Melbourne

Monday, July 17, 2006

Myndir myndir

Er að setja inn myndirnar smatt og smatt. Skellti inn gomlum myndum síðan í mars sem ég fann í tiltektinni. Þær eru síðan Samveldisleikarnir voru haldnir hér í borg. Ég setti þær á réttan stað í tímaröð í albúmið svo þær eru ekki fremstar - þið verðið að finna þær ef þið viljið kíkja!

Setti svo inn Dubai myndirnar. Hef ekkert bloggað um þá ferð enda fengu nú flestir ferðasöguna bein í æð á meðan við vorum á Íslandi. Fyrir þá sem ekki fengu slíka frásögn má geta þess að við dvöldum í 3 daga í Dubai sem skiptust ca. svona
1) Jeppaferð í eyðimörkinni
2) Vatnsrennibrautagarður
3) Verslunar- og skoðunarferð um Dubai

Æðislega skemmtileg ferð þó að Dubai hafi verið frekar skrítin og hálfkláruð borg. Sem dæmi má nefna að 15% allra byggingarkrana í veröldinni eru í Dubai svo þið getið ímyndað ykkur framkvæmdagleðina. Mæli eindregið með að þið leggið leið ykkar þangað eftir 5 - 10 ár... þá verða þeir vonandi að verða búnir! Þetta er samt frábært staður til að "kíkja" inn í menningu miðausturlanda án þess að þurfa að taka þátt í henni. Einn af örfáum stöðum í heiminum þar sem slíkt er hægt.

Jæja, jæja, ég ætlaði alls ekki að fara að blogga, bara láta vita að það eru komnar myndir og fleiri munu bætast við á næstu dögum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home


 

Website Counter