Montblogg
Jæja, þá datt vorið inn með stæl. Hér var 37 stiga hiti í gær takk fyrir kærlega.... aðeins of heitt fyrir minn smekk, það verður gaman að sjá hvernig sumarið leggst í okkur! Lífið líka að kvikna hér í kringum okkur með tilheyrandi köngulóardrápum. Mættum einni sem bítur hér í stofunni hjá okkur. Maron veiddi hana í krukku... það var sko áður en við vissum að hún biti! Maður hlýtur samt að venjast þessu með tímanum, ég er alla veganna farin að opna hjá mér gluggana af og til, og verð svo að taka afleiðingunum!
Langþráð frí að hefjast á morgun! Fyrir utan eina viku í sumarbústað fyrir austan sumarið 2003 þá tók Maron sér síðast frí þegar við fórum til Mallorca sumarið eftir að Thelma Kristín fæddist... svo ég held það sé kominn tími á hann! Hér er auðvitað allt á síðustu stundu eins og vaninn er og því verður montbloggið stutt í þetta sinn. Þið fáið svo auðvitað langlokuferðasögu þegar við komum aftur.. með myndum og öllu, ég lofa!
Afmælisveisla fyrir okkur hjónin á Bora Bora 10. nóv (þegar ég verð enn rétt rúmlega tvítug)... ykkur er öllum boðið, mæting um 8 leytið!!
Kveð í bili... og held á vit ævintýranna...
Knús
Unnur Gyða
Langþráð frí að hefjast á morgun! Fyrir utan eina viku í sumarbústað fyrir austan sumarið 2003 þá tók Maron sér síðast frí þegar við fórum til Mallorca sumarið eftir að Thelma Kristín fæddist... svo ég held það sé kominn tími á hann! Hér er auðvitað allt á síðustu stundu eins og vaninn er og því verður montbloggið stutt í þetta sinn. Þið fáið svo auðvitað langlokuferðasögu þegar við komum aftur.. með myndum og öllu, ég lofa!
Afmælisveisla fyrir okkur hjónin á Bora Bora 10. nóv (þegar ég verð enn rétt rúmlega tvítug)... ykkur er öllum boðið, mæting um 8 leytið!!
Kveð í bili... og held á vit ævintýranna...
Knús
Unnur Gyða
0 Comments:
Post a Comment
<< Home