverður... og smá Toblerone í desert!
Feðgin í tivoli
Vikan gekk annars sinn vanagang. Dans á mánudag og síðasti kínverskutíminn minn um kvöldið. Í bili alla veganna, þetta námskeið búið og ekki von á framhaldsnámskeiði fyrr en eftir sumarleyfi. Við mæðgur vorum svo að dúllast hér í blíðunni þegar Thelma Kristín var ekki í leikskóla og ég í vinnu. Á föstudaginn var aftur prógramm í skólanum. Læt hér fylgja nokkrar myndir þaðan.
Thelma Kristín að föndra snigil
Thelma Kristín og Inka finnska
Lentum í hellidembu á heimleiðinni og Maron hafði akkurat farið heim korteri á undan okkur með leikskólastöskuna með regnkápu og tilheyrandi! Fengum "far með regnhlifunum" hjá Sophiu og mömmu hennar (og pinkulitla bróður) heim til okkar en keyrðum þau í staðinn það sem eftir var af þeirra heimleið
Gengum líka frá öllum ferðagögnum fyrir Tahiti. Allir flugmiðar í höfn og nú er bara að bíða og hlakka til. Það fer nú heldur betur að styttast í brottför, aðeins 10 dagar til stefnu... and counting!
Fórum í verslunarferð á laugardag og Maron fékk sér linsur. Nauðsynlegt að geta átt sólgleraugu til skiptana á Tahiti! Fórum líka með þá stuttu í myndatöku. Þegar ég var í K-mart um daginn lét ég nefnilega plata mig til að taka þátt í einhverju happadrætti hjá ljósmyndaranum þeirra. Svo hringdu þeir auðvitað 3 dögum seinna og sögðu að ég hefði unnið "Discount prize"... haha afsláttarverðlaun!! Það fól sem sagt í sér að við áttum að borga 5 dollara "sitting fee" (sem við gerðum nú reyndar ekki) og svo fengjum við EINA mynd ókeypis. Ég ákvað nú samt að láta til leiðast og fór með dömuna í myndatöku... veit vel að við munum falla fyrir bragðinu og kaupa afganginn af myndunum! En reyndar leit þetta nú vel út hjá ljósmyndaranum og ég á von á krúttlegum myndum svo hvað með það þó við kaupum þær allar :o)
Jæja, látum þetta duga í bili. Sendi montblogg áður en við leggjum af stað til Tahiti!
Knús
Unnur Gyða
En hvað um þær vangaveltur, við fórum niður til St. Kilda í eftirmiðdaginn (þetta fer nú að verða fastur liður á sunnudögum) og Thelma Kristín fékk að fara aðeins í Luna Park, tivoli Melbæinga. Eftir stutta verslunarferð fórum við svo út að borða. Fórum á stað sem einungis býður upp á "all you can eat" hlaðborð. Fínt fyrir barnafólk, daman var ekki smá lukkuleg með að geta valið um spagetti, lasagna, pizzur og pylsur, svo ekki sé minnst á eftirréttina. Fyrir fullorðna fólkið sem gerir kannski aðeins meiri kröfur til matarins var þetta skítsæmilegt, kannski ekki staðurinn sem maður hefði valið hefðum við verið barnlaus, en gaman samt. Á eftir ókum við niður á strönd og fengum okkur göngutúr. Urðum þar vitni að mjög skemmtilegu sjónarspili. Yfir hinum helmingnum af Melbourne lá nefnilega óveðurský með þrumum og eldingum svo á meðan við vorum í rjómablíðu okkar megin horfðum við á ljósaspilið á himni ofan við hinn hlutann... ég hef nú bara aldrei séð nokkuð þessu líkt. Alveg magnað!
Sátum svo seinna um kvöldið yfir Júróvision afmælisþættinum (ég veit, frekar glatað!) Við erum búin að vera voða hissa yfir því hversu áhugasamir Ástralir eru um Júróvision en nú erum við sko búin að fá botn í málið... haldiði ekki bara að konungur Júróvisjón sé Ástrali... hélduð þið að Johnny Logan væri írskur.. well think again! Hann var sko ástralskur þegar hann vann fyrst fyrir Íra 1980, og hét meira að segja Sean Serrard takk fyrir. Olivia Newton-John keppti líka fyrir Bretland 1974 og Gina G sem keppti fyrir Bretana 1996 er líka Áströlsk svo í raun má segja að Ástralir hafi staðið sig betur í Júró en Íslendingar!!! En hvað um það sátum eins og sófakartöflur yfir þessu langt fram á nótt á milli þess sem við kjöftuðum við fjölskyldu og vini á Íslandi í símann. All in all bara nokkuð góður dagur... spurning hvort afmælisfagnaður á Bora Bora standist samanburð ;o)
Afmælismorgunverður... og smá Toblerone í desert!
Feðgin í tivoli
Vikan gekk annars sinn vanagang. Dans á mánudag og síðasti kínverskutíminn minn um kvöldið. Í bili alla veganna, þetta námskeið búið og ekki von á framhaldsnámskeiði fyrr en eftir sumarleyfi. Við mæðgur vorum svo að dúllast hér í blíðunni þegar Thelma Kristín var ekki í leikskóla og ég í vinnu. Á föstudaginn var aftur prógramm í skólanum. Læt hér fylgja nokkrar myndir þaðan.
Thelma Kristín að föndra snigil
Thelma Kristín og Inka finnska
Lentum í hellidembu á heimleiðinni og Maron hafði akkurat farið heim korteri á undan okkur með leikskólastöskuna með regnkápu og tilheyrandi! Fengum "far með regnhlifunum" hjá Sophiu og mömmu hennar (og pinkulitla bróður) heim til okkar en keyrðum þau í staðinn það sem eftir var af þeirra heimleið
Gengum líka frá öllum ferðagögnum fyrir Tahiti. Allir flugmiðar í höfn og nú er bara að bíða og hlakka til. Það fer nú heldur betur að styttast í brottför, aðeins 10 dagar til stefnu... and counting!
Fórum í verslunarferð á laugardag og Maron fékk sér linsur. Nauðsynlegt að geta átt sólgleraugu til skiptana á Tahiti! Fórum líka með þá stuttu í myndatöku. Þegar ég var í K-mart um daginn lét ég nefnilega plata mig til að taka þátt í einhverju happadrætti hjá ljósmyndaranum þeirra. Svo hringdu þeir auðvitað 3 dögum seinna og sögðu að ég hefði unnið "Discount prize"... haha afsláttarverðlaun!! Það fól sem sagt í sér að við áttum að borga 5 dollara "sitting fee" (sem við gerðum nú reyndar ekki) og svo fengjum við EINA mynd ókeypis. Ég ákvað nú samt að láta til leiðast og fór með dömuna í myndatöku... veit vel að við munum falla fyrir bragðinu og kaupa afganginn af myndunum! En reyndar leit þetta nú vel út hjá ljósmyndaranum og ég á von á krúttlegum myndum svo hvað með það þó við kaupum þær allar :o)
Jæja, látum þetta duga í bili. Sendi montblogg áður en við leggjum af stað til Tahiti!
Knús
Unnur Gyða
2 Comments:
Kva, Ása mín... ætlarðu ekki að mæta í partýið??!?!? :o)
Gott að heyra að þið voruð ánægð með Tyrklandsferðina, var þetta ekki bara smá undirbúningur fyrir matarklúbbinn í Melbourne? Myndasíðan er því miður dáin í bili en Maron hefur lofað að kippa því í liðinn fljótlega, líklega ekki fyrr en eftir Tahiti þó - en þá verðið þið bombarderuð með myndum.
Hihi jólasveinninn var sko farinn að láta sjá sig um miðjan september hér! Hann er líklega að nota tækifærið áður en hitinn fer mikið yfir 30 gráðurnar!
Knús
Unnur
By Unnur Gyda Magnusdottir, at 12:11 PM
Innilega til hamingju með STÓRafmælið Maron og velkominn í hópinn ;)
Góða skemmtun á Bora Bora.
bestu kveðjur,
Ragga, Óli og Ísak
By Anonymous, at 9:33 PM
Post a Comment
<< Home