Styttist í stóra daginn
Litla barnið mitt verður sex ára á morgun! Ótrúlegt hvað tíminn líður!! Spennan á heimilinu magnast en sú stutta hefur að mestu haldið ró sinni enda enn rúm vika í veisluna sjálfa.
Ætlunin er bjóða vinunum til veislu á innileikvelli hér stutt frá okkur þann 3. mars. Maron verður ekki heima um helgina og því var ákveðið að fresta um viku. Á morgun ætlum við þó að bjóða finnsku vinum okkar í lasagna og afmælisköku - mini afmælisveisla. Daman hefur líka óskað eftir morgunmat í rúmið - ég svara því til að hún verði þá að sofa lengur en ég....við sjáum til hvernig það mun ganga á afmælisdaginn.
Lífið gengur annars sinn vanagang hérna megin. Fyrsta próf annarinnar á föstudaginn gekk ágætlega. Mín er guðslifandifegin að vera laus við bókfærsluna í bili - nýtt viðfangsefni er þjóðhagfræði sem leggst alveg ljómandi vel í mig - enda nátengt mannfræði ef maður pælir í því.
Hátíðardagarnir undanfarið hafa að mestu farið fram hjá okkur ...enda erfitt að muna eftir þeim þegar kaupmenn troða þeim ekki stanslaust framan í mann í formi auglýsinga. Bóndinn gleymdi konudeginum (skamm skamm) ...en ég hafði nú ekki tækifæri til að fara í fýlu því ég gleymdi honum sjálf! Bolludaginn vissum við ekki um fyrr en á þriðjudagsmorgni. Ég fékk nú smá móral yfir því enda er Thelma Kristín búin að spyrja mig í margar vikur hvenær hann væri og ég ætlaði mér að fylgjast með því. Við löguðum því sannleikann aðeins að okkar aðstæðum og bökuðum bollur í gær (ekki segja dóttur minni að bolludagur sé alltaf á mánudegi!). Baksturinn gekk svona líka ljómandi vel og bollurnar runnu ljúflega niður eftir að við höfum grillað fisk með kollega hans Marons. Ástralinn var nú ekki alveg að skilja þessa hefð hjá okkur: "Bíddu aðeins, - lemjið þið mömmur ykkar með priki og fáið þetta í staðinn??"....sagði gaurinn auðvitað forviða og benti á bollurnar! Ekki alveg að fatta þetta!
Það þýðir auðvitað lítið að halda upp á sprengidag þegar ekkert er saltkjötið (hefði kannski átt að byrja að hugsa um þetta um jólin!) og öskudagshefðirnar verða frekar kjánalegar þegar aðeins eitt barn tekur þátt...svo við höfum haldið okkur til hlés undanfarna daga.
Við mæðgur þurftum reyndar að heimsækja lækninn fyrr í dag því Thelma Kristín fékk eitthvað í augað á leikvellinum eftir skóla. Þrátt fyrir mikla leit og þráláta skolun náði ég ekki aðskotahlutnum úr (enda sást ekkert í auganu) og við þurftum aðstoð læknis. Hann setti dropa í augað til að deyfa og heldur að hann hafi náð einhverju drasli innan af augnlokinu. Þar sem augað er enn dofið getur daman ekki enn sagt til um hvort sársaukinn er horfinn en við vonum hið besta. Þetta lítur vel út eins og er.
Jæja, vilda bara setja inn nokkrar línur áður en stóri dagurinn rennur upp. Best að hjálpa 5 ára dömunni í rúmið í síðasta sinn......sjá ekki sex ára börn örugglega um þetta sjálf?
Ætlunin er bjóða vinunum til veislu á innileikvelli hér stutt frá okkur þann 3. mars. Maron verður ekki heima um helgina og því var ákveðið að fresta um viku. Á morgun ætlum við þó að bjóða finnsku vinum okkar í lasagna og afmælisköku - mini afmælisveisla. Daman hefur líka óskað eftir morgunmat í rúmið - ég svara því til að hún verði þá að sofa lengur en ég....við sjáum til hvernig það mun ganga á afmælisdaginn.
Lífið gengur annars sinn vanagang hérna megin. Fyrsta próf annarinnar á föstudaginn gekk ágætlega. Mín er guðslifandifegin að vera laus við bókfærsluna í bili - nýtt viðfangsefni er þjóðhagfræði sem leggst alveg ljómandi vel í mig - enda nátengt mannfræði ef maður pælir í því.
Hátíðardagarnir undanfarið hafa að mestu farið fram hjá okkur ...enda erfitt að muna eftir þeim þegar kaupmenn troða þeim ekki stanslaust framan í mann í formi auglýsinga. Bóndinn gleymdi konudeginum (skamm skamm) ...en ég hafði nú ekki tækifæri til að fara í fýlu því ég gleymdi honum sjálf! Bolludaginn vissum við ekki um fyrr en á þriðjudagsmorgni. Ég fékk nú smá móral yfir því enda er Thelma Kristín búin að spyrja mig í margar vikur hvenær hann væri og ég ætlaði mér að fylgjast með því. Við löguðum því sannleikann aðeins að okkar aðstæðum og bökuðum bollur í gær (ekki segja dóttur minni að bolludagur sé alltaf á mánudegi!). Baksturinn gekk svona líka ljómandi vel og bollurnar runnu ljúflega niður eftir að við höfum grillað fisk með kollega hans Marons. Ástralinn var nú ekki alveg að skilja þessa hefð hjá okkur: "Bíddu aðeins, - lemjið þið mömmur ykkar með priki og fáið þetta í staðinn??"....sagði gaurinn auðvitað forviða og benti á bollurnar! Ekki alveg að fatta þetta!
Það þýðir auðvitað lítið að halda upp á sprengidag þegar ekkert er saltkjötið (hefði kannski átt að byrja að hugsa um þetta um jólin!) og öskudagshefðirnar verða frekar kjánalegar þegar aðeins eitt barn tekur þátt...svo við höfum haldið okkur til hlés undanfarna daga.
Við mæðgur þurftum reyndar að heimsækja lækninn fyrr í dag því Thelma Kristín fékk eitthvað í augað á leikvellinum eftir skóla. Þrátt fyrir mikla leit og þráláta skolun náði ég ekki aðskotahlutnum úr (enda sást ekkert í auganu) og við þurftum aðstoð læknis. Hann setti dropa í augað til að deyfa og heldur að hann hafi náð einhverju drasli innan af augnlokinu. Þar sem augað er enn dofið getur daman ekki enn sagt til um hvort sársaukinn er horfinn en við vonum hið besta. Þetta lítur vel út eins og er.
Jæja, vilda bara setja inn nokkrar línur áður en stóri dagurinn rennur upp. Best að hjálpa 5 ára dömunni í rúmið í síðasta sinn......sjá ekki sex ára börn örugglega um þetta sjálf?
5 Comments:
Hæ hó!
Til hamingju með afmælið Thelma sæta ;) ég er alveg hissa á því hvað þú stækkar hratt... það er svo stutt síðan þú varst pínu ponsa dansandi í hringi á stofugólfinu heima en núna ertu bara orðin 6 ára stóra stelpa. Hehe ég er viss um að þú er alveg orðin tilbúin til að verða stórasystir því að þú ert orðin svo stór ;)
Jæja ég hlakka alveg ofboðslega til að heyra hvernig dömunni líkaði við afmælisgjafirnar sem við sendum :) og hvernig það er svo að vera orðin svona stór 6 ára stelpa.
Hlakka svo til að sjá ykkur í lok sumars þegar stóri strákurinn verður fermdur. Maron það er alveg ótrúlegt hvað börnin þín eru dugleg að stækka ;)
Kveðja og knús
Anna Ólöf
By
Unknown, at 12:32 AM
til hamingju með ammælið til stóru stelpunnar :o*
smá kveðja úr melbænum
Lára & co
By
Anonymous, at 3:15 AM
Innilega til hamingju með pæjuna, ekkert smá sem þetta líður!
Já þið megið nú ekki alveg gleyma öllum íslensku hefðunum þó að þið séuð hinum megin á hnettinum....
Kveðja frá okkur í Andrésbrunninum
By
Anonymous, at 10:10 PM
Mér þykir þú dugleg að líta á björtu hliðarnar frænka. Einhvern veginn þykir mér mannfræði hljóma mjög skemmtilega og spennandi en ég man ekki eftir slíkri upplifun í þjóðhagfræðitímum!
Til hamingju (nokkrum dögum of seint) með Thelmu sætu!! 6 ára - vá!
By
Lilja, at 9:16 AM
...verð að viðurkenna að tengslin við mannfræðina minnka með hverri blaðsíðunni um gjaldeyrisviðskipti, verðbólgu og vöruskiptajöfnuð....en ég held í vonina!
By
Anonymous, at 3:13 PM
Post a Comment
<< Home