Hæ hó
Ég keypti mjólk í dag sem rennur út eftir að Maron kemur heim!! Það hlýtur að þýða að nú fari að styttast í þetta (annað hvort það eða Ástralir setja svona mikil rotvarnarefni í mjólkina!). Nei grínlaust þá er nú að hefjast síðasta grasekkjuvikan ... og ekki kvarta ég!
Höfum verið rólegar síðustu vikuna. Hef reynt að búa til smá prógramm fyrir hvern dag...svona til að halda geðheilsunni :o) Ég fór aðeins í vinnuna á föstudag, fínt að komast aðeins út úr Elwood. Á heimleiðinni kom ég við á videoleigunni og tók DVD fyrir okkur mæðgur sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema af því að myndin sem ég tók fyrir mig var með íslenskum texta... ekki amarlegt svona hinum megin á hnettinum!
Á sunnudaginn bættum við svo um betur og röltum okkur í bíó. Sáum Wallace and Gromit, hún var frekar "scary" á köflum fannst þeirri stuttu en hún skemmti sér samt vel. Fór svo með Thelmu Kristínu í klippingu á mánudag, mín vildi sko láta klippa sig stutt! Við urðum ásáttar um að klippa fyrir neðan eyru og hún er svona mátulega sátt við árangurinn!
Skelltum okkur til St. Kilda á þriðjudag þar sem við fórum á s.k. "Adventue Playground"... ævintýra róluvöll! Mér leið svona eins og ég hefði labbað inn á smíðavöll þar sem krakkarnir hefðu náð að byggja allt það sem þau dreymdi um á fyrsta degi, þið vitið, þegar maður var krakki og ætlaði sér sko ekkert að byggja eitthvað kofaskrifli heldur almennilegt hús á 2 hæðum með mörgum herbergjum o.s.frv. Leiktækin voru eins og 12 ára krakkar hefðu smíðað þau. Partur af mér hugsaði "en krúttlegt" en svo var annar hluti af mér sem hugsaði "en kaótískt og ósjarmerandi eitthvað"!! En Thelmu Kristínu fannst þetta alveg frábært og það er það sem máli skiptir. Á eftir röltum við á bókasafnið og fengum lánaðar nokkrar bækur.
St. Kilda er svo ótrúlega fyndið hverfi. Í gamla daga var það svolítið út úr bænum og það var vinsælt að koma þangað í dagsferðir á ströndina. Fólk kom á hestvögnunum sínum og seinna með lestum og sporvögnum. Svo þróaðist þetta nú svo að þetta hverfi varð eitt helsta "slumbið" í Melbourne þar til fyrir 10 árum þegar borgaryfirvöld ákváðu að hreinsa þarna til og St. Kilda endurheimti forna frægð. Þarna er hægt að fara á ströndina, í tivoli, leikhús og út að borða á einum af endalausum veitingastöðum. Í dag er þetta eitt helsta "skemmtunarhverfi" Melbourne hvort sem er fyrir fjölskyldur eða partýdýr. Þrátt fyrir að þetta sé frekar "trendy" og dýrt hverfi þá er líka svolítill "slumb" fílingur í manni þegar maður gengur þarna um. Mikið af skrítnu fólki og ósjarmerandi húsum. Við mættum t.d. konu á götuhorni sem var svo lítið klædd að það læddist nú að manni ákveðinn grunur... en svo hugsaði ég nei.. ekki hér... ekki um hábjartan dag, konunni finnst bara flott að vera í pilsi sem nær ekki niður fyrir rass.. hún er bara að bíða eftir að kærastinn sæki sig. Tveimur tímum seinna þegar við löbbuðum þarna fram hjá aftur stóð hún þar enn... svo ég hafði líklega rétt fyrir mér.. viðskiptin bara verið róleg þann daginn. Allaveganna, ótrúlega mótsagnakennt hverfi sem veit ekki alveg hvernig það á að vera.
Kristófer varð 12 ára á þriðjudaginn... til hamingju með afmælið Kristó! Hrindum í hann strax um morguninn til að vera vissar um að vera fyrstar til að óska honum til hamingju með daginn (enn mánudagur á Íslandi ;o). Thelma Kristín hefur nú smá áhyggjur af bróður sínum, vill fá að vita hvort hann sé að verða unglingur... sem er auðvitað grafalvarlegt mál!
Á þriðjudagskvöldið var okkur boðið í mat til Susönnu hinnar finnsku. Maður hennar var líka í vinnuferð og við höfðum það bara gott, sötruðum rauðvín á meðan stelpurnar léku sér..... svona á þetta að vera! Áfram húsmæður!
Thelma Kristín fór svo í leikskólann í gær og mín þreif húsið hátt og lágt.. og ekki orð um það meir! Í dag fórum við svo í Kringluna að kaupa sumarföt á þá stuttu. Versluðum helling af fötum í Target og daman alveg hæstánægð (þó ég hafi neitað að kaupa bleika satín Barbiekjólinn!) Hún er nú orðin soddan tískufrík að hún er farin að velja föt fyrir mömmu sína á morgnana! "Sko mamma" segir hún og fer inn í fataskápinn minn á meðan ég að að staulast á lappir "mér finnst að þú eigir að vera í þessu og þessu í dag"!!! Halló, hver ræður á þessu heimili! Svo liggur hún ekkert á skoðunum sínum ef hún er ekki sátt við fatavalið mitt "Mamma, mér finnst þú ekkert voðalega fín í þessum buxum, farðu frekar í pilsið"!
Í fyrramálið þarf ég að vinna á dótasafninu sem er svo sem alveg ágætt. Þar sem Thelma verður í leikskólanum pantaði ég mér tíma í strípur og klippingu eftir hádegið svo maður verður alger skvísa um helgina... eins gott að Thelma Kristín kunni að meta það ;o)
Daman er annars að verða svo flink í enskunni að ég bara stari með opinn munninn þegar ég heyri hana tala. Ótrúlegt hvað þetta er þeim tamt á þessum aldri. Íslenskan er því miður að verða ansi enskuskotinn og það liggur við að það þurfi túlk á skvísuna sama hvaða mál hún talar! Eitt það skemmtilegasta sem Thelma Kristín gerir á leikskólanum er eltingaleikur. Ég man í Svíþjóð þegar hún talaði alltaf um að strákarnir hefðu verði að "jaga" þær vinkonurnar... í dag eru strákarnir alltaf að "tjeisa" þær. Svo er hún að "kípa" höndum hreinum og á rosalega "softan" bangsa. Svo sagði hún mér líka að á Íslandi hefði hún tínt ber sem voru ekki froskuð (veit ekki alveg hvaðan þetta kom!)
Ég lærði trix þegar Thelma Kristín var lítil sem hefur komið í veg fyrir mörg rifrildi. Í stað þess að spyrja hana t.d. hvað hún vilji borða þá spyr ég hana hvort hún vilji brauð eða jógúrt. Á þann hátt heldur hún að hún hafi eitthvað vald sem hún í raun hefur ekki. En viti menn, daman er búin að fatta þetta og reyndi um daginn að fella mig á eigin bragði. Hún spurði mig sko ekki hvort hún mætti horfa á video heldur sagði hún: "Mamma, hvort má ég horfa á mynd á íslensku, ensku eða sænsku"!
Talandi um videospólur. Ég held ég sé búin að koma upp um Siggu og Maríu í Söngvaborg. Fyrir ykkur sem eigið börn og hafði þar af leiðandi líklega hlustað á diskana þeirra þá eru þar nokkur ný lög sem maður hafði aldrei heyrt áður, sérstaklega á síðasta disknum. Hér í Ástralíu er til mjög vinsæl barnahljómsveit sem heitir "The Wiggles" og er um það bil að verða heimsfræg. Því meira sem Thelma Kristín hlustar á þá, því fleiri lög þekki ég af Söngvaborg. Ég þori nú ekki alveg að hengja mig upp á að þær stöllur hafi fengið lögin "lánuð" frá Wiggles eða hvort báðir séu að fá lánað frá þriðja aðila .... á eftir að gera nánari rannsókn á þessu :o)
Jamm og jæja, þá er maður búinn að tékka inn fyrir vikuna.. þó lítið hafi nú gerst. Best að fara að elda ofan í barnið - ætla að vera góð og gera uppáhaldið - spakk og hakkedí!
Skilst þið séuð farin að skafa af bílunum þarna uppi á Fróni - verði ykkur bara að góðu! Ég skal ekkert vera að bæta því við að hér spáir 20 gráðum og sól á morgun ;o)
Knús
Unnur
Höfum verið rólegar síðustu vikuna. Hef reynt að búa til smá prógramm fyrir hvern dag...svona til að halda geðheilsunni :o) Ég fór aðeins í vinnuna á föstudag, fínt að komast aðeins út úr Elwood. Á heimleiðinni kom ég við á videoleigunni og tók DVD fyrir okkur mæðgur sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema af því að myndin sem ég tók fyrir mig var með íslenskum texta... ekki amarlegt svona hinum megin á hnettinum!
Á sunnudaginn bættum við svo um betur og röltum okkur í bíó. Sáum Wallace and Gromit, hún var frekar "scary" á köflum fannst þeirri stuttu en hún skemmti sér samt vel. Fór svo með Thelmu Kristínu í klippingu á mánudag, mín vildi sko láta klippa sig stutt! Við urðum ásáttar um að klippa fyrir neðan eyru og hún er svona mátulega sátt við árangurinn!
Skelltum okkur til St. Kilda á þriðjudag þar sem við fórum á s.k. "Adventue Playground"... ævintýra róluvöll! Mér leið svona eins og ég hefði labbað inn á smíðavöll þar sem krakkarnir hefðu náð að byggja allt það sem þau dreymdi um á fyrsta degi, þið vitið, þegar maður var krakki og ætlaði sér sko ekkert að byggja eitthvað kofaskrifli heldur almennilegt hús á 2 hæðum með mörgum herbergjum o.s.frv. Leiktækin voru eins og 12 ára krakkar hefðu smíðað þau. Partur af mér hugsaði "en krúttlegt" en svo var annar hluti af mér sem hugsaði "en kaótískt og ósjarmerandi eitthvað"!! En Thelmu Kristínu fannst þetta alveg frábært og það er það sem máli skiptir. Á eftir röltum við á bókasafnið og fengum lánaðar nokkrar bækur.
St. Kilda er svo ótrúlega fyndið hverfi. Í gamla daga var það svolítið út úr bænum og það var vinsælt að koma þangað í dagsferðir á ströndina. Fólk kom á hestvögnunum sínum og seinna með lestum og sporvögnum. Svo þróaðist þetta nú svo að þetta hverfi varð eitt helsta "slumbið" í Melbourne þar til fyrir 10 árum þegar borgaryfirvöld ákváðu að hreinsa þarna til og St. Kilda endurheimti forna frægð. Þarna er hægt að fara á ströndina, í tivoli, leikhús og út að borða á einum af endalausum veitingastöðum. Í dag er þetta eitt helsta "skemmtunarhverfi" Melbourne hvort sem er fyrir fjölskyldur eða partýdýr. Þrátt fyrir að þetta sé frekar "trendy" og dýrt hverfi þá er líka svolítill "slumb" fílingur í manni þegar maður gengur þarna um. Mikið af skrítnu fólki og ósjarmerandi húsum. Við mættum t.d. konu á götuhorni sem var svo lítið klædd að það læddist nú að manni ákveðinn grunur... en svo hugsaði ég nei.. ekki hér... ekki um hábjartan dag, konunni finnst bara flott að vera í pilsi sem nær ekki niður fyrir rass.. hún er bara að bíða eftir að kærastinn sæki sig. Tveimur tímum seinna þegar við löbbuðum þarna fram hjá aftur stóð hún þar enn... svo ég hafði líklega rétt fyrir mér.. viðskiptin bara verið róleg þann daginn. Allaveganna, ótrúlega mótsagnakennt hverfi sem veit ekki alveg hvernig það á að vera.
Kristófer varð 12 ára á þriðjudaginn... til hamingju með afmælið Kristó! Hrindum í hann strax um morguninn til að vera vissar um að vera fyrstar til að óska honum til hamingju með daginn (enn mánudagur á Íslandi ;o). Thelma Kristín hefur nú smá áhyggjur af bróður sínum, vill fá að vita hvort hann sé að verða unglingur... sem er auðvitað grafalvarlegt mál!
Á þriðjudagskvöldið var okkur boðið í mat til Susönnu hinnar finnsku. Maður hennar var líka í vinnuferð og við höfðum það bara gott, sötruðum rauðvín á meðan stelpurnar léku sér..... svona á þetta að vera! Áfram húsmæður!
Thelma Kristín fór svo í leikskólann í gær og mín þreif húsið hátt og lágt.. og ekki orð um það meir! Í dag fórum við svo í Kringluna að kaupa sumarföt á þá stuttu. Versluðum helling af fötum í Target og daman alveg hæstánægð (þó ég hafi neitað að kaupa bleika satín Barbiekjólinn!) Hún er nú orðin soddan tískufrík að hún er farin að velja föt fyrir mömmu sína á morgnana! "Sko mamma" segir hún og fer inn í fataskápinn minn á meðan ég að að staulast á lappir "mér finnst að þú eigir að vera í þessu og þessu í dag"!!! Halló, hver ræður á þessu heimili! Svo liggur hún ekkert á skoðunum sínum ef hún er ekki sátt við fatavalið mitt "Mamma, mér finnst þú ekkert voðalega fín í þessum buxum, farðu frekar í pilsið"!
Í fyrramálið þarf ég að vinna á dótasafninu sem er svo sem alveg ágætt. Þar sem Thelma verður í leikskólanum pantaði ég mér tíma í strípur og klippingu eftir hádegið svo maður verður alger skvísa um helgina... eins gott að Thelma Kristín kunni að meta það ;o)
Daman er annars að verða svo flink í enskunni að ég bara stari með opinn munninn þegar ég heyri hana tala. Ótrúlegt hvað þetta er þeim tamt á þessum aldri. Íslenskan er því miður að verða ansi enskuskotinn og það liggur við að það þurfi túlk á skvísuna sama hvaða mál hún talar! Eitt það skemmtilegasta sem Thelma Kristín gerir á leikskólanum er eltingaleikur. Ég man í Svíþjóð þegar hún talaði alltaf um að strákarnir hefðu verði að "jaga" þær vinkonurnar... í dag eru strákarnir alltaf að "tjeisa" þær. Svo er hún að "kípa" höndum hreinum og á rosalega "softan" bangsa. Svo sagði hún mér líka að á Íslandi hefði hún tínt ber sem voru ekki froskuð (veit ekki alveg hvaðan þetta kom!)
Ég lærði trix þegar Thelma Kristín var lítil sem hefur komið í veg fyrir mörg rifrildi. Í stað þess að spyrja hana t.d. hvað hún vilji borða þá spyr ég hana hvort hún vilji brauð eða jógúrt. Á þann hátt heldur hún að hún hafi eitthvað vald sem hún í raun hefur ekki. En viti menn, daman er búin að fatta þetta og reyndi um daginn að fella mig á eigin bragði. Hún spurði mig sko ekki hvort hún mætti horfa á video heldur sagði hún: "Mamma, hvort má ég horfa á mynd á íslensku, ensku eða sænsku"!
Talandi um videospólur. Ég held ég sé búin að koma upp um Siggu og Maríu í Söngvaborg. Fyrir ykkur sem eigið börn og hafði þar af leiðandi líklega hlustað á diskana þeirra þá eru þar nokkur ný lög sem maður hafði aldrei heyrt áður, sérstaklega á síðasta disknum. Hér í Ástralíu er til mjög vinsæl barnahljómsveit sem heitir "The Wiggles" og er um það bil að verða heimsfræg. Því meira sem Thelma Kristín hlustar á þá, því fleiri lög þekki ég af Söngvaborg. Ég þori nú ekki alveg að hengja mig upp á að þær stöllur hafi fengið lögin "lánuð" frá Wiggles eða hvort báðir séu að fá lánað frá þriðja aðila .... á eftir að gera nánari rannsókn á þessu :o)
Jamm og jæja, þá er maður búinn að tékka inn fyrir vikuna.. þó lítið hafi nú gerst. Best að fara að elda ofan í barnið - ætla að vera góð og gera uppáhaldið - spakk og hakkedí!
Skilst þið séuð farin að skafa af bílunum þarna uppi á Fróni - verði ykkur bara að góðu! Ég skal ekkert vera að bæta því við að hér spáir 20 gráðum og sól á morgun ;o)
Knús
Unnur
1 Comments:
This comment has been removed by a blog administrator.
By Anonymous, at 6:08 PM
Post a Comment
<< Home