Ágúst... og það vorar
Enn ein vika nær á enda runnin.. úff hvað tíminn líður. Það er líka bara að koma í mann smá vorfílingur, enda 20 stiga hiti úti! Það er nú reyndar í fyrsta sinn í "vor" sem hitinn er svona hár og í síðustu viku var kaldasti ágústdagur i Victoriu í 35 ár, það snjóaði meira að segja hér í kringum borgina og Ástralinn vissi bara ekki hvað hann átti af sér að gera. Fullt af skólum var lokað á þeim forsendum að óvíst væri hvort skólabílarnir kæmu börnunum heima aftur að skóladegi loknum. Bílar eru auðvitað ekki snjófærir hér, bara á lélegum heilsársdekkjum. Það yrði nú ástand á Klakanum er skólar lokuðu í hvert sinn sem snjóaði!
Höfum annars verið róleg hérna megin. Fórum á kvöldvöku hjá Íslendingafélaginu á föstudaginn. Það var bara gaman. Maron grínast nú með það að við lækkum meðalaldur félagsmanna úr 67 árum í 65!! Þetta er nú ekki svo slæmt en við erum samt heilli kynslóð yngri en aðrir félagsmenn. Ég held samt að þeim finnist gaman að fá nýtt blóð inn, sérstaklega íslenskt blóð! Það var þarna ein kona sem mætir víst alltaf á samkomur, hún hafði farið í skemmtisiglingu fyrir nokkrum árum og komið við á Íslandi, einn dag í Reykjavík og einn á Akureyri... og nú er hún sem sagt meðlimur í Íslendingafélaginu í Melbourne!!! Með sömu rökum ætti ég nú að fara að koma mér í Spánverjafélagið hér, ég yrði örugglega gerð að heiðursfélaga enda hef ég líklega eytt um 10 vikum á Spáni þegar sumarfrí á Costa del Sol, Benidorm og Mallorca eru reiknuð saman!!!! Gott annars þegar fólk hefur svona mikið sjálfstraust að því finnist það eiga heima í svona félagsskap þrátt fyrir afar hæpin tengsl við málstaðinn.
Talandi um sjálfstraust. Haldið ekki bara að mín hafi farið á bílnum í kínverskutímann á mánudagskvöldið. Leiðin upp í háskóla er um 15 km en alveg beinn (en ekki breiður) vegur svo þetta er hin fínasta æfing. Maron keyrði mig í fyrsta tímann og sótti mig svo en ég keyrði bílinn heim. En núna á mánudaginn fór mín bara sjálf!! Voða montin með mig... ég var alveg að verða búin að finna nægar afsakanir til að keyra bara ekki neitt á meðan við búum hér (vinsti umferð, stærri borg og meiri umferð, mjórri akreinar, sporvagnar, lestar, nýr bíll, fyrsti jeppinn...o.s.frv.) en kannski verður þetta til að auka sjálfstraustið svo ég geti farið að nota fína kaggann.
Á lagardaginn fórum við með þá stuttu út að hjóla. Maron var búinn að taka hjálpardekkin af og við skiptumst á að hlaupa með Thelmu um allar jarðir. Hún var farin að finna jafnvægið þegar við hættum og stutt í að daman fari bara að hjóla. Við mæðgur höfum reyndar ekki verið nógu duglegar í vikunni. Fórum aðeins á þriðjudaginn og gekk vel. Hittum þá reyndar Finna á leikvellinum og lítið varð úr æfingum vegna kjaftagangs og leikja. Ég var voða lukkuleg að hitta þarna þessa finnsku konu. Hún var með tvö börn, stelpu á aldri við Thelmu Kristínu og 1 árs strák. Þau hafa verið hér nákæmlega jafn lengi og við og búa rétt hjá okkur. Maðurinn hennar er að vinna hér og þau ætla að vera í 2 ár. Konan er heima með krakkana og stelpan fer á leikskóla 3 daga í viku (leikskólann sem við ætluðum að senda Thelmu Kristínu á en hættum við) og er auðvitað í sama pakkanum og Thelma... að skilja takmarkað en er að læra. Verst að þetta eru ekki sænskumælandi Finnar, það hefði verið frábært fyrir Thelmu Kristínu. Stelpurnar eru að fara saman í skólann í febrúar.. og við ætlum einmitt að hittast aftur á morgun því það er undirbúningsprógram í skólanum. Ég hef á tilfinningunni að við eigum öll eftir að verða vinir!!
Á sunnudaginn fórum við í verslunaleiðangur út í Kringlu. Maron var að kaupa sér jakkaföt fyrir Japansferðina. Þetta er svo stór Kringla að maður týnist bara þarna inni og dagurinn er búinn áður en maður veit af. Maron fer annars í september til Japans og Kína og verður í rúmar 3 vikur!! Við Thelma Kristín ætluðum með til Japans en hættum við þegar við fórum að skoða málið betur. Þetta er nefnilega 12-18 tíma ferðalag hvora leið... og kostnaður í samræmi við það. Ég ákvað að nenna ekki í svona langt ferðalag, nýkomin frá Íslandi og á leið til Tahiti. Best að nota bara peninginn frekar í nýtt hjónarúm ;o) Aumingja barnið sagði líka við mig um daginn upp úr þurru: "Mamma, gætum við ekki bara flutt til Íslands og aldrei farið aftur í ferðalag, ég er búin að koma til Spánar og svona"!!! Hún var nú reyndar alveg búin að gleyma þessu í morgun þegar hún var að skoða auglýsingu frá Disneyworld í blaðinu!
Annars velta upp úr henni gullkornin þessa dagana, miklar pælingar í gangi í litla kollinum. "Mamma, hvað er sannleikur?, mamma hvað er forseti?.. og mamma hvað er stríð? Eftir að ég hafði útskýrt fyrir barninu eftir fremsta megni hvað stríð var, varð hún hugsi stutta stund en sagði svo: "en ef það er stríð, af hverju kemur þá ekki bara Jón Sigurðsson??" "Jón Sigurðsson", sagði ég undrandi yfir sögukunnáttu barnsins. "Já, þarna styttan" svaraði sú stutta (segið svo maður kenni ekki barninu Íslandssöguna, Sómi Íslands, sverð þess og skjöldur til bjargar!!)
Svo sátum við úti á svölum á þriðjudaginn í yndislegu veðri. Nágranninn var greinilega kominn út á sínar svalir (aðskilið með skjólvegg) og Thelma Kristín færði sig nær veggnum og gerði sig líklega til að kíkja út fyrir og yfir á svalir nágrannans. Ég bað hana að gera það ekki og útskýrði að það væri dónaskapur að njósna um nágrannana en sú stutta var fljót að svara "mamma, þú er nú mannfræðingur, það er vinnan þín að skoða fólk"!!!
Jæja, best að fara að elda kvöldmat. Vinna á morgun, fram að hádegi en svo þarf ég að koma mér heim til að fara með Thelmu Kristínu í skólann. Hún er voða spennt að fara enda misstum við af einum tíma meðan við vorum á Íslandi svo hún hefur ekki farið síðan 17. júní.
Bið að heilsa heim... góða menningarnótt!!
Knús
Unnur
Höfum annars verið róleg hérna megin. Fórum á kvöldvöku hjá Íslendingafélaginu á föstudaginn. Það var bara gaman. Maron grínast nú með það að við lækkum meðalaldur félagsmanna úr 67 árum í 65!! Þetta er nú ekki svo slæmt en við erum samt heilli kynslóð yngri en aðrir félagsmenn. Ég held samt að þeim finnist gaman að fá nýtt blóð inn, sérstaklega íslenskt blóð! Það var þarna ein kona sem mætir víst alltaf á samkomur, hún hafði farið í skemmtisiglingu fyrir nokkrum árum og komið við á Íslandi, einn dag í Reykjavík og einn á Akureyri... og nú er hún sem sagt meðlimur í Íslendingafélaginu í Melbourne!!! Með sömu rökum ætti ég nú að fara að koma mér í Spánverjafélagið hér, ég yrði örugglega gerð að heiðursfélaga enda hef ég líklega eytt um 10 vikum á Spáni þegar sumarfrí á Costa del Sol, Benidorm og Mallorca eru reiknuð saman!!!! Gott annars þegar fólk hefur svona mikið sjálfstraust að því finnist það eiga heima í svona félagsskap þrátt fyrir afar hæpin tengsl við málstaðinn.
Talandi um sjálfstraust. Haldið ekki bara að mín hafi farið á bílnum í kínverskutímann á mánudagskvöldið. Leiðin upp í háskóla er um 15 km en alveg beinn (en ekki breiður) vegur svo þetta er hin fínasta æfing. Maron keyrði mig í fyrsta tímann og sótti mig svo en ég keyrði bílinn heim. En núna á mánudaginn fór mín bara sjálf!! Voða montin með mig... ég var alveg að verða búin að finna nægar afsakanir til að keyra bara ekki neitt á meðan við búum hér (vinsti umferð, stærri borg og meiri umferð, mjórri akreinar, sporvagnar, lestar, nýr bíll, fyrsti jeppinn...o.s.frv.) en kannski verður þetta til að auka sjálfstraustið svo ég geti farið að nota fína kaggann.
Á lagardaginn fórum við með þá stuttu út að hjóla. Maron var búinn að taka hjálpardekkin af og við skiptumst á að hlaupa með Thelmu um allar jarðir. Hún var farin að finna jafnvægið þegar við hættum og stutt í að daman fari bara að hjóla. Við mæðgur höfum reyndar ekki verið nógu duglegar í vikunni. Fórum aðeins á þriðjudaginn og gekk vel. Hittum þá reyndar Finna á leikvellinum og lítið varð úr æfingum vegna kjaftagangs og leikja. Ég var voða lukkuleg að hitta þarna þessa finnsku konu. Hún var með tvö börn, stelpu á aldri við Thelmu Kristínu og 1 árs strák. Þau hafa verið hér nákæmlega jafn lengi og við og búa rétt hjá okkur. Maðurinn hennar er að vinna hér og þau ætla að vera í 2 ár. Konan er heima með krakkana og stelpan fer á leikskóla 3 daga í viku (leikskólann sem við ætluðum að senda Thelmu Kristínu á en hættum við) og er auðvitað í sama pakkanum og Thelma... að skilja takmarkað en er að læra. Verst að þetta eru ekki sænskumælandi Finnar, það hefði verið frábært fyrir Thelmu Kristínu. Stelpurnar eru að fara saman í skólann í febrúar.. og við ætlum einmitt að hittast aftur á morgun því það er undirbúningsprógram í skólanum. Ég hef á tilfinningunni að við eigum öll eftir að verða vinir!!
Á sunnudaginn fórum við í verslunaleiðangur út í Kringlu. Maron var að kaupa sér jakkaföt fyrir Japansferðina. Þetta er svo stór Kringla að maður týnist bara þarna inni og dagurinn er búinn áður en maður veit af. Maron fer annars í september til Japans og Kína og verður í rúmar 3 vikur!! Við Thelma Kristín ætluðum með til Japans en hættum við þegar við fórum að skoða málið betur. Þetta er nefnilega 12-18 tíma ferðalag hvora leið... og kostnaður í samræmi við það. Ég ákvað að nenna ekki í svona langt ferðalag, nýkomin frá Íslandi og á leið til Tahiti. Best að nota bara peninginn frekar í nýtt hjónarúm ;o) Aumingja barnið sagði líka við mig um daginn upp úr þurru: "Mamma, gætum við ekki bara flutt til Íslands og aldrei farið aftur í ferðalag, ég er búin að koma til Spánar og svona"!!! Hún var nú reyndar alveg búin að gleyma þessu í morgun þegar hún var að skoða auglýsingu frá Disneyworld í blaðinu!
Annars velta upp úr henni gullkornin þessa dagana, miklar pælingar í gangi í litla kollinum. "Mamma, hvað er sannleikur?, mamma hvað er forseti?.. og mamma hvað er stríð? Eftir að ég hafði útskýrt fyrir barninu eftir fremsta megni hvað stríð var, varð hún hugsi stutta stund en sagði svo: "en ef það er stríð, af hverju kemur þá ekki bara Jón Sigurðsson??" "Jón Sigurðsson", sagði ég undrandi yfir sögukunnáttu barnsins. "Já, þarna styttan" svaraði sú stutta (segið svo maður kenni ekki barninu Íslandssöguna, Sómi Íslands, sverð þess og skjöldur til bjargar!!)
Svo sátum við úti á svölum á þriðjudaginn í yndislegu veðri. Nágranninn var greinilega kominn út á sínar svalir (aðskilið með skjólvegg) og Thelma Kristín færði sig nær veggnum og gerði sig líklega til að kíkja út fyrir og yfir á svalir nágrannans. Ég bað hana að gera það ekki og útskýrði að það væri dónaskapur að njósna um nágrannana en sú stutta var fljót að svara "mamma, þú er nú mannfræðingur, það er vinnan þín að skoða fólk"!!!
Jæja, best að fara að elda kvöldmat. Vinna á morgun, fram að hádegi en svo þarf ég að koma mér heim til að fara með Thelmu Kristínu í skólann. Hún er voða spennt að fara enda misstum við af einum tíma meðan við vorum á Íslandi svo hún hefur ekki farið síðan 17. júní.
Bið að heilsa heim... góða menningarnótt!!
Knús
Unnur
0 Comments:
Post a Comment
<< Home