Komin heim aftur!
Hæ hó
Þá erum við loksins að komast á rétt ról eftir ferðina heim frá Íslandi. Verð að viðurkenna að við höfum aldrei orðið jafn flugþreytt og við urðum núna. Ég hélt að Thelma Kristín ætlaði öfuga leið við að snúa við sólarhringnum, hún vaknaði bara fyrr með hverri nóttunni sem leið og datt svo auðvitað út af strax í eftirmiðdaginn þrátt fyrir þrotlausar tilraunir við að halda henni vakandi. Það leið heil vika frá því við komum þar til við vorum komin á rétt ról og enn erum við að sofna eldsnemma á kvöldin og vakna spræk um 7 á morgnana (sem er reyndar bara hið besta mál).
Við höfðum það annars alveg æðislegt á Íslandi. Alltaf gaman að koma heim og hitta alla. Maron var reyndar að vinna allan tíman en við Thelma Kristín höfðum það náðugt bæði í bænum og í sveitinni hjá mömmu og pabba. Takk til allra sem komu í kveðjupartýið okkar, það var bara vel mætt miðað við stuttan fyrirvara um mitt sumar og rosa stuð þegar leið á kvöldið!
En lífið er sem sagt að komast í samt horf hér í Melbourne. Við lentum aðfaranótt miðvikudags og Maron fór strax að vinna daginn eftir. Við mæðgur vorum rólegar fyrstu dagana enda allir flugþreyttir eins og áður sagði. Strax á miðvikudeginum fórum við á ferðaskrifstofuna til að ganga frá Tahiti ferðinni okkar. Thelma Kristín var svo flugþreytt að hún sofnaði í fanginu á pabba sínum, starfsfólkinu til mikillar kátínu. Verð nú að viðurkenna að mér leið ekkert voða vel sem foreldri, með krakka sem heldur sér ekki vakandi fyrir flugþreytu og strax búin að panta næstu ferð. Ég hafði alla veganna ekki móral til að nefna það við ferðaskrifstofuna að við værum að hugsa um að skreppa til Japan í millitíðinni!
Við gátum í raun ekki verslað í almennilega í matinn fyrr en á föstudeginum því Thelma Kristín var alltaf sofnuð þegar Maron var búinn í vinnunni um 5 leytið! Ég hafði nú eitthvað undirbúið hana undir það að við kæmum heim um miðja nótt og líklegast yrði ekki til neinn matur í ísskápnum, dömunni fannst það nú ekki mikið mál enda opið á McDonalds alla nóttina!!! Af hverju barnið vissi að McDonalds er opið allan sólarhringinn veit ég ekki en finnst það frekar scary! Við mæðgur skelltum okkur svo í bæinn á föstudeginum, enduðum á að versla og hittum svo Maron á bílnum.
Helgin var líka frekar róleg. Fórum út í park á laugardeginum en skelltum okkur í lengri bíltúr á sunnudeginum. Ætluðum í þjóðgarð hér suðaustur af Melbourne en sáum á miðri leið að við vorum að keyra úr sólinni og inn í rigningu svo við ákváðum að stoppa bara þar sem við vorum. Eftir pick-nick á þar til gerðu útivistarsvæði fórum við á kolanámu-safn. Við vorum nefnilega stödd í gömlum kolanámubæ og íbúarnir reyna í sjálfboðavinnu að halda úti safni því til minningar. Þetta var hið skemmtilegasta safn, maður gat farið ofan í gamla námu og séð bæði skrifstofur, heimili verkamannsins og forstjórans auk alls kyns verslana, skóla, kirkju og alls þess sem tilheyrði í svona bæjum. Sjálfboðaliðarnir voru stundum ansi ákafir í sögudeildinni, hittum einn gamlan kall sem ætlaði gersamlega að éta okkur lifand. Við hálf flúðum út þegar sagan fór að berast að aumri fortíð karls, með alkahólisma og öðrum sjúkdómum!
Thelma Kristín fór svo aftur á leikskólann á mánudeginum. Hún var voða glöð að koma aftur og allir glaðir að sjá hana. Gáfum leikskólanum "Ástarsögu úr fjöllunum" og vöktum mikla lukku. Eftir daginn fór ég að spyrja Thelmu hvort bókin hefði verið lesin og jú.. Margie hafði nú lesið fyrir krakkana. Þá sagðist hún líka hafa sagt krökkunum að hún ætti svona bók heima hjá sér.. "já og hvernig sagðir þú það?" spurði mamman hissa. "Ég sagði bara I have this book in my house" sagði sú stutta eins og ekkert væri sjálfsagðara! Hún er að verða ansi sleip í enskunni daman og mér finnst við núna vera komin að ákveðnum punkti, ég man eftir þessum punkti með sænskuna hjá henni... allt í einu finnst manni að hún sé búin að ná tökum á málinu. Hún talar auðvitað ekki eins og innfædd enn... en getur alveg fylgst með og skilið einfaldar samræður, nóg til að komast af. Góð tilfinning!
Hittum svo Vanessu á þriðjudeginum. Fórum út í park með mömmu hennar og bróður. Þær skemmtu sér konunglega vinkonurnar eins og við var að búast og aftur sá ég hversu mikið Thelmu Kristínu hefur farið fram í enskunni.
Svo var aftur leikskóli á miðvikudeginum. Fengum þær góðu fréttir strax um morguninn að við gætum skipt frá mánudögum yfir á föstudaga. Það hentar okkur í alla staði miklu betur bæði af því að Vanessa er á föstudögum en ekki mánudögum (starfsfólkið var líka á því að þær ættu að fá að vera saman - það væri svo gott fyrir þær báðar) og svo eru það danstímarnir á mánudögum sem við höfum ekki komist í síðan Thelma Kristín byrjaði á leikskólanum. Ég er líka að byrja á kínverskunámskeiði sem er á mánudagskvöldum og því betra að ég sé heima á mánudögum því þá er minna stress að koma sér úr vinnu um 5, sækja Thelmu á leikskólann, borða og koma sér á námskeiðið fyrir kl. hálf sjö.
Ég hef sem sagt verið að vinna með Maroni þá daga sem Thelma Kristín er í leikskólanum. Það er fínt að komast aðeins út úr húsi og hitta fólk. Í síðustu viku byrjaði ný kona að vinna hjá honum svo það er bara að komast líf á skrifstofuna. Planið er að ráða 2 aðila til viðbótar áður en langt um líður svo bráðum verður bara fjör!
Vegna breytinganna var Thelma Kristín í leikskólanum 3 daga í síðustu viku og ég vann jafnmarga daga. Við fórum svo aftur út í park á laugardeginum eftir að hafa fengið okkur samloku á kaffihúsinu okkar og á sunnudeginum kíktu Hulda og Brynjólfur í heimsókn til okkar. Þau komu líka með okkur upp í Monash háskóla í smá heimsókn. Það var opinn dagur í skólanum og ég ákvað að kíkja og sækja mér upplýsingabæklinga og umsóknareyðublöð. Það hafðist allt og nú er bara að skella sér í undirbúningsvinnuna. Líklega þarf ég að taka enskupróf o.s.frv. til að komast inn en ég er tiltölulega bjartsýn á að þetta gangi upp.
Byrja í kínverskunni í kvöld. Hlakka til að prófa eitthvað nýtt og framandi. Vonandi að maður kynnist líka einhverju fólki. Á föstudaginn er svo Íslendingapartý! Það verður gaman að hitta landann og borða saman. Vonandi að það mæti ekki jafnmargir vírdós og á 17. júní hátíðina (gleymdi sko að blogga um þá upplifun af því við fórum til Íslands nærri strax á eftir en útvaldir heima hafa fengið lifandi lýsingu á öllu skemmtilega fólkinu sem við hittum þar - fyrir þá sem misstu af lýsingunni skal tekið fram að vírdós voru sem sagt ekki Íslendingarnir (auðvitað ekki!!) heldur ansi framandi fólk sem einhverra hluta vegna finnur samsvörun með sinni eigin exótík og hinu exótíska Íslandi! (eða hafði kannski komið í 2 vikna heimsókn fyrir 10 árum og taldi sig þar með eiga rétt á inngöngu í Íslendingafélagið í Melbourne!))
Í dag, mánudag fórum við Thelma Kristín svo loksins í langþráðan danstíma. Æðislega gaman, sérstaklega því Vanessa er líka í dansinum og var svo glöð að sjá Thelmu koma (hún var búin að vera lasin og vissi ekki að við hefðum skipt yfir á föstudagana). Eftir hádegið fórum við svo í göngutúr. Duttum inn í dótabúð þar sem eigandinn gleypti okkur með húð og hári. Eftir persónulegan túr um alla búðina þar sem eigandinn tíndi niður hvert dótið á fætur öðru og leyfði dömunni að prófa auk þess sem hann var búinn að gefa henni blöðru og blaðra sjálfur stanslaust við mömmuna um Ísland í 20 mínútur var engin leið út úr búðinni nema með leikfang undir hendinni. Svo Thelma Kristín græddi á frábærri sölumennskunni og gekk út með nýtt prinsessupúsluspil!
Jæja, nóg komið í bili... nei annars, verð að láta fljóta með eitt gullkorn. Við Thelma Kristín vorum að klæða barbídúkkur og ein passaði ekki alveg í kjólinn sem ég átti að klæða hana í. Mér datt í hug að það gæti verið af því að ég var með einhverja barbie-eftirlýkingu og sagði .. kannski passar kjóllinn ekki af því þetta er ekki Barbie, þá sagði sú stutta "nú, er þetta Barbie light"!!!!!!!!!!!!!!
Jæja, nú er nóg komið. Best að fara að hafa sig til fyrir kínverskuna. Þökkum allar samverstundirnar á Íslandi (Oh my, þetta hljómar eins og jólakort!) það var æðislegt að hitta ykkur. Ég reyni að setja inn nýjar myndir fljótlega. Það má lika alltaf senda mér póst á umagnusdottir@hotmail.com
Bið að heilsa í sumarið (Ástralinn liggur í hláturskasti þegar við segjum honum hvað það var heitt hjá okkur á Íslandi) ... læt heyra í mér fljótlega aftur.
Knús
Unnur
Þá erum við loksins að komast á rétt ról eftir ferðina heim frá Íslandi. Verð að viðurkenna að við höfum aldrei orðið jafn flugþreytt og við urðum núna. Ég hélt að Thelma Kristín ætlaði öfuga leið við að snúa við sólarhringnum, hún vaknaði bara fyrr með hverri nóttunni sem leið og datt svo auðvitað út af strax í eftirmiðdaginn þrátt fyrir þrotlausar tilraunir við að halda henni vakandi. Það leið heil vika frá því við komum þar til við vorum komin á rétt ról og enn erum við að sofna eldsnemma á kvöldin og vakna spræk um 7 á morgnana (sem er reyndar bara hið besta mál).
Við höfðum það annars alveg æðislegt á Íslandi. Alltaf gaman að koma heim og hitta alla. Maron var reyndar að vinna allan tíman en við Thelma Kristín höfðum það náðugt bæði í bænum og í sveitinni hjá mömmu og pabba. Takk til allra sem komu í kveðjupartýið okkar, það var bara vel mætt miðað við stuttan fyrirvara um mitt sumar og rosa stuð þegar leið á kvöldið!
En lífið er sem sagt að komast í samt horf hér í Melbourne. Við lentum aðfaranótt miðvikudags og Maron fór strax að vinna daginn eftir. Við mæðgur vorum rólegar fyrstu dagana enda allir flugþreyttir eins og áður sagði. Strax á miðvikudeginum fórum við á ferðaskrifstofuna til að ganga frá Tahiti ferðinni okkar. Thelma Kristín var svo flugþreytt að hún sofnaði í fanginu á pabba sínum, starfsfólkinu til mikillar kátínu. Verð nú að viðurkenna að mér leið ekkert voða vel sem foreldri, með krakka sem heldur sér ekki vakandi fyrir flugþreytu og strax búin að panta næstu ferð. Ég hafði alla veganna ekki móral til að nefna það við ferðaskrifstofuna að við værum að hugsa um að skreppa til Japan í millitíðinni!
Við gátum í raun ekki verslað í almennilega í matinn fyrr en á föstudeginum því Thelma Kristín var alltaf sofnuð þegar Maron var búinn í vinnunni um 5 leytið! Ég hafði nú eitthvað undirbúið hana undir það að við kæmum heim um miðja nótt og líklegast yrði ekki til neinn matur í ísskápnum, dömunni fannst það nú ekki mikið mál enda opið á McDonalds alla nóttina!!! Af hverju barnið vissi að McDonalds er opið allan sólarhringinn veit ég ekki en finnst það frekar scary! Við mæðgur skelltum okkur svo í bæinn á föstudeginum, enduðum á að versla og hittum svo Maron á bílnum.
Helgin var líka frekar róleg. Fórum út í park á laugardeginum en skelltum okkur í lengri bíltúr á sunnudeginum. Ætluðum í þjóðgarð hér suðaustur af Melbourne en sáum á miðri leið að við vorum að keyra úr sólinni og inn í rigningu svo við ákváðum að stoppa bara þar sem við vorum. Eftir pick-nick á þar til gerðu útivistarsvæði fórum við á kolanámu-safn. Við vorum nefnilega stödd í gömlum kolanámubæ og íbúarnir reyna í sjálfboðavinnu að halda úti safni því til minningar. Þetta var hið skemmtilegasta safn, maður gat farið ofan í gamla námu og séð bæði skrifstofur, heimili verkamannsins og forstjórans auk alls kyns verslana, skóla, kirkju og alls þess sem tilheyrði í svona bæjum. Sjálfboðaliðarnir voru stundum ansi ákafir í sögudeildinni, hittum einn gamlan kall sem ætlaði gersamlega að éta okkur lifand. Við hálf flúðum út þegar sagan fór að berast að aumri fortíð karls, með alkahólisma og öðrum sjúkdómum!
Thelma Kristín fór svo aftur á leikskólann á mánudeginum. Hún var voða glöð að koma aftur og allir glaðir að sjá hana. Gáfum leikskólanum "Ástarsögu úr fjöllunum" og vöktum mikla lukku. Eftir daginn fór ég að spyrja Thelmu hvort bókin hefði verið lesin og jú.. Margie hafði nú lesið fyrir krakkana. Þá sagðist hún líka hafa sagt krökkunum að hún ætti svona bók heima hjá sér.. "já og hvernig sagðir þú það?" spurði mamman hissa. "Ég sagði bara I have this book in my house" sagði sú stutta eins og ekkert væri sjálfsagðara! Hún er að verða ansi sleip í enskunni daman og mér finnst við núna vera komin að ákveðnum punkti, ég man eftir þessum punkti með sænskuna hjá henni... allt í einu finnst manni að hún sé búin að ná tökum á málinu. Hún talar auðvitað ekki eins og innfædd enn... en getur alveg fylgst með og skilið einfaldar samræður, nóg til að komast af. Góð tilfinning!
Hittum svo Vanessu á þriðjudeginum. Fórum út í park með mömmu hennar og bróður. Þær skemmtu sér konunglega vinkonurnar eins og við var að búast og aftur sá ég hversu mikið Thelmu Kristínu hefur farið fram í enskunni.
Svo var aftur leikskóli á miðvikudeginum. Fengum þær góðu fréttir strax um morguninn að við gætum skipt frá mánudögum yfir á föstudaga. Það hentar okkur í alla staði miklu betur bæði af því að Vanessa er á föstudögum en ekki mánudögum (starfsfólkið var líka á því að þær ættu að fá að vera saman - það væri svo gott fyrir þær báðar) og svo eru það danstímarnir á mánudögum sem við höfum ekki komist í síðan Thelma Kristín byrjaði á leikskólanum. Ég er líka að byrja á kínverskunámskeiði sem er á mánudagskvöldum og því betra að ég sé heima á mánudögum því þá er minna stress að koma sér úr vinnu um 5, sækja Thelmu á leikskólann, borða og koma sér á námskeiðið fyrir kl. hálf sjö.
Ég hef sem sagt verið að vinna með Maroni þá daga sem Thelma Kristín er í leikskólanum. Það er fínt að komast aðeins út úr húsi og hitta fólk. Í síðustu viku byrjaði ný kona að vinna hjá honum svo það er bara að komast líf á skrifstofuna. Planið er að ráða 2 aðila til viðbótar áður en langt um líður svo bráðum verður bara fjör!
Vegna breytinganna var Thelma Kristín í leikskólanum 3 daga í síðustu viku og ég vann jafnmarga daga. Við fórum svo aftur út í park á laugardeginum eftir að hafa fengið okkur samloku á kaffihúsinu okkar og á sunnudeginum kíktu Hulda og Brynjólfur í heimsókn til okkar. Þau komu líka með okkur upp í Monash háskóla í smá heimsókn. Það var opinn dagur í skólanum og ég ákvað að kíkja og sækja mér upplýsingabæklinga og umsóknareyðublöð. Það hafðist allt og nú er bara að skella sér í undirbúningsvinnuna. Líklega þarf ég að taka enskupróf o.s.frv. til að komast inn en ég er tiltölulega bjartsýn á að þetta gangi upp.
Byrja í kínverskunni í kvöld. Hlakka til að prófa eitthvað nýtt og framandi. Vonandi að maður kynnist líka einhverju fólki. Á föstudaginn er svo Íslendingapartý! Það verður gaman að hitta landann og borða saman. Vonandi að það mæti ekki jafnmargir vírdós og á 17. júní hátíðina (gleymdi sko að blogga um þá upplifun af því við fórum til Íslands nærri strax á eftir en útvaldir heima hafa fengið lifandi lýsingu á öllu skemmtilega fólkinu sem við hittum þar - fyrir þá sem misstu af lýsingunni skal tekið fram að vírdós voru sem sagt ekki Íslendingarnir (auðvitað ekki!!) heldur ansi framandi fólk sem einhverra hluta vegna finnur samsvörun með sinni eigin exótík og hinu exótíska Íslandi! (eða hafði kannski komið í 2 vikna heimsókn fyrir 10 árum og taldi sig þar með eiga rétt á inngöngu í Íslendingafélagið í Melbourne!))
Í dag, mánudag fórum við Thelma Kristín svo loksins í langþráðan danstíma. Æðislega gaman, sérstaklega því Vanessa er líka í dansinum og var svo glöð að sjá Thelmu koma (hún var búin að vera lasin og vissi ekki að við hefðum skipt yfir á föstudagana). Eftir hádegið fórum við svo í göngutúr. Duttum inn í dótabúð þar sem eigandinn gleypti okkur með húð og hári. Eftir persónulegan túr um alla búðina þar sem eigandinn tíndi niður hvert dótið á fætur öðru og leyfði dömunni að prófa auk þess sem hann var búinn að gefa henni blöðru og blaðra sjálfur stanslaust við mömmuna um Ísland í 20 mínútur var engin leið út úr búðinni nema með leikfang undir hendinni. Svo Thelma Kristín græddi á frábærri sölumennskunni og gekk út með nýtt prinsessupúsluspil!
Jæja, nóg komið í bili... nei annars, verð að láta fljóta með eitt gullkorn. Við Thelma Kristín vorum að klæða barbídúkkur og ein passaði ekki alveg í kjólinn sem ég átti að klæða hana í. Mér datt í hug að það gæti verið af því að ég var með einhverja barbie-eftirlýkingu og sagði .. kannski passar kjóllinn ekki af því þetta er ekki Barbie, þá sagði sú stutta "nú, er þetta Barbie light"!!!!!!!!!!!!!!
Jæja, nú er nóg komið. Best að fara að hafa sig til fyrir kínverskuna. Þökkum allar samverstundirnar á Íslandi (Oh my, þetta hljómar eins og jólakort!) það var æðislegt að hitta ykkur. Ég reyni að setja inn nýjar myndir fljótlega. Það má lika alltaf senda mér póst á umagnusdottir@hotmail.com
Bið að heilsa í sumarið (Ástralinn liggur í hláturskasti þegar við segjum honum hvað það var heitt hjá okkur á Íslandi) ... læt heyra í mér fljótlega aftur.
Knús
Unnur
0 Comments:
Post a Comment
<< Home