Port Lincoln
Haldiði að vorið sé ekki bara komið til Ástralíu?? Síðasta vika vetrarins að renna sitt skeið og hitinn kominn yfir 20 gráður eins og vera ber svona í upphafi vors!! Okkur leiðist ekkert að rölta um hverfið í rólegheitum í svona veðri, Thelma Kristín er orðin voðalega flink að hjóla og þarf núna bara að æfa sig að taka af stað og bremsa og þá verður hún fær í flestan sjó.
Við fórum í ferðalag um helgina. Maron þurfti að vinna í Port Lincoln hér í Suður Ástalíu og þar sem hann þurfti að fara yfir helgi ákváðum við mæðgur, með engum fyrirvara, að skella okkur bara með. Port Lincoln er helsta sjávarútvegsmiðstöð Ástrala, fínn fiskibær getur maður sagt enda hafa margir gert það gott í sjávarútvegnum hér og ber bærinn þess glöggt merki - mikið af stórum, fallegum húsum, svo ekki sé minnst á snekkjur og skútur sem liggja í höfninni, jafnvel inni í garði ef maður fær sér hús niðri við höfn.
Við flugum eldsnemma á föstudagsmorgni til Adelaide þaðan sem við fórum með lítilli rellu yfir til Port Lincoln. Maron fór strax að vinna og við mæðgur tókum því rólega, enda höfðum við vaknað klukkan 4 um nóttina til að ná flugi. Á laugardeginum vorum við svo heppnar að fá að fara með bátunum út á túnfisksveiðar, eða túnfisksuppskeru réttara sagt því fiskurinn er í eldi og aðeins spurning um að sækja hann þegar tími er til kominn (sem er sem sagt á þessum árstíma). Við lögðum af stað klukkan 6 um morguninn og sigldum á móti sólinni þar sem hún reis upp úr hafinu - Thelma Kristín hafði á tímabili smá áhyggjur af því að við myndum bara sigla hana niður! Eftir klukkutíma siglingu vorum við komin út að kvíunum og þar fengum við að fylgjast með því þegar fiskurinn er sóttur um borð. Mjög áhugavert verð ég að segja og spennandi að hafa fengið tækifæri til að sjá þetta. Ég gef mér að Thelma Kristín sé eina íslenska barnið sem hefur orðið vitni að slíkri athöfn. Við foreldrarnir vorum nú doldið nervus um hvort við ættum að leyfa henni að fylgjast með slátruninni en ákváðum að hún væri nógu stór til að skilja gang lífsins þrátt fyrir að bera sterkar tilfinningar til Nemó og félaga! Hún var lika alveg róleg yfir þessu öllu saman, hafði smá áhyggjur af því að dýragarðurinn þyrfti að fá lifandi eintak en eftir að hafa fengið loforð mitt fyrir því að það yrðu skildir eftir lifandi fiskar tók hún þessu öllu méð stóískri ró. Á bakaleiðinni sátum við uppi á þilfari með kaffibolla og horfðum á yndislegt útsýnið sem við blasti. Alveg frábær ferð í alla staði og án efa það sem stóð uppúr í ferðinni.
Eftir sjóferðina ákváðum við að skella okkur í sundlaugina sem var heppilega staðsett við hliðina á hótelíbúðinni okkar. Sundlaugin var nýleg og snyrtileg í alla staði. Við vitum auðvitað að búningsklefar utan íslensku lögsögunnar eru ekki hundi bjóðandi en við erum nú að verða ýmsu vön í þeim efnum. Það sem var hins vegar svolítið undarlegt við þessa sundlaug var aragrúi af reglum sem ég hef aldrei áður kynnst og við vissum á tímabili ekki hvort við ættum að hlæja eða gráta yfir þessu öllu. Eftir að við komum ofan í gengum við, að gömlum vana, að kassa við sundlaugarbakkann og náðum í kork og "spagetti" fyrir Thelmu að leika sér með, hún var varla komin ofan í laugina þegar starfsmaður tók af henni dótið, það mátti ekki leika með það. Í lauginni var fleira starfsfólk en sundgestir, ég hef aldrei séð annað eins. Þegar við ætluðum í heita pottinn mættu okkur fjögur skilti með leiðbeiningum um hvernig maður mætti, eða mætti ekki haga sér og ein reglan var sú að maður varð að vera 15 ára til að fara í heita pottinn! Eftir að hafa beðið eftir að rennibrautin opnaði (hún var sko lokuð til kl. 1 .... og heiti potturinn lokaði klukkan 4 vegna þrifa) var sú stutta orðin mjög spennt þegar opnað var upp og var fljót að plata pabba sinn 2 ferðir. Þau komu svo yfir til mín og við ætluðum að fara eina ferð enn áður en við færum upp úr en vorum stoppuð af starfsmanni af því við vorum ekki með réttan lit af armböndum til að mega nota rennibrautina!!! Þegar við borguðum okkur ofan í hafði starfsmaðurinn spurt okkur hvort við vildum "swim only" og við svöruðum já, datt ekki í hug annað en hún væri að spyrja hvort við ætluðum að nota líkamsræktina líka, fundarsal, barngæslu eða eitthvað af öllu því sem þarna var í boði en nei, þá þarf sko að taka fram þegar maður borgar sig inn ef maður ætlar í rennibrautina! Starfsmaðurinn var öll hin elskulegasta, það var ekki málið, bauð okkur að fara fram og borga 2 dollara á mann aukalega fyrir að nota rennibrautina en á þessum tímapunkti vorum við orðin svo stúmm yfir þessari sundlaug að við ákváðum bara að koma okkur upp úr. Ég meina, ég er nú enginn hagfræðingur en það þarf enginn að segja mér að í svona litlum bæ geti þessi 2 dollarar sem gestir borga fyrir að fara nokkrar salibunur staðið undir kostnaði við starfsmanninn sem stendur þarna og athugar hvaða litur er á armböndunum hjá þessum 10 börnum sem eru í lauginni (og NB þetta var á laugardegi).
Úff, þá er ég búin að hella úr "hissa"skálum mínum yfir þessari sundlaug. Við tókum því svo bara rólega á laugardagseftirmiðdeginum því að um kvöldið var okkur boðið út að borða með vinnu/viðskiptafélögum Marons. Mín smakkaði ostrur í fyrsta sinn - þær voru bara ágætar ef maður lætur áferðina á þeim ekki trufla sig. Fékk mér líka túnfisks-shasimi -ummm það var rosa gott og svo lax í aðalrétt. Thelma Kristín kom með okkur í dinnerinn og lét eins og engill, að sjálfsögðu.
Maron fór svo aftur að vinna hluta úr sunnudeginum. Þegar hann kom aftur fengum við okkur göngutúr út á tanga þarna rétt hjá og nutum útsýnisins. Löbbuðum eftir ströndinni og tíndum fullt af skeljum og kuðungum. Ég er sko ekki haldin snefil af söfnunaráráttu og hef heldur litla þolinmæði þegar dóttirin er að koma inn með alls kyns blóm og steina en ég tapaði mér alveg þarna á ströndinni í tínslunni. Þetta voru svo fallegir kuðungar að ég hef sjaldan séð annað eins, við komum heim með fullan poka og ég verð að segja að þetta fer betur í vasa en lituðu glerkúlurnar sem maður er að kaupa í IKEA!
Komum svo heim aftur í gærkvöldi, mánudagskvöld. Því miður missti Thelma Kristín af dansinum fyrir vikið og ég af kínverskunni (og þar með vikulegum æfingarakstri) en við bætum það upp í næstu viku. Það er svona að vera á þessum ferðalögum maður missir af sumu en græðir ýmislegt annað í staðinn. Brosti nú út í annað þegar við Thelma vorum á leikvellinum í Port Lincoln á föstudaginn og daman settist upp í bát sem þarna var og bað mig að setjast aftur í. Svo spurðu hún: "Mamma, hvort viltu fara til Adelaide, Kína, Tasmaníu eða Tahiti!" Líklega ekki mörg íslensk börn sem velja þessa áfangastaði!
Hún er líka svolítið að pæla í þessum tungumálum, t.d. var pabbi hennar að reyna að kalla á hákarla í veiðiferðinni og Thelma horfði bara á hann eins og hann væri skrítinn - "pabbi, þeir skilja ekkert íslensku!" og svo kallaði hún "Sharks, where are you!" Hún spurði mig líka um daginn hvort að Guð skildi okkur þegar við biðjum Faðirvorið á íslensku en erum í Ástralíu!
Jæja, nú fer að síga á seinni hlutann af þessu röfli mínu. Best að sinna barninu aðeins. Hún er stundum svo dugleg að leika sér sjálf inni í herbergi hjá sér að ég veit ekki af henni svo tímunum skiptir. Ég er líka að reyna að fá Maron til að hjálpa mér að komast í gegnum myndaflóðið okkar sem núna er geymt á 3 ólíkum tölvum. Vona að það komist skipulag á þetta fljótlega svo ég geti sett inn fleiri myndir.
Bestu kveðjur héðan úr roki, rigningu... og 20 stiga hita!
Knús
Unnur
Við fórum í ferðalag um helgina. Maron þurfti að vinna í Port Lincoln hér í Suður Ástalíu og þar sem hann þurfti að fara yfir helgi ákváðum við mæðgur, með engum fyrirvara, að skella okkur bara með. Port Lincoln er helsta sjávarútvegsmiðstöð Ástrala, fínn fiskibær getur maður sagt enda hafa margir gert það gott í sjávarútvegnum hér og ber bærinn þess glöggt merki - mikið af stórum, fallegum húsum, svo ekki sé minnst á snekkjur og skútur sem liggja í höfninni, jafnvel inni í garði ef maður fær sér hús niðri við höfn.
Við flugum eldsnemma á föstudagsmorgni til Adelaide þaðan sem við fórum með lítilli rellu yfir til Port Lincoln. Maron fór strax að vinna og við mæðgur tókum því rólega, enda höfðum við vaknað klukkan 4 um nóttina til að ná flugi. Á laugardeginum vorum við svo heppnar að fá að fara með bátunum út á túnfisksveiðar, eða túnfisksuppskeru réttara sagt því fiskurinn er í eldi og aðeins spurning um að sækja hann þegar tími er til kominn (sem er sem sagt á þessum árstíma). Við lögðum af stað klukkan 6 um morguninn og sigldum á móti sólinni þar sem hún reis upp úr hafinu - Thelma Kristín hafði á tímabili smá áhyggjur af því að við myndum bara sigla hana niður! Eftir klukkutíma siglingu vorum við komin út að kvíunum og þar fengum við að fylgjast með því þegar fiskurinn er sóttur um borð. Mjög áhugavert verð ég að segja og spennandi að hafa fengið tækifæri til að sjá þetta. Ég gef mér að Thelma Kristín sé eina íslenska barnið sem hefur orðið vitni að slíkri athöfn. Við foreldrarnir vorum nú doldið nervus um hvort við ættum að leyfa henni að fylgjast með slátruninni en ákváðum að hún væri nógu stór til að skilja gang lífsins þrátt fyrir að bera sterkar tilfinningar til Nemó og félaga! Hún var lika alveg róleg yfir þessu öllu saman, hafði smá áhyggjur af því að dýragarðurinn þyrfti að fá lifandi eintak en eftir að hafa fengið loforð mitt fyrir því að það yrðu skildir eftir lifandi fiskar tók hún þessu öllu méð stóískri ró. Á bakaleiðinni sátum við uppi á þilfari með kaffibolla og horfðum á yndislegt útsýnið sem við blasti. Alveg frábær ferð í alla staði og án efa það sem stóð uppúr í ferðinni.
Eftir sjóferðina ákváðum við að skella okkur í sundlaugina sem var heppilega staðsett við hliðina á hótelíbúðinni okkar. Sundlaugin var nýleg og snyrtileg í alla staði. Við vitum auðvitað að búningsklefar utan íslensku lögsögunnar eru ekki hundi bjóðandi en við erum nú að verða ýmsu vön í þeim efnum. Það sem var hins vegar svolítið undarlegt við þessa sundlaug var aragrúi af reglum sem ég hef aldrei áður kynnst og við vissum á tímabili ekki hvort við ættum að hlæja eða gráta yfir þessu öllu. Eftir að við komum ofan í gengum við, að gömlum vana, að kassa við sundlaugarbakkann og náðum í kork og "spagetti" fyrir Thelmu að leika sér með, hún var varla komin ofan í laugina þegar starfsmaður tók af henni dótið, það mátti ekki leika með það. Í lauginni var fleira starfsfólk en sundgestir, ég hef aldrei séð annað eins. Þegar við ætluðum í heita pottinn mættu okkur fjögur skilti með leiðbeiningum um hvernig maður mætti, eða mætti ekki haga sér og ein reglan var sú að maður varð að vera 15 ára til að fara í heita pottinn! Eftir að hafa beðið eftir að rennibrautin opnaði (hún var sko lokuð til kl. 1 .... og heiti potturinn lokaði klukkan 4 vegna þrifa) var sú stutta orðin mjög spennt þegar opnað var upp og var fljót að plata pabba sinn 2 ferðir. Þau komu svo yfir til mín og við ætluðum að fara eina ferð enn áður en við færum upp úr en vorum stoppuð af starfsmanni af því við vorum ekki með réttan lit af armböndum til að mega nota rennibrautina!!! Þegar við borguðum okkur ofan í hafði starfsmaðurinn spurt okkur hvort við vildum "swim only" og við svöruðum já, datt ekki í hug annað en hún væri að spyrja hvort við ætluðum að nota líkamsræktina líka, fundarsal, barngæslu eða eitthvað af öllu því sem þarna var í boði en nei, þá þarf sko að taka fram þegar maður borgar sig inn ef maður ætlar í rennibrautina! Starfsmaðurinn var öll hin elskulegasta, það var ekki málið, bauð okkur að fara fram og borga 2 dollara á mann aukalega fyrir að nota rennibrautina en á þessum tímapunkti vorum við orðin svo stúmm yfir þessari sundlaug að við ákváðum bara að koma okkur upp úr. Ég meina, ég er nú enginn hagfræðingur en það þarf enginn að segja mér að í svona litlum bæ geti þessi 2 dollarar sem gestir borga fyrir að fara nokkrar salibunur staðið undir kostnaði við starfsmanninn sem stendur þarna og athugar hvaða litur er á armböndunum hjá þessum 10 börnum sem eru í lauginni (og NB þetta var á laugardegi).
Úff, þá er ég búin að hella úr "hissa"skálum mínum yfir þessari sundlaug. Við tókum því svo bara rólega á laugardagseftirmiðdeginum því að um kvöldið var okkur boðið út að borða með vinnu/viðskiptafélögum Marons. Mín smakkaði ostrur í fyrsta sinn - þær voru bara ágætar ef maður lætur áferðina á þeim ekki trufla sig. Fékk mér líka túnfisks-shasimi -ummm það var rosa gott og svo lax í aðalrétt. Thelma Kristín kom með okkur í dinnerinn og lét eins og engill, að sjálfsögðu.
Maron fór svo aftur að vinna hluta úr sunnudeginum. Þegar hann kom aftur fengum við okkur göngutúr út á tanga þarna rétt hjá og nutum útsýnisins. Löbbuðum eftir ströndinni og tíndum fullt af skeljum og kuðungum. Ég er sko ekki haldin snefil af söfnunaráráttu og hef heldur litla þolinmæði þegar dóttirin er að koma inn með alls kyns blóm og steina en ég tapaði mér alveg þarna á ströndinni í tínslunni. Þetta voru svo fallegir kuðungar að ég hef sjaldan séð annað eins, við komum heim með fullan poka og ég verð að segja að þetta fer betur í vasa en lituðu glerkúlurnar sem maður er að kaupa í IKEA!
Komum svo heim aftur í gærkvöldi, mánudagskvöld. Því miður missti Thelma Kristín af dansinum fyrir vikið og ég af kínverskunni (og þar með vikulegum æfingarakstri) en við bætum það upp í næstu viku. Það er svona að vera á þessum ferðalögum maður missir af sumu en græðir ýmislegt annað í staðinn. Brosti nú út í annað þegar við Thelma vorum á leikvellinum í Port Lincoln á föstudaginn og daman settist upp í bát sem þarna var og bað mig að setjast aftur í. Svo spurðu hún: "Mamma, hvort viltu fara til Adelaide, Kína, Tasmaníu eða Tahiti!" Líklega ekki mörg íslensk börn sem velja þessa áfangastaði!
Hún er líka svolítið að pæla í þessum tungumálum, t.d. var pabbi hennar að reyna að kalla á hákarla í veiðiferðinni og Thelma horfði bara á hann eins og hann væri skrítinn - "pabbi, þeir skilja ekkert íslensku!" og svo kallaði hún "Sharks, where are you!" Hún spurði mig líka um daginn hvort að Guð skildi okkur þegar við biðjum Faðirvorið á íslensku en erum í Ástralíu!
Jæja, nú fer að síga á seinni hlutann af þessu röfli mínu. Best að sinna barninu aðeins. Hún er stundum svo dugleg að leika sér sjálf inni í herbergi hjá sér að ég veit ekki af henni svo tímunum skiptir. Ég er líka að reyna að fá Maron til að hjálpa mér að komast í gegnum myndaflóðið okkar sem núna er geymt á 3 ólíkum tölvum. Vona að það komist skipulag á þetta fljótlega svo ég geti sett inn fleiri myndir.
Bestu kveðjur héðan úr roki, rigningu... og 20 stiga hita!
Knús
Unnur
0 Comments:
Post a Comment
<< Home