Melbourne

Thursday, September 22, 2005

Ilmur í lofti

Gaman að búa þar sem árstíðaskiptin gerast svona hratt. Einn daginn vaknar maður bara og öll tré eru orðin græn... ekki prósess sem tekur 6 vikur eins og sums staðar (hmhm). Skrítið samt hvað það er sterk lykt af vorinu hér. Í gær kom ég niður og skildi ekkert í þessari lykt sem var í húsinu.... fattaði svo að hún kom að utan. Sterk lykt eins og af liljum, eins og mér finnst þær falleg blóm hata ég lyktina af þeim (eitthvað til að hafa í huga næst þegar þið viljið kaupa blóm handa mér ;o) ) Fyrir svona konu eins og mig með stórt nef og lyktarskyn frá ... ja, ég veit ekki hvaðan, þá er þetta nú ekkert til að hrópa húrra fyrir. Finnst eiginlega bara bölvuð fýla af þessu vori! Var einmitt að horfa á einhvern túristaþátt um París þar sem þáttastjórnandinn fór inn í svona "parfumerie" þar sem framleidd var lykt, hvort sem hún var í formi ilmvatns eða klósetthreinsiefnis. Ég held að þar hafi ég í fyrsta sinn séð starf sem ég væri líklega "gifted" í ... held ég yrði bara alveg brilljant í þessu. Ætti kannski að fara að breyta um stefnu hvað varðar starfsvettvang hihi.

Höfum það annars fínt í vorilminum ;o) Dúllumst bara hér í góða veðrinu. Hittum finnsku vini okkar bæði á þriðjudag og svo aftur í dag. Í gær fór Thelma Kristín á leikskólann og ég sló þessu upp í kæruleysi og skellti mér í Kringluna og keypti mér sumarföt. Maður hefur aldrei áður þurft að eiga sumarföt til skiptana svo við þurfum líklega öll að endurnýja fataskápinn að einhverju leyti. Ég ætla að fara aftur fljótlega með þá stuttu með mér og versla á hana ... svo er líka spurning hvort Maron komist í verslunarferð í Kína, líklega ódýrast að versla flíkurnar á heimaslóðum!

Luma á einni skemmtisögu sem ég ætlaði að vera löngu búin að setja hér inn. Það var nefnilega þannig að stuttu eftir að við komum frá Íslandi þurfti ég að skreppa hér út að kvöldi til og sá þá "possum" klifra upp í tré, sem er svo sem ekki í frásögu færandi þar sem þeir eru hálfgerð plága hér. Ég dreif mig samt inn og sagði Thelmu Kristínu frá því að ég hefði séð "possum". Ég mundi ekki hvað þeir heita á Íslensku (pokarotta held ég samt eftir á að hyggja) og notaði því alltaf orðið "possum". Við ræddum þetta heilmikið, hvað hann hafi verið að gera upp í tré, hvað hann borði, hvort hann borði fugla, eða bara lauf o.s.frv. Seinna um kvöldið sagði svo Thelma við pabba sinn, "Pabbi, veistu hvern mamma sá klifra upp í tré?" "Nei, sagði pabbinn" og sú stutta var fljót að svara "Tarzan"!!! Smá misskilningur hjá okkur mæðgum sem ég var fljót að leiðrétta, hélt ég. Svo um daginn var ég aftur á ferð í myrkrinu og sá pokarottu í tré hér fyrir utan hjá okkur og ákvað nú að sækja bara Thelmu Kristínu og leyfa henni að sjá kvikindið. Hún var voða spennt að fá að fara út og sagði eitthvað á þá leið að kannski væri hann alveg eins og á púslinu hans bróa. Kristófer á nefnilega Tarzan púsl hér hjá okkur en ég hélt að hún væri að tala um eitthvað af dýrunum sem eru líka á myndinni. Við fórum út og ég benti og benti upp í tré en Thelma Kristín harðneitaði fyrir það að sjá nokkuð. Svo loksins þegar hún skildi á hvað ég var að benda sagði hún, "já, en hann er ekkert eins og maður!" Þá var daman enn að leita að Tarzan í trénu, hafði greinilega ekki náð þessu síðast! Vona að hún sé búin að læra þetta núna og haldi ekki að konungur apanna sveifli sér í trjánum hér í Melbourne.

Jæja, vildi bara láta heyra í mér örstutt, hef einhvern veginn nægan tíma til að blogga þessa dagana ;o) Ég setti meira að segja upp teljara á síðunni svo ég sjái hvort einhver sé að lesa þetta röfl í mér. Var bara frekar hissa að sjá hve margir kíkja í heimsókn! Vandamálið er nú bara það að ég á það til að vera svo helv.. langorð að líklega meikar enginn að lesa allt til enda, hihi! Setti líka inn gestabók svo nú geta allir kvittað fyrir komuna!!

Knús
Unnur

0 Comments:

Post a Comment

<< Home


 

Website Counter